Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 19
með e.t.v. litlum árangri á kostnað
þjónustu til margra sbr. starfsemi
heilsugæslustöðva.
Við verðum að reyna að sjá fyrir
hvaða áhrif það hefur fyrir samfé-
lagið í framtíðinni að við veitum
þjónustu eins og gert er í dag en
ekki í einhverri annarri samsetn-
ingu.
Það verður að íhuga út frá hvaða
hugmyndafræði þörf á heilbrigðis-
þjónustu er skilgreind og út frá
hvaða hugmyndafræði hún er veitt.
Hugmyndafræði hjúkrunar
leggst á sveif með eflingu getu hvers
einstaklings, að hann noti eigin
getu líkamlega og hugræna til heilsu-
verndar og að einstaklingum sem
Þegar eru sjúkir og/eða aldraðir
gefist kostur á að lifa sem eðlileg-
ustu líf eða deyja með sem mestri
reisn.
Nú hefur verið lögðfram
tslensk heilbrigðisáœtlun
Á fundi ríkisstjórnarinnar 20. mars
1986 var eftirfarandi tillaga Ragn-
hildar Helgadóttur heilbrigðis- og
trygginamálaráðherra um íslenska
heilbrigðisáætlun samþykkt og
hljóðar á þessa leið:
»Ríkisstjórnin samþykkir að
vinna að landsáætlun í heilbrigðis-
utálum með hliðsjón af stefnu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn-
ar> sem nefnd er „Heilbrigði allra
árið 2000“, í þeim tilgangi að
stórauka forvarnir gegn sjúk-
dómum og slysum ásamt örorku
°g ótímabærum dauðsföllum af
þeirra völdum. Áætlunin skal
ut a. taka mið af vörnum gegn
langvinnum sjúkdómum og því
að búa hinn vaxandi fjölda aldr-
aðra undir gott heilsufar í ellinni.
Forgangsverkefni í áætluninni
skulu miðast við íslenskar
aðstæður“. (Tilvitnun lýkur)
í framhaldi af þessari samþykkt
^hipaði heilbrigðisráðherra starfs-
hóp sem i voru 3 læknar, í leiðandi
stöðum.
í skipunarbréfi starfshópsins var
a®tlað að mörkuð yrði stefna í
a gerðum til að koma í veg fyrir
sJukdóma og slys sem verða má.
Starfshópurinn tók mið af
íslenskum aðstæðum og stefnu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
“heilbrigði fyrir alla árið 2000“ frá
árinu 1977, þegar áætlunin var
gerð.
í ritinu stendur:
„Tillögur starfshópsins eru í níu
liðum með þrjátíu og þremur
markmiðum, ásamt fylgiskjali.
Skipta má tillögunum í þrjá aðal-
þætti. Fyrst er fjallað um stefnu-
mörkun í heilbrigðismálum,
heilsugæslu og sjúkrahúsmálum
og sett fram markmið. Síðan er
fjallað um þau atriði sem leggja
ber áherslu á til að bæta heilsufar
þjóðarinnar og sett fram mark-
mið. Að lokum er fjallað um
nauðsynlegar stoðaðgerðir til að
ná fram settum markmiðum. í
fylgiritinu eru tekin saman verk-
efni í þrjátíu og þremur liðum,
sem nauðsynlegt er að fram-
kvæma til að ná settum mark-
miðum heilbrigðisáætlunarinn-
ar“.
Höfuðmarkmiðinu að stuðla að
og bæta heilbrigði einstaklingsins
er í íslenskri heilbrigðisáætlun skipt
í þrjú svið.
1. að bæta árum við lífið
2. að bæta heilbrigði við lífið
3. að bæta lífi við árin.
1. Að bæta árum við lífið, þýðir
að ótímabærum dauðsföllum fækki
og að lífslíkur aukist.
Eins og málin eru í dag hefur
verið talað um þörf á heilsuvernd
og fyrirbyggingu sjúkdóma en
litlum peningum varið til þess af
þeim fjárlögum sem ætluð eru til
heilbrigðismála.
Til þess að ná því markmiði að
árum sé bætt við lífið þarf starfsfólk
hjúkrunarþjónustunnar að vita
hvert stefnt er. Eigum við árið 2020
að hjúkra krabbameinssjúklingum
eða getum við komið í veg fyrir að
þeir verði eins margir með því að
vinna að fræðslu til fólks um skað-
semi reykinga og þann orsakaþátt
sem stöðug streita og rangt matar-
æði getur verið.
Við getum spurt margra slíkra
spurninga.
2. Að bœta heilbrigði við lífið,
þýðir að fólkið í framtíðinni eigi
fleiri heilbrigð og starfssöm ár, fólk
fái færri sjúkdóma og verði fyrir
færri slysum.
í dag er ætlast til að fólk hætti að
vinna 70 ára og atvinnuleysi er vax-
andi.
HJÚKRUN — 65. árgangur 17