Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 87

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 87
Sigríði Eiríksdótturfyrsta íslenska formanni HFÍ var afhenl fyrsta eintakið afskrá yfir efni Tímarits Hjúkrunarfélags íslands 1925-1979. Skráin kom út 1981, unnin af Hervöru Hólmjárn bókasafnsfrœðingi. Á myndinni eru frá vinstri: Ingibjörg Árnadóttir, Sigríður Eiríks- dóttir, Hervör Hólmjárn og Svanlaug Arnadóttirþáverandi formaður HFÍ. Myndin er birt með leyfifrú Vigdísar Finnbogadóttur, dóttur Sigríðar heitinnar. skyldunni boðið upp á þann ánægju- auka að aðstoða við samlestur. Fljótlega eftir að ég tók við blað- inu byrjuðum við í ritstjórninni að ræða um og vinna að samningu reglugerðar fyrir tímaritið. Reglu- gerð þessi var samþykkt á stjórnar- fundi 6. nóvember 1972 og hefur hún staðist tímans tönn og er enn í gildi óbreytt. Hún er jafnframt ein sinnar tegundar, engin önnur nefnd innan HFÍ hefur lagt opinberlega fram slíkar vinnureglur. Þá var ritstjóri jafnframt fyrst skráður ábyrgðarmaður blaðsins. Mitt leiðarljós við uppbyggingu blaðsins hefur verið að auka þátt- töku hjúkrunarfræðinga í mótun og eflingu þess. Eftir að Nýi hjúkrun- arskólinn fór að útskrifa hjúkrun- arfræðinga með sérmenntun, varð stökkbreyting hvað varðar fag- greinarskrif hjúkrunarfræðinga. Til enn frekari eflingar var ákveðið í ritstjórn að gangast fyrir ráðstefnu um samningu greina, heimildalista, fréttatilkynninga, íslenskt mál og fleira. Ráðstefnan var haldin á Hótel Loftleiðum. Þátttakan var góð og tókst þetta framtak einkar vel. Fyrirlesararnir, sem allir voru sérfræðingar hver á sínu sviði gerðu þetta endurgjalds- laust. Frásögn um þetta fræðslu- átak er að finna í HJÚKRUN 2. tölublað 1980. Ég veit að hjúkrunarfræðingar hafa áhuga á blaðinu og vilja hafa það lifandi miðil. A fulltrúafundi HFÍ fyrir tveimur árum kom fram ósk frá Norðurlandsdeild-vestri um að hafa meira af þýddum greinum í blaðinu. Komið hafði fram í at- hugun sem deildin stóð fyrir, að um 80% hjúkrunarfræðinga á svæðinu áttu óhægt með að nýta sér greinar og bækur á ensku. Við í ritstjórn- inni vildum gjarnan verða við slík- um óskum, en fjárhagslega var það snúið. Það var erfitt að fá greinar þýddar nema að greiða fyrir það einhverja þóknun og fjármagn til blaðsins takmarkað. - í gegnum tímann hafa heyrst raddir um peningahliðina, að út- gáfan sé kostnaðarsöm, hvað finnst þér um þá gagnrýni? Blaðið og útgáfustarfsemin er auðvitað stór liður en ef ég hef skilið hjúkrunarfræðinga almennt rétt þá hafa þeir ekki viljað draga úr útgáfustarfseminni. Fremur auka hana, eins og Sigurveig Sigurðar- dóttir komst að orði á einum af full- trúafundum HFÍ, þegar fjárhags- áætlun og reikningar voru til umræðu. HJÚKRUN %v-65. úrgangur 81

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.