Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 77

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 77
Hjúkrunarstörf í Kabul Rætt við Ólaf Guðbrandsson hjúkrunarfræðing Umsjón Ingibjörg Árnadóttir / Olafur Guðbrandsson, starfaði sumarið 1989 á skurðsjúkrahúsi Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC - International Committee ofthe Red Cross) í Kabul, hörfuð- borg Afghanistan. Rauði krossinn skiptist í Al- þjóðaráðið (ICRC) sem vinnur á stríðshrjáðum svœð- um heimsins og Alþjóðasam- bandið (The League) sem vinn- ur á náttúruhamfarasvœðum, við hjálparstörf Grunnhugmyndir sem starf- semi Rauða krossins byggir á eru: Mannúð, hlutleysi, sjálf- stœði, þjónusta, eining, al- þjóðleg hreyfing, og óhlut- drœgni. lCRC-hluti Rauða krossins er sjálfstœð stofnun, hlutlaus hvað stjórnmálum, hugmynda- frœði og trú viðvíkur. - Hefur þú starfað áður á vegum Rauða kross íslands? Þetta er mín 3ja sendiför á vegum Rauða kross. íslands - ICRC. Hinar fyrri voru til Thai- lands, þar sem ég starfaði á skurð- sjúkrahúsi Alþjóðaráðsins í flótta- mannabúðunum Khao-I-Dang, árin 1984 og 1987, í sex mánuði í hvort skipti. Eg hafði alltaf haft mikinn áhuga á því að starfa í 3ja heiminum, verða að liði til að bæta líf fólks þar. Ahuginn vaknaði er ég var skipti- nemi í V.-Þýskalandi, en þar kynnt- ist ég mörgu fólki frá Asíu og S.- Ameríku. Þá fékk ég betri mynd af heiminum og liklega leiddi þessi reynsla mín til þess að ég fór að læra hjúkrun. En í hjúkrunarstarfinu eygði ég möguleika á að komast til starfa í þessum hcimshluta. Ævin- týraþrá og forvitni á að kynnast lífi fjarlægra þjóða kom líka inn í. Ég útskrifaðist sem hjúkrunar- fræðingur árið 1982. Ég var búinn að kynna mér nokkru áður mögu- leika á starfi á vegum RKÍ og var tjáð að sendifulltrúanámskeið yrði haldið vorið eftir fyrir fólk sem hefði áhuga á hjálparstarfi. Það námskeið sótti ég, og var þar með skráður á Veraldarvakt RKÍ. Árið 1984 rættist svo draumur minn, loksins. - Það var svo um miðjan maí í vor að haft var samband við mig frá RKÍ og ég beðinn að fara til Kabul. Ég lýsti mig reiðubúinn til fararinnar. Hinn 1. júní lagði ég af stað og var höfð stutt viðdvöl í höfuðstöðv- um Alþjóðaráðsins í Genf þar sem mér var kynnt starfsemi þess í Kabul. - Varst þú búinn að kynna þér hagi lands og þjóðar áður en þú lagðir afstað? Ég vissi lítið um Kabul og Af- ghanistan og var því mjög spenntur að sjá hvað biði mín þar. Það var ógleymanleg sjón sem við mér blasti út um glugga þotu Ariana flugfélagsins fyrsta sunnudag í júní. Borgin er í 1800 metra hæð yfir sjávarmáli og er umkringd háum fjöllum á alla vegu. Þar búa nú um 2Vi milljón manna að því að talið er. íbúum hennar hefur fjölgað um 2 milljónir á þeim 11 árum sem styrjöldin hefurgeisað í landinu, en fólk hefur leitað þar skjóls utan af landsbyggðinni. Kabul er ein af þessum dæmi- gerðu 3ja heims borgum, en á skipt- ast hreysi og hallir. Loftslag er þar þurrt meginlandsloftslag sumrin hlý en vetur mjög kaldir. - Hvernig er starfsemi Alþjóða- ráðsins háttað í Kabul? Það starfa um 60 manns á vegum þess í borginni, um þriðjungur þeirra eru heilbrigðisstarfsmenn. Starfsemin byggir á Genfarsáttmál- anum. Hún felst í fangaheimsókn- um; leita uppi og sameina fjöl- skyldumeðlimi, upplýsingamiðlun um mannúðarmál og hlutverk ICRC, samstarf við landsfélagið, og veita stríðshrjáðum heilbrigðis- þjónustu. En Alþjóðaráðið er með sjúkrahús og gervilimasmíði í borg- inni. - Hvernig var vinnuaðstöðu og fyrirkomulagi háttað? Vinnustaður minn var sjúkrahús sem rúmar 110 sjúklinga, með stækkunarmöguleikum sem fólust í HJÚKRUN%9-65. árgangur71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.