Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 14

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 14
Dr. Þorsteinn Blöndal læknir Listin að lifa Allt frá árinu 1964 hefur mikið verið rœtt um áhrif reykinga á líkamann. Pótt þessi umrœða hafi einkum beinstað áhrifum reykinganna á öndunarfærin er það samt æðakerfið sem skemmist mest og er þá átt við fjölda ótíma- bærra sjúkdóma og dauðs- falla. Vinsældir reykinga byggðust á mörgum þáttum, m.a. tengslum við hvíld og samveru með vinum, ávanaáhrifum níkótíns á tauga- kerfið og blygðunarlausri markaðs- færslu í öllum hugsanlegum mynd- um. Til allrar ógæfu gerðist þetta í löndum þar sem blóðfita og blóð- þrýstingur þjóða var hækkandi, kyrrsetustörf stöðugt algengari en matarvenjur lítt breyttar. Þannig er, að einar sér geta reykingarnar yfirleitt ekki valdið umtalsverðri æðakölkun en í samverkan við aðra áhættuþætti eins og t.d. háa blóð- fitu og hækkaðan blóðþrýsting hafa hjarta- og æðasjúkdómar herjað á þjóðir Vesturlanda með þeim hætti sem engan hefði órað fyrir í byrjun aldarinnar. Enn er ekki vitað hvort það er nikótínið, kolsýrlingurinn eða eitt- hvert annað efni í tóbaksreyknum sem veldur æðaskemmdum. Það virðist ekki minnka æðasjúkdóm- ana að fara yfir í léttar sígarettur en greinilegt er að lungnakrabbi mynd- ast þá síður. Þetta þýðir að kjarna málsins er drepið á dreif mtð því að mæla með léttum sígarettum. Skemmdirnar á æðakerfinu halda áfram og svo virðist sem 2-4 síga- rettur á dag nægi til að viðhalda og „í flóknu samspili við aðra áhættuþætti valda reykingar æðakölkun í flestum æðum auk annarra heilsuspillandi áhrifa. Ef allt er talið styttist líf reykingamanna sem hóps að meðaltali um 5 ár. “ auka æðakölkun. Rétta markmiðið í þessum efnum er því að nota öll tiltæk ráð til að draga úr og útrýma reykingum. Því hefur stundum ranglega verið haldið fram að vægi reykinga sem áhættuþáttar minnki með hækkandi aldri. Er þá byggt á rann- sóknum þar sem áhættuþættirnir þrír, reykingar, há blóðfita og hár blóðþrýstingur hafa verið skoðaðir og jafnframt var fylgst með sjúk- dómum og dauðsföllum í langan tíma. Fyrirbærið skýrist af því að reykingamenn í úrtakinu týna töl- unni hraðar en hinir. Ef þess er gætt að meta áhættuna þannig að tekið sé tillit til að hópurinn og magn áhættuþáttanna breytist meðan á rannsóknatímanum stendur eru reykingar jafn sterkur áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma, líka á sex- tugs- og sjötugsaldri. Á þessum aldri borgar það sig því líka að hætta að reykja. Óvíða hafa áhrif áhættuþáttanna þriggja, reykinga, hækkaðs blóð- þrýstings og hækkaðrar blóðfitu komið jafn skýrt í ljós og í rann- sókn frá Gautaborg á körlum sem fæddir voru 1913 og fylgst var reglu- lega með eftir að þeir urðu fimm- tugir. í ljós kom að meðal þeirra sem reyktu meira en 24 sígarettur á dag og auk þess höfðu mjög hækk- aðan blóðþrýsting og blóðfitu fengu nánast allir (næstum 100%) kransæðastíflu milli 50 og 63 ára. Síðan stiglækkaði áhættan eftir minnkandi magni áhættuþátta en meðal þeirra sem ekki reyktu veikt- ust nánast engir (næstum 0%) úr þessum sjúkdómi ef gildi blóðfitu og blóðþrýstings voru jafnframt lág. Rannsóknir Hjartaverndar á íslendingum síðustu 25 árin stað- festa þessar niðurstöður. Oft er spurt hvort þetta ráðist ekki allt af erfðunum og hvort það sé til nokkurs að ráðast gegn hinum ytri áhættuþáttum („fjórðungi bregður til fósturs“). Til að reyna að svara þessu hefur í tveimur athugunum verið fylgst með ein- eggja tvíburum í næstum tvo ára- tugi. Einungis tvíburapör, þar sem annar reykti en hinn ekki, voru borin saman innbyrðis. í ljós kom 12 HJÚKRUN4/fo-65. árgangur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.