Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 54
í einni kynningunni var fjallað
um þörf á menntun kennara til að
sinna þessari kennslu og breytingar
á námskrá til þess að undirbúa
hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar
með nægilega þekkingu, leikni og
viðhorf til að takast á við siðferðileg
vandamál, sem mæta hjúkrunar-
fræðingum á hverjum tíma.
Sem lokaorð er gripið niður í enn
eina kynningu: Siðferðilegar
ákvarðanir hafa mestmegnis verið
teknar af einstaklingum á grund-
velli innsæis eða almennrar skyn-
semi. En slíkar ákvarðanir þurf að
byggja á rökhugsun og umræðu.
María Finnsdóttir
Christine Reimann
verðlaunahafi
Dame Nita Barrow frá Barbados-
eyjum í Vestur-Indíum var sæmd
Christine Reimann verðlaununum
sem eru e.k. Nóbelsverðlaun innan
hjúkrunar. Fyrst voru þau veitt
1985 og hlaut þau Virginia Hender-
son. Dame Nita Barrow er sendi-
herra lands síns hjá Sameinuðu
þjóðunum og hún á sér glæstan feril
sem forystukona í heilbrigðis-
málum bæði innan Sþ og víðar.
Á þinginu flutti hún ræðu þar
sem hún sagði að tvö meginvanda-
mál einkenndu stöðu hjúkrunar-
fræðinga í heiminum núna þ.e. lé-
leg laun og að þeir væru ekki viður-
kenndir sem „profession“. Það sem
hún tilgreindi sem það mikilvæg-
asta til að breyta vörn í sókn var að
hjúkrunarfræðingar eiga að fara að
taka meiri þátt í ákvarðanatöku í
þjóðfélaginu. Hjúkrunarfræðingar
eiga að verða pólitískt virkir og
taka þátt í mótun heilbrigðisstefnu
bæði í sínu heimalandi og á alþjóða-
vettvangi. Hún ræddi um það
hversu mikilvægri heilbrigðisþjón-
ustu væri misskipt meðal fólks.
Þriðja heims löndin hafa farið út í
óarðbærar framkvæmdir og steypt
sér út í skuldafen fyrir vikið. Fjár-
hagslegir örðugleikar af völdum
þess birtast m.a. í niðurskurði á
fjárveitingum heilbrigðisþjónustu í
löndunum.
Hún ræddi umhverfismál sem
hjúkrunarfræðingar verða að láta
sig skipta vegna þess að þau hafa
svo mikil áhrif á heilsufar fólks.
Notaði hún gróðurhúsaáhrif sem
dæmi.
Hún sagði að hjúkrunarfræðing-
ar verði að sýna getu sína og kunn-
áttu og láta til sín taka.
Sigurhelga Pálsdóttir
Litið til náms og menntunar
hjúkrunarfrœðinga
í dagrenningu þegar litið var
framan í nýjan dag í Seoul var vfir-
leitt mistur yfir fjallstindunum í
fjarska. Og það var mistur yfir nýrri
dagrenningu hjúkrunar á alþjóða-
þingi hjúkrunarfræðinga þar sem
litið var fram á veginn og horft til
heiðríkju nýrra daga í hjúkrun á 21.
öldinni undir yfirskriftinni Nursing
- A new tomorrow.
Á fyrsta allsherjarfundi þingsins
höfðu fjórir mætir menn, þau Baro-
ness Caroline Cox, Bretlandi, Paul
Gross, Ástralíu, Adtokunbo
Lucus, Nígeríu, og Ginette
Rodger, Kanada, framsögu um
framtíð hjúkrunar á þeirri öld sem í
hönd fer.
Hver um sig reifaði hina margvís-
legu innri og ytri áhrifaþætti er
ráðið gætu framtíðarstöðu hjúkr-
unar og hjúkrunarfræðinga innan
heilbrigðiskerfisins og þjóðfélags-
ins í heild.
Annars vegar var lögð áhersla á
ýmsa þjóðfélagslega þætti er réðu
stefnumörkun og áhersluþáttum í
heilbrigðiskerfi hinna mismunandi
landa og hins vegar á vægi örrar
þekkingar og tækniþróunar í heilsu-
gæslu og meðferð sjúkra. Og það
var spurt hver hefur verið, hver er
og hver skyldi vera hlutur hjúkr-
unar í slíkum breytingum og fram-
þróun? Ennfremur var spurt
hvernig eru hjúkrunarfræðingar í
stakk búnir til að vera eða verða
gjaldgengir í umbrotum nýrra
tíma?
Munu hjúkrunarfræðingar vera í
stakk búnir til þess að beina þróun
innan heilbrigðisþjónustu hverrar
þjóðar inn á brautir sem eru heilla-
vænlegar fyrir þjóðfélagið og skjól-
stæðinga hjúkrunar?
Þáttur náms og menntunar í að
sníða hjúkrunarfræðingum stakk
við hæfi, kom beint eða óbeint fram
í máli framsögumanna. í öllu falli
kom það skýrt fram að hjúkrunar-
fræðingar morgundagsins þurfa að
standa á styrkum faglegum grunni.
Baroness Caroline Cox lagði
áherslu á að menntun hjúkrunar-
fræðinga þyrfti að vera markmiðs-
bundin þ.e.a.s. þyrfti að taka mið
af þeim kröfum sem faglegur starfs-
vettvangur hjúkrunarfræðinnar
gerir (work backwards from the
demands of professional practice).
Kjarni hjúkrunar þyrfti að standa
af sér tímans tönn, hann væri
óháður tíma, en kjarni hjúkrunar
fæli í sér nánd við skjólstæðing, oft
allan sólarhringinn þar sem séð
væri fyrir eða litið til með við-
kvæmum persónulegum þörfum
einstaklingsins. Nánd - viðkvæm
persónuleg umhyggja sköpuðu
hjúkrunarfræðingum sérstöðu sem
faglegur stuðningsaðili sjúklings
eða skjólstæðings. Hjúkrunar-
fræðingum bæri að viðhalda og
þróa þá undirstöðuþekkingu og
leikni sem felst í kjarna hjúkrunar,
jafnframt því að tileinka sér og
þróa innan hjúkrunar hraðvaxandi
þekkingu innan lífeðlisfræði, sálar-
fræði og lyfjafræði. Nánd við skjól-
stæðinginn setur hjúkrunarfræð-
ingum ábyrgð á herðar og gerir
þeim kleift að meta áhrif sem
stefnumörkun í heilbrigðismálum
hefur á einstaklinginn, fjölskyld-
una, sjúklinginn og samfélagið.
Caroline Cox vísaði til fræðigreina
sem nauðsynlegt væri að kunna skil
á til þess að meta á árangursríkan
hátt slík áhrif og taka ábyrga
afstöðu til rannsókna er réðu
stefnumörkun í heilbrigðiskerfinu,
ekki hvað síst m.t.t. siðferðislegra
afleiðinga fyrir einstaklinginn og
þjóðfélagið.
Paul Gross fylgdi Baroness Cox á
eftir með því að kalla hjúkrunar-
fræðinga með framhaldsnám í hag-
fræði til liðs við hjúkrunarstéttina.
Dr. Gross beindi sjónum manna að
hagfræðilegum grunni stefnumót-
andi ákvarðana í heilbrigðiskefinu
48 HJÚKRUN Mu - 65. árgangur