Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 74

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 74
Haraldur Briem og Sigurður Guðmundsson, sérfræðingar í smitsjúkdómalækningum Bólusetning gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt Að höfðu samráði við far- sóttanefnd, Félög heimilis- lœkna, barnalœkna og smit- sjúkdómasérfrœðinga, hefur verið ákveðið aðfrá og með 1. janúar 1989 verði tekin upp bólusetning með þrígildu bólu- efni gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Mark- miðið er að útrýma þessum farsóttum. Bólusetningarað- ferð sem beitt hefur verið gegn rauðum hundum hefur komið í vegfyrir fœðingar skaddaðra barna en ekki faraldra, sem gengið hafa yfir. Landlœknir Þrígilt bóluefni gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum Landlæknir hefur ráðlagt að hafnar verði almennar ónæmisaðgerðir með þrígildu bóluefni gegn misling- um, hettusótt og rauðum hundum frá 1. janúar 1989.Hérlendis hafa verið framkvæmdar ónæmisaðgerðir gegn þessum sjúkdómum með mis- munandi aðferðum. Árangurinn hefur verið viðunandi hvað varðar mislinga og rauða hunda en nú er ætlunin að bæta um betur og út- rýma þessum sjúkdómum með þrígilda bóluefninu. Til þess að sá árangur náist er nauðsynlegt að þátttaka í bólusetningunni verði almenn. Mislingar: Mislingar eru oft alvarlegur sjúk- dómur og fylgikvillar eru algengir. Má þar nefna lunganbólgu2) og aðrar sýkingar af völdum baktería. Allt að helmingur þeirra sem sýkj- ast fá heilabólgu3* og u.þ.b. 1/1000 fá einkenni um heilabólgu. Van- nærðum börnum í þróunarlöndum er sérstaklega hætt við alvarlegum sjúkdómi af völdum mislinga trú- lega vegna lélegs frumubundins ónæmis4). Verndun einstaklinga gegn mislingum með ónæmisaðgerð- um er því mikilvæg og óumdeild. Almenn mislingabólusetning hófst meðal 18 mánaða barna í Reykjavík og víðar í landinu 1976. Frá þeim tíma hefur aðeins einn mislingafaraldur herjað á landinu en það var árið 1977. Þrátt fyrir þetta hefur af og til borið á mislinga- tilfellum einkum 1985. Enda þótt mislingabóluefnið sé mjög virkt er ástæða til að ætla að hægt sé að ná til fleiri einstaklinga og bæta enn frekar ónæmissvörun með bóluefn- inu með því að bólusetja tvisvar t.d. við 18 mánaða aldur og aftur við 12 ára aldur5). Nú er talið að útrýming mislinga sé raunhæft mark- mið6) enda hefur Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin (Evrópudeildin) sett það markmið fyrir árið 1995.7) Hettusótt: Hettusótt er algengur sjúkdómur sem gengið hefur í faröldrum á um það bil 5 ára fresti eftir 1940 á ís- landi8). Sjúkdómurinn er algeng- astur meðal barna á aldrinum 5-10 ára. Þótt sjúkdómurinn sé í flestum tilfellum vægur eru alvarlegir fylgi- kvillar ekki sjaldgæfir. Er talið að allt að 15% þeirra sem sýkjast fái einkenni frá miðtaugakerfi9). Af þeim sem leggjast á sjúkrahús vegna einkenna frá miðtaugakerfi má ætla að 1-4% fái alvarlega fylgi- kvilla s.s. heyrnarleysi, lamanir o.fl.10,u)Um20% þeirrakarlmanna, sem fá veikina á kynþroskaaldri, fá bólgur í eistu, sem valda þó mjög sjaldan ófrjósemi.9) Tíðni hjarta- bólgu er álitin vera 4-15%12,13) og getur hjartabólga af völdum hettu- sóttar valdið dauðsföllum.l4) Fleiri fylgikvillar hettusóttar eru þekktir eins og briskírtilsbólga.15) Ávinn- ingur af hettusóttarbólusetningu er því talinn ótvíræður.16) Allt frá því að Bandaríkjamenn hófu bólusetningar gegn hettusótt 1968 hefur nýgengi sjúkdómsins minnkað umtalsvert eða um 98% og er nú einungis skráð 1,2 tilfelli/ 100.000 íbúa á ári.17) Enda þótt flest hettusóttartilfelli í Bandaríkjunum verði meðal eldri óbólusettra ein- staklinga verður að hafa í huga að dregið hefur verulega úr nýgengi sjúkdómsins í öllum aldurshóp- um.17) Þannig hefur ekki borið á neinni aukningu á hettusótt meðal eldri einstaklinga í Bandaríkjunum þau rúmlega 20 ár sem hún hefur verið framkvæmd þar. Rauðir hundar: Árið 1979 hófust almennar bólu- setningar hérlendis gegn rauðum 68 HJÚKRUN - 65. árgangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.