Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 58
veikur maður eins og við höfum séð
hann í bíó, í spennitreyju, og
froðufellandi... þið kannist við
þetta, ekki satt?
Auðvitað er þetta misskilningur
og er leitt til þéss að vita, að veikt
fólk skuli vera notað sem skemmti-
efni fyrir okkur sem erum svo hepp-
in að vera ófötluð. Að minnsta
kosti mætti oft sleppa öfgunum og
sýna það sem sannara er. Sjúkling-
arnir eru sjálfir haldnir fordómum,
og það er þeim mikið andlegt áfall
að þurfa að leggjast inn á geðsjúkra-
hús. Þeir eru hræddir og kvíðnir
fyrir því ókomna. Það opnast fyrir
þeim nýr óþekktur heimur, sem á
vissan hátt ógnar þeim. Þeir verða
örvinglaðir og þjást af einmana-
kennd og öryggisleysi. Þeir muna
bara allt það neikvæða sem þeir
hafa heyrt, séð eða lesið um geð-
sjúkrahús, þ.e. spennitreyjur,
öskur og óhljóð, froðufellandi ein-
staklinga o.s.frv.
Við eigum að breyta þessu við-
horfi sjúklingsins, draga úr fordóm-
um hans, og fá hann til að upplifa
dvöl sína á geðdeild sem jákvæðan
áfanga á leið til betri heilsu eða
bata.
Til þess að geta þetta verðum við
að vera fordómalaus.
Ha, við? Höfum við fordóma
gagnvart geðrænum vandamálum,
geðsjúklingum? Já, því miður.
Bæði í daglega lífinu og innan heil-
brigðiskerfisins. Þeir sem vinna við
geðhjúkrun segjast finna fyrir for-
dómum annarra í heilbrigðiskerf-
inu, og að jafnvel þeirra eigin stétt
líti á þá sem annars flokks starfs-
fólk.
Þetta er ósanngjarnt og til skamm-
ar. Geðhjúkrun er mjög krefjandi
starf, sem oft sýnir ekki árangur
langtímum saman og t. d. í erfiðum
yfirsetum geta samskipti sjúklings
og starfsfólks verið niðurlægjandi
fyrir báða aðila. Þess vegna þarf að
hlúa vel að sjálfsvirðingu beggja.
Fordómar og neikvæð viðhorf okk-
ar hinna er það sem síst er þörf á.
Sjúklingar hafa sagt, að þegar
þeir reyni að segja frá því á vinnu-
stað, að þeir hafi verið á geðsjúkra-
húsi, þá sé allt í fari þeirra skyndi-
lega gagnrýnisvert. Þeir mega ekki
reiðast eða hækka röddina, þá fara
starfsfélagar þeirra strax í varnar-
stöðu og hræðsla skín úr augum
þeirra. Það mætti benda ófötluðum
á að líta í spegil næst þegar þeir
reiðast, líklega brigði einhverjum í
brún! Meira að segja þeirsem tróna
á toppi píramídans í heilbrigðis-
kerfinu, já læknarnir, eru haldnir
fordómum, sumir hverjir að minnsta
kosti. Þeir eiga þó að vita meira en
við hin!
Eru það ekki fordómar þegar
læknir segir við sjúkling?:
„Viltu í alvöru leggjast inn á geð-
deild?,, eða: „Viltu fara áLandspít-
alann, eða er þér sama þótt þú farir
á Kleppsspítalann?" I
Ef þetta eru ekki fordómar, hvað
þá? Er ekki Landspítalinn og
Kleppsspítalinn sama stofnunin,
með sömu þjónustuna?
Jú, að sjálfsögðu. Við skyldum
ætla, að það ætti ekki að skipta máli
á hvorn staðinn fólk Ieitar hjálpar,
en því miður er ekki svo, því enn
fylgja Kleppsnafninu þessi neikvæðu
viðbrögð.
Haft hefur verið eftir sjúkling-
um, að það væri þungbært að vera
veikur, en að verða fyrir öllu þessu
þekkingarleysi, jafnvel eftir að bati
var fenginn, væri illþolanlegt. T. d.
væri framkoman við þá stundum
eins og viðkomandi hefði smitsjúk-
dóm. Það hefur jafnvel gengið svo
langt, að börn þessara einstaklinga,
á skólaskyldualdri, hafa verið snið-
gengin, uppnefnd og lögð í einelti
vegna þess að heyrst hafi að foreldri
væri, eða hefði verið á Kleppi. Við
skulum taka nokkur dæmi um við-
horf og viðbrögð, frá sjónarhóli
sjúklinganna:
„Ég var settur inn á Kleppsspít-
ala fyrir tveimur árum síðan, og ég
fyrirgef þeim það aldrei, því enn
geng ég með Kleppsspítalastimpil-
inn á bakinu.“3)
„Við viljum ekki vera lokuð inni.
Enginn hefur gott af að vera lok-
aður inni þó að í mjög alvarlegum
tilfellum geti þurft þess tímabund-
ið. Við erum ekki glæpamenn þó að
við veikjumst. Allir hafa átt sínar
erfiðu stundir, líka þeir sem eru
fyrir utan. Gott viðmót og hlýja er
betra en öll deyfilyf hvaða nöfnum
sem þau nefnast. Þau eru allt sama
tóbakið. Það er ætlast til þess að við
gerum eitthvað af okkur, sönnum
að við séum vitlaus og geðveik.“4)
„Það voru alltaf þessir eilífu
fundir alla morgna. Á fundunum
var setið í hring í kringum borð og
2-3 læknar við háborð. Eitt sinn
byrjaði einn læknirinn fundinn á
þessari setningu: „Þið verðið að
muna að þið eruð allar geðveikar
og ykkur batnar aldrei alveg.“
Þegar fundunum var lokið hlupu
flestir á eftir læknunum eins og
skólakrakkar til að spyrja um eitt
og annað sem þeir höfðu ekki haft
einurð í sér til að spyrja um á fund-
inum. Þeirra á meðal var ég. Ég gat
aldrei tjáð mig í fjölmenninu á
fundunum.“ 5)
„Við hvað var ég alltaf svona
hrædd? Hvað orsakaði alla þessa
hræðslu og kvíða? Ég var oft svo
hrædd í bæjarleyfum að ég þorði
ekki upp í strætisvagninn og fór
venjulega út úr honum að aftan
jafnóðum. Ég gekk beina leið aftur
inn á spítala. Það er engin leið að
lýsa þessum tilfinningum sem grípa
mann. Ef ég reyndi að tjá mig um
þessa vanlíðan mína var alltaf eins
og einhver kökkur væri í hálsinum á
mér. Ég reyndi að stama einhverju
upp en gafst svo alveg upp á að
reyna að útskýra hvernig mér
leið.“6)
„Mér hafði verið boðið til veislu.
Það er komið með bakka með vín-
glösum til mín. Ég rétti út höndina
eftir glasi. Þá hrópar ein frúin:
„Guð almáttugur, mátt þú fá
þetta?“ fyrst langar mig til að
skvetta úr glasinu í andlitið á henni
en átta mig svo. Ég fer því að reyna
að lyfta glasinu í átt til hinna ýmsu
gesta sem þarna eru. En þeir líta
bara undan og þykjast ekki taka
eftir mér. Ég þori ekki að skilja
glasið við mig en þar sem ég er á
hinum ýmsu taugalyfjum rek ég rétt
tunguna ofan í glasið af hræðslu við
hinar illu afleiðingar er hlytust af ef
ég drykki ofan í lyfin. Mér finnst
það samt virka eins og ég sé að reka
tunguna framan í gestina. Ég fer að
litast um eftir einhverjum sem ég
kannast við. Jú, þarna er maður
sem ég þekki. Ég geng til hans. En
52 HJÚKRUN - 65. árgangur