Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 30

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 30
Barnakór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, söng við setningu námsstefnunnar. Sverrir Bjarnason, barnageð- læknir, barna- og unglingageð- deild Landspítalans. Fulltrúar lagreglu, Sakadóms og barnaverndaryfirvalda Bonnie Laufey Dupuis, lögreglu- maður í Reykjavík. Gunnar Sandholt, félagsráðgjafi, yfirmaður fjölskyldudeildar Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur. Sigríður Ingvarsdóttir, lögfræð- ingur, formaður Barnaverndar- ráðs. Helgi Jónsson, sakadómari, Saka- dómi. III. hluti: Samstarf faghópa og hlutverk. a) Skilgreining. b) Samstarf faghópa. Framsöguerindi: Dr. Kari Killen Heap og Per Skjœlaaen. Konný Kristjánsdóttir, heilsu- gæsluhjúkrunarfræðingur og Karólína Stefánsdóttir, félags- ráðgjafi í fjölskylduráðgjöf, heilsugæslustöð Akureyrar. Bergljót Líndal, formaður undir- búningsnefndar sleit námsstefn- unni og í lok námsstefnunnar lásu námsstefnugestir saman erindi úr ljóði Einars Benediktssonar, Ein- raður Starkaðar, en þema ráðstefn- unnar Aðgát skal höfð í nærveru sálar var fengið úr því. Fundarstjórar: Hertha W. Jónsdóttir, barna- hjúkrunarfræðingur, hjúkrunar- framkvæmdastjóri Barnaspítala Hringsins og Ástríður Karlsdóttir heilsugæsluhjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu- stöðvar Seyðisfjarðar. Unnið er að útgáfu erinda þeirra er flutt voru á ráðstefnunni en ég ætla að greina hér á eftir frá nokkrum atriðum. Vanrœksla og óstöðugleiki í uppeldi barna Á námsstefnunni kom fram að van- ræksla á börnum virðist mun al- mennari hér á landi en talið hefur verið. Ástæður þess geta verið margar sumar tímabundnar en aðr- ar viðvarandi, sinnuleysi er einnig mikið áhyggjuefni. Þróun nútímans virðist hafa það í för með sér að umönnun barna er oftar og oftar að verða hjáverk sem sinnt er þegar tími og aðstæður leyfa. Það kom m.a. fram að van- ræksla á börnum er ein meginorsök kvíða, öryggisleysi og þroskastöðv- unar barna. Á síðustu 30 árum hefur orðið mikil breyting á þjóðfélaginu, báðir foreldrar eru meira og minna farnir að vinna úti, og foreldrar hafa ekki tíma fyrir börn sín. Einstæðum for- eldrum fjölgar, dagvistunarkerfið hefur ekki getað uppfyllt eftirspurn, skóladagurinn er sundurslitinn, engar skólamáltíðir, aðeins örfá börn komast á skóladagheimili og því eru börn meira og minna ein og sér þegar foreldrar eru við vinnu sína utan heimilis. Börn ganga sjálfala meira eða minna allan daginn. Var í þessu sambandi m.a. stuðst við könnun sem gerð var meðal 9 ára barna í einum grunn- skóla Reykjavíkursvæðisins. Rannsóknir Engar tölfræðilegar upplýsingar liggja fyrir um það í hve miklu mæli íslensk börn sæta illri meðferð en við höfum enga ástæðu til að ætla að hún sé fátíðari hér en annars staðar. Öll skráning er erfið því ekki er nóg með að hugmyndir manna um hvað teljist ill meðferð séu ólíkar einnig er tilhneiging til að fela raunverulegar ástæður t.d. þegar leitað er til læknis eða hjúkr- 28 HJÚKRUN - 65. árgangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.