Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 24

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 24
4594 Börn á barnadeildum (67.36% ) 2226 Börn á fulloröinsdcildum l»ar af 71Sá Bsp. 1985 32.55% 2220 Bd. Lsp. 6820 Börn á sjúkrahúsum 32.64% 10.48% 715 Bd. Ak 1987 6461 Börn á sjúkrahúsum 33.18% 2144 Bd. Lsp. 31.90% 11.13% 719 Bd. Ak 1537 Bd. Lk 4400 Börn á barnadeildum (68.10% ) 2061 Börn á fulloröinsdeildum Þar af 693 á Bsp. Á myndrilunum má sjá samanburð milli bamadeilda annars vegar og hins vegar fjölda barna á fullorðinsdeildum. Jafnframt sésl að dregið hefur úr því að börn og unglingar dvelji á sjúkrahúsum, bœði á barna- og unglingadeildum, svo og fullorðinsdeildum. Tölulegar upplýsingar um stóran hóp barna sem koma á bráða- eða slysadeild, skyndivakl eða ambulanl vantar í myndritið. Fyrirþennan tíma, á árunum 1981-1985, fœkkaði innlögnum barna á aldursbilinu frá fœðingu til 4ra ára, frá því að vera 3544 í 3056, en fjölgaði á aldrinum 5 til9 ára, frá því að vera 1720 í 1914. Meðallegutími á barnadeildum styttist á þessum tíma úr7 dögum í 6,4 daga, annarra en nýbura, þar var talan 16,7 dagar sem lœkkaði niður í 15 daga. Meðallegutími barna á fullorðinsdeildum var á þessu tímabili 3,4 dagar. greint sérstaklega af Sjúkrahúss- nefnd Evrópuráðsins í júlí 1987. Þar er jafnframt fjallað um almenn mannréttindi, m.a. til þess að ná samfélagssáttmála innan heilbrigð- isþjónustunnar. íslenska félagið UMHYGGJA, þ.e. félag til stuðn- ings sjúkum börnum, er eitt af fimm aðildarfélögum NOBABs. í megin atriðum er þarna lögð áhersla á að þarfir barna og fullorð- inna á sjúkrahúsum fari ekki saman. Því beri að hafa það að markmiði að veik börn og ung- lingar dvelji á deildum þar sem for- eldrar þeirra geti einnig verið. Auk þess beri að tryggja aðstöðu fyrir leik, tómstundaiðju og kennslu. En það er álit þeirra sem starfa með sjúkum börnum að þessir þættir geti flýtt fyrir bata og hjálpað til við sjúkdómsgreiningu. Jafnframt þessu er lögð áhersla á að með börnum og unglingum starfi sér- þjálfaðir starfsmenn. Undirstrikað er mikilvægi þess að foreldrar fái stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Allir þessir þættir stuðli að sjálfshjálp fjölskyldunnar. Jafnframt er ályktað að stefna beri að því að börn og unglingar dveljist sem minnst á sólarhrings- legudeildum, en þá sé leitast við að legutími verði sem skemmstur. í því sambandi skuli gaumgæft hvernig hægt sé að draga úr inn- lögnum barna á sjúkrahús. Sam- vinna heilsugæslu og sjúkraþjón- ustu er talin veigamikil og það að skilgreina hlutverk þessara þjón- ustugreina. Prjár barnadeildir Hér á landi eru starfræktar þrjár barnadeildir við sjúkrahús. Á Landspítalanum, frá árinu 1957, á Landakotsspítala, frá árinu 1961, og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, frá árinu 1976. Áður voru barnastofur inni á almennum fullorðinsdeildum eða skipulagðar starfseiningar. í dag búa allar þessar deildir við þrengsli og að- stöðuleysi, fyrst og fremst vegna breyttra viðhorfa í þá veru að for- eldrar eða forráðamenn dveljast nú orðið í auknum mæli hjá sjúkum börnum sínum meðan á sjúkra- hússdvöl stendur. í langtímaáætlun ríkisspítala er gert ráð fyrir að byggður verði nýr barnaspítali á árunum 1994-1997. Við Landakotsspítala eru ekki uppi nein áform um stækkun barna- deildarinnar þar. Af hálfu stjórn- valda hefur komið til umræðu að gera Landakotsspítala að öldrunar- spítala. En jafnframt því liggja ekki fyrir mótaðar tillögur heilbrigðis- yfirvalda um framtíð Barnadeildar- innar. Þó hefur komið fram í al- mennri umfjöllun að flytja ætti Barnadeild Landakotsspítala til Borgarspítala, en þar er ekki bama- deild, þrátt fyrir að Borgarspítalinn veiti þessum aldurshópi mikla þjón- ustu, bæði að því er lýtur að bráða- þjónustu, og vegna barna og ung- linga sem dveljast þar um lengri eða skemmri tíma, á legu- dag- eða göngudeildum. í langtímaáætlun Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, hefur verið gert ráð fyrir stækkun barnadeildar. í almennri umfjöllun hér í Reykjavík hefir komið til tals að hafa barnadeildir eingöngu við Ríkisspítala. Af framangreindu má ljóst vera, að heildarstefnu vantar í þessum málaflokki. Fjöldi barna og unglinga á sjúkrahúsum landsins 1985 og 1987__________________ Skýringar á fækkun innlagna eru ýmsar. Þessu veldur m.a. fækkun 22 HJÚKRUN Mw - 65. árgangur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.