Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 69
Eiríkur Sigurðsson
Heimsóknin
Eiríkur er nemandi í Mennta-
skólanum við Sund. Hann
hlaut 1. verðlaun fyrir þessa hug-
Ijúfu sögu í samkeppni semfram
fór í skólanum snemma á árinu
1989. Hvati samkeppninnar var
að hefja útgáfu myndarlegs skóla-
blaðs. Blaðið hlaut nafnið PAN-
FILL, sem þýðir náungi. Blaðið
kom út 1989 og er 1. tölublað
þess. Teikningu með sögunni
gerði Ragnhildur Sigurðardóttir,
einnig nemandi í skólanum.
Hjúkrun þakkar Eiríki og Ragn-
hildifyrir birtingarleyfið og óskar
öllum aðstandendum blaðsins til
hamingju með PANFIL sem er
vel úr garði gerður og fullur af
skemmtilegheitum.
Ingibjörg Arnadóttir.
Á bak við litlaust glerið leynist
andlit. Grátt og dapurlegt andlit. í
þessu andliti má sjá áralanga baráttu
við manninn með ljáinn. I þessu and-
liti má sjá einmannaleika, söknuð og
leiða þess manns sem veit að ekkert er
eftir. Hann er einskis nýtur og engum
þykir lengur vænt um hann. Allir vin-
irnir, bræðurnir, systurnar, foreldr-
arnir, horfin. Og konan sem hann
elskaði jafn mikið og hjartað í brjósti
sér. Nú er hún aðeins lítil, svo agnar-
lítil ljósmynd upp á vegg.
Hann er einn. Einn.
Börnin sem hann eitt sinn hafði séð
hoppa hlæjandi um húsið sitt hafa nú
sjálf eignast sín eigin börn, sín eigin
hús og mega ekki vera að því að líta
við hjá gamla manninum. „Hann er
svo skrýtinn, man aldrei neitt,“ heyrir
hann litlu barnabörnin hvísla um leið
°g hurðin lokast að baki þeim eftir
hina mánaðarlegu kurteisisheimsókn
foreldra þeirra.
Gamli maðurinn á ennþá gotterís-
dolluna sem hann fékk í jólagjöf frá
heimilinu á síðustu jólum. Börnin
afþakka kurteisislega molana sem
hann býður þeim, eða þá þau þiggja
hann en lauma honum síðan út úr sér
og í ruslafötuna. Hann veit ekki að
molarir í rauða bréfinu sem eiga að
vera linir og mjúkir eru orðnir harðir
og stökkir, og í stað þess að renna ljúf-
lega niður standa þeir fastir í kokinu.
Nú situr hann á rúminu sínu og
horfir út um gluggann. Snjónum
kyngir niður. Snjókornin svífa rólega
til jarðar og minna gamla manninn á
fræin af fífukollunum sem hann var
vanur að blása á þegar hann var lítill í
sveitinni.
Hann heyrir gangastúlkuna fara hjá
og veit að bráðum er kominn hátta-
tími. Enn einum deginum er að verða
lokið. Sífellt dregur nær því að plássið
hans losni og annar gamall maður geti
komið í hans stað. Annar gamall
maður með aðrar myndir upp á veggn-
um, aðrar minningar, jafnvel aðra
gerð af konfekti.
Hann sér tvo kappklædda unglinga
vera að leika sér í snjónum. Pilturinn
er berhöfðaður, í skrautlega litum
íþróttagalla og í rauðri peysu sem hún
hefur lánað honum. Stúlkan er með
sítt ljóst hár og í bláum samfestingi,
snjóug frá toppi til táar. Pau leiðast.
Rjóð í kinnum og með bros fast á and-
litinu. Öðru hverju horfast þau í augu,
líta svo undan og hlæja eða kyssast.
Gamli maðurinn kannast við ungu
stúlkuna. Hann veit að hann á að
þekkja hana. En hann man ekki
hvernig.
Þau tvístíga vandræðalega fyrir
framan innganginn á elliheimilinu,
dusta svo af sér mesta snjóinn og
ganga inn.
„Hæ“ segir hún glaðlega þar sem
hún stendur ásamt kærastanum sínum
í dyrunum að herbergi gamla manns-
ins. „Sæl vertu" segir hann en getur
ekki komið henni fyrir sig. Pessi
svipur. Petta hár. „Þekkir þú mig
ekki?“ spyr hún „Ég er Anna, dóttir
hennar Grétu.“
Auðvitað, þetta er Anna. Hanseigið
barnabarn. Dóttir hennar Grétu sem
alltaf hafði líkst móður sinni svo
mikið. Nú man hann hvaðan hann
kannaðist við svipinn og hárið. Nú
man hann.
Anna og kærastinn staldra við hjá
honum í stutta stund. Þau brosa öðru
hvoru hvort til annars. Þiggja hjá
honum konfektmola, tala um mynd-
irnar á veggjunum. Hann horfir á þau,
brosandi. Kannski er hann ekki alveg
einn. Kannski þykir einhverjum enn
vænt um hann.
Þegar þau fara faðmar hún gamla
manninn að sér, kyssir hann létt á
kinnina, svo hverfa þau út í snjó-
komuna aftur.
Fótatak þeirra er rétt að deyja út í
eyrum gamla mannsins þegar ganga-
stúlkan drepur á dyr, opnar svo og
hvíslar „háttatími". Hann hallar sér
aftur í rúminu, lokar augunum og lítið
bros brýst fram á varir hans. Nú man
hann.
HJÚKRUN JJra-65. árgangur 63