Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 55

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 55
og nauðsyn þess að hagfræðisýn og hjúkrunarsýn færu saman þegar kostnaður við heilbrigðisþjónustu væri áætlaður. Dr. Gross benti m.a. á hlut launa í heildarútgjöldum heilbrigðis- kerfisins í ljósi þess hve hjúkrunar- mannafli er stór hluti heildarmann- afla í heilbrigðisþjónustunni. Hann lagði áherslu á að það væri hjúkrun- arfræðinga að taka afstöðu annars vegar til hlutar launaliðar í heildar- útgjöldum, hins vegar til dreifingar fjármagnsins innan launaliðsins. Ennfremur lagði Paul Gross áherslu á ábyrgð hjúkrunarstéttarinnar við að uppfræða almenning um hvernig nýta megi heilbrigðisþjónustu og hvaða valkosti hún hefur upp á að bjóða. Dr. Gross var samhljóma Baroness Cox er hann kallaði hjúkrunarfræðinga til og hvatti þá til að láta til sín taka þegar drög væru lögð að heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Síðari fyrirlesararnir tveir, Adtokunbo Lucus, Nígeríu, og Ginette Rodger, Kanada, tóku í sama streng og bentu m.a. á þá hættu er fylgir því að fljóta sofandi að feigðarósi. Sú för gæti hugsan- lega leitt til útrýmingar hjúkrunar- stéttarinnar sem fagstéttar. Hins vegar gæti hjúkrunarstéttin undið upp segl og siglt í byr örrar þekk- ingar og tækniþróunar og náð land- festu á styrkum faglegum grunni. Það var ljóst af þeirri framtíðar- sýn sem dregin var upp þennan júní- morgun að styrkar faglegar undir- stöður þarf að byggja á vandaðri og víðtækri grunnmenntun, sem veitt væri í viðurkenndum æðri mennta- stofnunum. Aðalsmerki hjúkrunar væri umhyggja, en jafnframt þyrftu hjúkrunarfræðingar að láta að sér kveða og vera virkir þátttakendur í ákvarðanatöku og stefnumörkun innan heilbrigðiskerfisins jafnt sem í þjóðfélaginu. Tónninn fyrir alþjóðaþingið var settur með þessum framsöguer- indum er endurómuðu annars veg- ar umhyggju og nánd við skjól- stæðinginn, hins vegar stjórnun og leiðtogahlutverk hjúkrunarfræð- inga eða hvort með öðru. Einkum var lögð áhersla á leið- togahlutverk hjúkrunar í heilsu- gæslu í ljósi stefnumörkunar Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar. Jafnframt voru hjúkrunar- fræðingar kallaðir til forystu í þeim löndum þar sem fjöldi og hlutfall aldraðra fer vaxandi. Umhyggja var víða höfð á orði og var reyndar þema þess ljóðs sem gert hafði verið í tilefni þingsins. Dr. Jean Watson, forstöðumaður Coloradoháskóla, Denver, kynnti líkan af námsskrá þar sem mannleg vísindi (human science), sem eiga sér siðferðilegar stoðir í mannlegri umhyggju, eru samofin hjúkrunar- starfinu. í erindi sínu varaði Dr. Watson við því að mannleg um- hyggja yrði undir í námi hjúkrun- arfræðinga sem tæki mjög mið af stofnunum, vísinda- og tæknihyggju nútímans. Eins og fyrr segir var umhyggja víða höfð á orði, en þess var þó sárt saknað að fáar sem engar rann- sóknir voru kynntar um þetta efni. Einkum varð það umhugsunarefni á alþjóðaþingi sem þessu, hvaða merkingu hugtakið umhyggja hefði í mismunandi menningarsamfé- lögum eftir að hafa hlýtt á athyglis- vert erindi Dr. Underwood á ráð- stefnunni. Dr. Patriciu Underwood, kenn- ari við Kaliforníuháskóla, San Fran- cisco, lagði út frá því að hjúkrunar- kenningar sem þróaðar hefðu verið í Bandaríkjunum hefðu löngum verið álitnar algildar eða alþjóðleg- ar. í könnun hennar á lykilhug- tökum í sjálfsumönnunarkenningu Orem í Bandaríkjunum, ísrael og Japan kom fram að umræða Orem um fyrirmyndarsjálfið (ideal self) sem er þungamiðja lykilhugtak- anna einstaklingur, heilsa og vellíð- an, endurspeglarmenningarbundin gildi í Bandaríkjunum, en hvorki í ísrael né Japan. í lok erindis síns benti Dr. Underwood á nauðsyn þess að meta og staðfæra lykil- hugtök í sérhverri bandarískri hjúkrunarkenningu sem þróuð hefur verið í ljósi þeirra menning- argilda og verðmætamats sem við lýði er í viðkomandi menningu. í Kóreu eru tvær námsleiðir í hjúkrunarnámi, almennt hjúkrun- arnám og hjúkrunarnám til B.S. gráðu og eru báðar námsleiðir mjög eftirsóttar og komast mun færri að en vilja. í fyrrnefndu narhsleiðina eru teknir inn u.þ.b. 100 nemendur á ári, en aðeins 30 í þá síðarnefndu í Kyung Hee háskóla, sem sóttur var heim. Hjúkrunarkennurum víðs vegar að úr heiminum var kynnt náms- skrá og námsfyrirkomulag í skólunum í móttöku kennara hjúkrunardeildarinnar. Nám til B.S. gráðu í hjúkrunar- fræði er 4 ár í Kóreu og námsskráin í Kyung Hee að því er virtist mjög svipuð í sniðum og hér heima á Is- landi að því undanskildu að her- æfingar og hervísindi eru hluti af námsskrá kóreanskra hjúkrunar- fræðinema, sem þó voru ekki beint hermannlega vaxnir. Það var ljóst, bæði af erindum þeim sem flutt voru á alþjóðaþingi hjúkrunarfræðinga í Seoul og máli manna í umræðum og spjalli yfir súrsuðu kórensku grænmeti, að menning hvers þjóðfélags ræður miklu um stöðu menntunar hjúkr- unarfræðinga og áherslu í námi þeirra. Yfirleitt rak fólk í rogastans fyrir því að allt hjúkrunarnám væri á háskólastigi hérlendis og mönnum varð yfirleitt að orði: „Þið hafið aldeilis náð langt“ („you have come a long way“). fámenni íslensku þjóðarinnar, góð lífsaf- koma og háþróað aðgengilegt mennta- og heilbrigðiskerfi voru helstu áhrifaþættir sem rætt var um í þessu samhengi og síðast en ekki síst samstaða íslensku hjúkrunar- stéttarinnar og barátta fyrir þessum áfanga í menntunarmálum hjúkr- unarfræðinga á íslandi. En víst er að boðskapur þessa nítjánda alþjóðaþings hjúkrunarfræðinga í Seoul um nýja dagrenningu í hjúkrun á fullt erindi til íslenskra hjúkrunarfræðinga, því enn er löng leið fyrir höndum. Margrét Gústafsdóttir. HJÚKRUN Vn - 65. árgangur 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.