Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 82

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 82
Fréttir - Fréttir - Fréttir - Fréttir - Fréttir - Fréttir Fréttir frá stjórn Sá háttur var á hér fyrr að úrdráttur helstu málaflokka sem fjallað var um í stjórn birtist í blaðinu. Ákveðið hefur verið að fréttir frá stjórn birtist nú reglulega í blaðinu, félagsmönnum vonandi til einhvers fróðleiks. Árið 1989 hefur um margt verið viðburðarríkt. Á fyrsta fundi fé- lagsstjórnar á nýbyrjuðu ári voru samþykktar yfirgripsmiklar tillögur sem áhersluatriði í komandi kjara- samningum. Kjaramál settu því svip sinn á störf stjórnar fyrrihluta ársins. Haldnir voru tveir fundir með stjórn FHH um kjaramál en félagið stóð í verkfalli í apríl sem eitt af aðildarfélögum BHMR. Fé- lagsstjórn samþykkti 500.000 kr. styrk til hjúkrunarfræðinga í FHH og rann það í Vinnudeilusjóð félagsins. Kjaramálanefnd og stjórn ákváðu að ekki skyldi hafa samflot við félaga innan BSRB í kjarasamningum, heldur samið sér. Nóttina fyrir fulltrúafund gekk síðan saman með samningsaðilum og gildir sá samningur til 1. febrúar 1990. Hafinn erundirbúningurfyrir næstu samninga. Eins og félagsmönnum er kunn- ugt hættir Nýi hjúkrunarskólinn störfum um næstu áramót og mun starfsemi sú er hann hefur gegnt færast til Háskóla íslands. Þar munu allir hjúkrunarfræðingar eiga rétt á framhalds- og endurmennt- un. Samstarfsnefnd á vegum NHS og HÍ hefur starfað vegna þessa. í henni eiga sæti frá NHS Sigþrúður Ingimundardóttir, Pálína Sigur- jónsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Birna Flygenring. Frá hálfu námsbrautar í hjúkrunarfræði Ingi- björg R. Magnúsdóttir, Margrét Gústafsdóttir, Herdís Sveinsdóttir og Þórólfur Þórlindsson. Félagsstjórn samþykkti á fundi sínum 10. febrúar s.l. starfsreglur fyrir rannsóknarnefnd HFÍ og á fundi sínum 5. október reglur fyrir vísindasjóð HFÍ. Leitað var til deildar heilsugæsluhj úkrunarfræð- inga um að minnast 12. maí alþjóða- dags hjúkrunarfræðinga, en „Skólahjúkrun“ var lykilorð dagsins. Fræðslufundurvaráþeirra vegum í húsnæði HFÍ þann dag og tókst vel. Á félagsstjórnarfundum er alþjóðlegt og norrænt samstarf til umfjöllunar en HFÍ er aðili að SSN og ICN. 19. alþjóðaþingi hjúkrun- arfræðinga sem haldið var í Seoul S-Kóreu 28. maí til 2. júní s.l. eru gerð skil í þessu blaði ásamt full- trúafundi SSN sem haldinn var í Danmörku 20.-22. september s.l. Margvíslegt samstarf við stjórn FHH var á árinu og héldu stjórn- irnar með sér 6 sameiginlega fundi. HFÍ samþykkti á fulltrúafundi 1988 tillögur sem eru stefnumarkandi fyrir sameiningu félaganna. Mikil gróska hefur verið í sam- eiginlegu norrænu þróunrverkefni sem er um gæðatryggingu í hjúkrun. Fulltrúar HFÍ eru Anna Birna Jensdóttir og Guðrún Karls- dóttir. Þá hefur Vilborg Ingólfs- dóttir verið fulltrúi HFÍ á nor- rænum námskeiðum í hjúkrunar- rannsóknum. Félagsstjórn heldur fundi árs- fjórðungslega en framkvæmda- stjórn 1. og 3. fimmtudag í hverjum mánuði. Fjöldi mála berast félag- inu af margvíslegum toga. Félags- mönnum er bent á að formenn svæðisdeilda fá allar fundagerðir sendar einnig hefur formaður fastan símatíma milli kl. 11 og 12 hvern dag. Sigþrúður Ingimundardótdr formaður. Tillögur um löggjöf um skilgreiningu dauða og brottnám líffæra til ígræðslu í aðra Heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hefur ákveðið að skipa nefnd sem gerir tillögur um löggjöf um skilgreiningu dauða og brottnám líffæra til ígræðslu í aðra. í nefndinni verða Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri formaður, Ólafur Ólafsson landlæknir, Páll Ás- mundsson læknir, Sigfinnur Þor- leifsson prestur, Sigþrúður Ingi- mundardóttir hjúkrunarfræðingur og Þórður Harðarson læknir. Ritari nefndarinnar er Dögg Pálsdóttir lögfræðingur. „Neyðarfundur“ um málefni geðsjúkra Kiwanishreyfingin á íslandi efndi til „neyðarfundar" um málefni geð- sjúkra 18. október sl. Fundurinn fór fram á Hótel Borg og hófst kl. 17. Til fundarins var boðið alþingis- mönnum, borgarfulltrúum, emb- ættismönnum, íbúum sambýla og áfangastaða, starfsfólki í geðheil- brigðiskerfinu o.fl. Fundurinn var öllum opinn. Sex sérfræðingar fluttu stutt erindi á fundinum: Bjarney Krist- jánsdóttir, yfirfélagsráðgjafi á Landspítalnum, Bragi Guðbrands- son, félagsmálastjóri í Kópavogi, Jón G. Stefánsson, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans, Magnús Þorgrímsson, sálfræðingur og for- maður Geðhjálpar, Margrét Bárð- ardóttir, sálfræðingur á Klepps- spítala og Ólafur Ólafsson land- læknir. Kiwanismenn seldu síðan K-lykil- inn til styrktar geðsjúkum en hagn- aði af sölunni verður varið til bygg- ingar sambýlis í Reykjavík. 76 HJÚKRUN - 65 árgangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.