Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 70

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 70
Starfið er margt, en eitt er brœðrabandið boðorðið, hvarsem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá ogþá er blandið það er: að elska, byggja og treysta á landið. Hannes Hafstein Þann 9. nóvember s.l. lést Sigrún Magnúsdóttir hjúkrunarkona og fyrrverandi forstöðukona Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur. Með Sigrúnu er genginn brautryðjandi í íslenskum hjúkrunarmálum. Saga íslenskrar hjúkrunarstéttar er ung nær einungis aftur til aldamóta. Svo virðist sem sagnariturum fyrri tíma hafi þótt lítt frásagnarvert að rita um hjúkrunar- og líknarmál. Vopna- brak, sverðaglamur og ættardeilur einkenna sagnaritun mest til forna. Þar koma þó fram frásagnir af konum er bundu um sár særðra og kunnu fyrir sér í lækningum. Fræg- ust er e.t.v. frásögnin af bardag- anum á Hrísateigi í Víga-Glúms- sögu er Halldóra kona Glúms biður konur þær er hún hafði hvatt með sér til bardagasvæðisins að sinna jafnt vinum sem óvinum. Hér ræður mannkærleikur gjörð- um og sú hugsjón að allir hafi sama rétt á hjúkrun. Sama hugsjón endurspeglast í siðareglum nútíma hjúkrunarstéttar. Það var mikill hugur í konum árið 1915 hvað heilbrigðismál varð- aði og stofnuðu nokkrar hjúkrunar- konur það ár Hjúkrunarfélag er þær nefndu Líkn. Frú Christophine Bjarnhéðinsson, fyrrverandi for- stöðukona Holdsveikraspítalans, í Laugarnesi, var þar í fararbroddi. Meginmarkmið félagsins var að annast hjúkrun í heimahúsum og efla almenna heilsuvernd. Starf- semi Líknar markar þáttaskil í heil- brigðismálum Reykjavíkur þar sem félagið hafði frumkvæði að því að veita og skipuleggja hjúkrun í heimahúsum og síðar að leggja grundvöll að víðtæku heilsuvernd- arstarfi. Saga Líknar er samofin sögu Hjúkrunarfélags íslands því frú Sigríður Eiríksdóttir fyrrv. for- maður Hjúkrunarfélags íslands var þar í fararbroddi í 25 ár. Aður en Hjúkrunarfélagið Líkn var stofnað höfðu áhugamenn um bætta heilbrigðisþjónustu stofnað Minning + Sigrún Magnúsdóttir Fædd 19.4. 1899 Dáin 9.11. 1989 Hjúkrunarfélag Reykjavíkur árið 1902 fyrir forgöngu Oddfellow regl- unnar og Guðmundar Björnssonar héraðslæknis. Jón Helgason síðar biskup var þar í forystu í aldar- fjórðung, tók á móti beiðnum um hjúkrunarhjálp og skipulagði starfið í samráði við þær tvær hj úkr- unarkonur sem störfuðu hjá félag- inu og lækna bæjarins. Sigrún hóf störf hjá Hjúkrunar- félagi Reykjavíkur þegar hún kom heim frá námi og starfaði þar í tvö ár. Til að auka þekkingu sína sigldi hún eftir það til Skotlands og starf- aði á Royal Infirmary í hálft ár. Af Hjúkrunarfélagi Reykjavíkur er það að segja að starfsemi þess lauk 1937, en Hjúkrunarfélagið Líkn starfaði óslitið til ársins 1953 að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur tók til starfa og tók við verkefnum félagsins. Sigrún Magnúsdóttir var fyrsta forstöðukona Heilsuverndarstöðv- arinnar. Hún var vel í stakk búin til að takast á við það uppbyggingar- starf er þar beið. Sigrún hafði að baki fjölþættan menntunar- og starfsferil og var ásamt eðlislægum persónukostum, af öllum, talin til forystunnar kjörin. Sigrún Magnúsdóttir var fædd 19. apríl 1899 á Gilsbakka, Hvítár- síðu, Mýrasýslu, dóttir hjónanna Magnúsar Andréssonar prófasts og alþingismanns og konu hans Sig- ríðar Pétursdóttur húsfreyju. Sigrún lauk hjúkrunarnámi við Nakskov Sygehus Danmörku árið 1925 og framhaldsnámi í geð- hjúkrun frá Sindsygehospital Nyköbing, Sjálandi árið 1926. Þegar heim kom starfaði Sigrún eins og áður greinir hjá Hjúkrunar- félagi Reykjavíkur, en 1. janúar 1929 hóf hún störf hj á Líkn og starf- aði þar óslitið til ársins 1944. Þá lá leiðin til Bandaríkjanna og starfaði Sigrún bæði í New York og Conn- ecticut. Þegar til íslands kom hóf Sigrún aftur störf hjá Líkn og starf- aði þar til ársins 1953 að undan- skildu því ári er hún stundaði fram- haldsnám í heilsuvernd við háskól- ann í Toronto, Kanada. Sigrún lét félagsmál til sín taka og sat í stjórn félagsins í 12 ár. Þeim fækkar óðum merkiskonunum er hófu á loft merki hjúkrunar á fs- landi og gerðust brautryðjendur. Sigrún Magnúsdóttir var ein af þeim. Hjúkrunarfélag íslands þakkar að leiðarlokum brautryðj- endastörfin og vonar að hjúkrunar- stéttin beri gæfu til að halda á lofti því merki er hafið var á loft af fram- sýni og kjarki. Aðstandendum er vottuð samúð. Blessuð sé minning Sigrúnar Magnúsdóttur. Sigþrúður Ingimundardóttir formaður 64 HJÚKRUN Mi-65. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.