Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 61

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 61
Asrún við fordóma annarra og kannski ekki síst sína eigin. Nú erum við misjafnlega gerð til að mæta miklu álagi og hefur svona fjölskyldulíf áhrif á alla fjölskyldu- meðlimi og sumir bera þess merki alla ævi. Með því að fræða og leiðbeina fjölskyldunni væri áræðanlega hægt að draga verulega úr þessu. Líka myndi þessi fræðsla og leiðsögn gera fjölskylduna hæfari til að styðja þann geðsjúka svo hann ætti auðveldara með að takast á við lífið og fordómana sem á vegi hans verða. Ennfremur myndu aukast líkurnar á að fjölskyldan geti talað opinskátt um þessi mál og miðlað af reynslu sinni til annarra í samfélag- inu. Með því að draga úr fordómum gæti verið komið í veg fyrir að fólk biði með að leita hjálpar fyrr en í óefni væri komið. Eins myndi sjálf- María Bergdís stæði þessara einstaklinga aukast og gera þá og samfélagið hæfari til að aðlagast. En fyrsta skrefið til að draga úr fordómum væri að líta í eigin barm og reyna að vinna bug á okkar for- dómum. Mannleg samskipti Almenn geðhjúkrun er í því fólgin að athuga og fylgjast með andlegu og líkamlegu ástandi sjúklings. Jafnframt því sem við athugum og fylgjumst með sjúklegum viðbrögð- um þeirra, þurfum við einnig að gera okkur grein fyrir því heil- brigða í fari þeirra. Sjálf verðum við að halda and- legu jafnvægi og vera meðvituð um takmörk okkar. Samskipti fólks valda margs konar viðbrögðum í nútíma þjóð- félagi. Margir einstaklingar verða fyrir þeirri reynslu að lenda í erfið- leikum í umgengni við geðsjúka. Þá lendum við oft í því að gleyma almennum kurteisisvenjum og verðum jafnvel hrædd. í raun er þetta fólk eins og við með allar sömu þarfir. „Sálfræðingurinn A.H. Maslow hefur sett upp einfalt kerfi yfir þarfir mannsins sem eru öllum sam- eiginlegar. Þarfastigin eru: 1. Líffræðilegar þarfir 2. Þörf fyrir öryggi 3. Þörffyriraðelskaogveraelskuð. 4. Þörf fyrir viðurkenningu. 5. Þörf fyrir lífsfyllingu.“2) Krisljana Oft eru neikvæðu hliðarnar á geðsjúkum einstaklingum mest áberandi, því veitist okkur erfitt að sjá það jákvæða í fari þeirra. Þetta verðum við að reyna að varast. Við verðum að gefa þeim tækifæri til að tala um sín vandamál og reyna að skilja. Að geta hlustað og haft augun opin er mikilvægt í umfengni við þá sem eiga við geðrænan vanda að stríða. Við verðum að hlusta á það sem þeir segja en líka það sem þeir láta ósagt. Ekki er alltaf nauðsyn- legt að tala, svipur sem lýsir áhuga og umhyggju hefur oft jafn mikil áhrif og orð. Við verðum að vera vinsamleg og umfram allt, varast að dæma þá. Heldur þurfum við að efla það jákvæða í fari þeirra með markvissum aðgerðum, hjálpa þeim til þess að hj álpa sér sj álfir svo þeir geti lifað sem eðlilegustu lífi. Sigríður HJÚKRUN - 65. árgangur 55

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.