Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 8
Skilyrði fyrir þátttöku í
segaleysandi meðferð
1) Brjóstverkur hafi staðið skemur
en 24 klst. en árangur er því
betri sem styttra er liðið frá upp-
hafi einkenna.
2) Hjartalínuritsbreytingar: ST-
hækkanir a.m.k. 0.1 MV í
a.m.k. einni útlimaleiðslu eða
a.m.k. 0.2 MV í a.m.k. einni
brjóstleiðslu.
Útilokunarástæður fyrir þátttöku
í segaleysandi meðferð
1) Slys og langvinnt hjartahnoð.
2) Nýlegar skurðaðgerðir.
3) Magablæðing eð ómeðhöndluð
magasár.
4) Heilaáfall fyrir sex mánuðum.
5) Of hár blóðþrýstingur > 200/
110, nema ef hægt sé að lækka
hann fyrir meðferð.
6) Annar lífshættulegur sjúk-
dómur t.d. krabbamein á loka-
stigi.
7) Blóðþynningarmeðferð s.s. dí-
cumarólmeðferð.
Helstu fylgikvillar
við segaleysandi meðferð
1) Blæðingar frá meltingarfærum,
stungustöðum, nýrum og
slímhúð.
2) Arrythmiur geta verið merki um
reperfusion (opnun æðar). T.d.
tíð ventricular extrasystolur
(VES) jafnvel multifocal, ven-
tricular tachycardia (VT), vetri-
cular fibrillation (VENT. FIB).
3) Bradycardia - leiðslutruflun
AV-blokk.
4) Blóðþrýstingsfall.
5) Serum sickness: liðverkir,
útbrot, hiti, flushing, urticaria;
á einungis við streptokinasa.
6) Nýmyndun á thrombus í
kransæð, getur gerst innan við
24 klst. eftir kransæðastífluna.
Ábyrgð hjúkrunarfrœðings
og tengsl hans við sjúkling
Góð hjúkrun er hér sem endranær
meginskilyrði og krefst mikillar
þjálfunar, sérþekkingar og sjálf-
stæðra vinnubragða. Hlutverk
hjúkrunarfræðings á hjartadeild er
ábyrgðarmikið starf þar sem hjúkr-
unarfræðingur er í lykilaðstöðu,
stöðugt vakandi yfir líðan sjúk-
lings. Hjúkrunarfræðingur þarf að
vera fljótur að átta sig á og bregðast
við lífshættulegum fylgikvillum er
fylgja bráðri kransæðastíflu.
Andlegt ástand sjúklings getur
haft áhrif á framvindu sjúkdóms.
Mikill ótti hjá sjúklingi getur valdið
hægari bata, því þarf stöðugt að
meta andlegt ástand og kvíða og
reyna að bæta úr með fræðslu. Þau
atriði sem geta valdið kvíða hjá
sjúklingi eru: óvissa um sjúkdóms-
ástand og framtíðarhorfur,
aðskilnaður frá ættingjum, sífellt
nýtt starfsfólk, engin hvíld, lítill
svefn, ósamræmi í upplýsingum,
tæki, slöngur og hljóð.
Fylgikvillar eftir
bráða kransœðastíflu
og meðferð þeirra
1) Hjartsláttartruflanir - arrhy-
thmiur eru algengastar fyrsta
sólarhringinn eftir áfallið.
Koma oftast vegna truflana í
leiðslukerfinu og súrefnis-
þurrðar í hjartavöðvanum.
Hættulegustu takttruflanirnar
eru:
a. Ventricular extrasystólur
(VES) eru algengastar af
öllum hjartsláttartruflunum.
Þær eru hættulegar þegar
þær eru fleiri en 5 á mínútu.
VES geta verið t.d. í öðru
hvoru slagi og kallast þá tví-
burataktur (bigemini) og í
þriðja hvoru slagi kallast þá
þríburataktur (trigemini)
o.s.frv.
Einnig geta VES komið frá
mörgum stöðum (focusum) í
sleglunum (ventriculusum)
og kallast þá multifocal. Ef
VES koma ofan í t-takkan
getur það verið fyrirboði
ventricular fibrillationar.
Helstu lyf:
Lidocain hydrochloride,
gefið iv bolus. Skammta-
stærð 50-100 mg og í infus-
ion 1-4 mg/mín.
Procainamide hydrochloride
(pronestyl), gefið iv bolus
50-100 mg á 5-10 mín.
Every sínus beat is followed by a ventricular premature beat.
/ / / f \ •
ápl: !Ih=|=h r j!;: |j J;): | II: :|SSji£jS~f-ffg5{sfefe sss; Huisi Hli
KT 'má fiplfÉ ÉjÉ
r m p|? te teliíi þiljH ijljf: site HSÍIS: S
llíislHniteb ^te ihfett
VENTRICULAR BIGEMINY
Mynd 5. Ventricular extrasystolur.
6 HJÚKRUN JJw-65. árgangur