Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 3

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 3
Tímarit hj úkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 ISSN 1022 - 2278 Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími: 687575 Fax: 680727 Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Ritstjóri og ábyrgðarmadur: l'orgerður Ragnarsdóttir Ritnefnd: Christel Beck Guðrún Jónasdóttir I lerdís Sveinsdóttir Hólmfríður Gunnarsdóttir Varamenn: Anna Gyða Gunnlaugsdóttir Oltna Torfadóttir fe Utlitshonnun: Hildigunnur Gunnarsdóttir Prófarkalesari: Ragnar Hauksson Setning og prentun: Steindórsprent - Gutenberg hf. Pökkun: Iðjuþjálfun Kleppsspítala Upplag: 3000 eintök Forsíða: jj- Árið 1994 eru 50 ár frá stofnun lyðveldisins íslands. Árið 1994 eru 75 ár frá stofnun Fjelags íslcnzkra hjúkrunarkvenna. Arið 1994 er stofnár Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Árið 1994 er gott ár. fe Blindu mennirnir og fíllinn Einu sinni voru sex blindir menn beðnir um að lýsa fíl. Þeir þreifuðu fílinn vandlega þar sem þeir komu að honum og lýstu svo hver og einn niðurstöðum sínum. Sá fyrsti sagði að fíll væri eins og veggur, annar lýsti honum sem tré, sá þriðji sagði að fíll væri líkastur slöngu, sá fjórði skynjaði hann sem reipi, sá fimmti sem blævæng og þeim sjötta og síðasta fannst að um nokkurs konar spjót væri að ræða. Þeir höfðu allir að vissu leyti rétt fyrir sér en enginn þeirra hafði þó gert sér grein fyrir stærð skepnunnar (the elephantness of the animal). Þessa sögu, rakst ég einu sinni á í grein. Söguna hef ég geymt í minni þó að greininni sé ég búin að glata. Mér finnst hún eiga víða við, m.a. í hjúkrun. / hjúkrunarfræði er áhersla lögð á það að skoða einstaklinginn í heild sinni og í samhengi við umhverfi sitt. Líkamleg einkenni og umkvörtunar- efni eru hugsanlega einungis hluti af heildinni á borð við eyrað á fílnum sem blindi maðurinn þreifaði og skynjaði sem blævæng. Til að komast að niðurstöðu er gott að margir skoði viðfangsefnið frá ýmsum hliðum. Athugun margra kemur þó fyrst að gagni þegar þeir bera niðurstöður sínar saman svo að hægt sé að fá heildarmynd. Blindu mennirnir sex þreifuðu fílinn aðeins þar sem þeir komu að honum. Ef þeir hefðu haldist í hendur við athugunina og unnið saman, þá hefðu þeir kannski orðið færari um að lýsa fílnum. Hjúkrunarfræðingar stunda rannsóknir í auknum mæli. Sumir stunda gæðabundnar ratmsóknir með litlu úrtaki en aðrir gera magnbundnar kannanir með stóru úrtaki. Aðferðirnar bæta hver aðra upp og séu mis- munandi leiðir notaðar til að nálgast sama viðfangsefnið aukast líkurnar á að sjá heildarmynd og samhengi. Hjúkrunarfræðingar eru tilbúnir til að skoða viðfangsefni sín frá ýmsum hliðum. Þjónusta við skjólstæðinga er oftast þungamiðja rannsókna þeirra og þeir hafa náð þeim þroska í fag- mennsku að geta gagnrýnt frammistöðu sína í starfi. Hvoru tveggja er mik- ilvægt til að ná árangri. Til að ná árangri er þó mikilvægast að hjúkrunarfræðingar hjálpist að. Án samvinnu við að greina vandamál, lýsa þeim og finna leiðir til úrbóta verður lítið um framfarir. Því hefðu blindu mennirnir sex mátt gera sér grein fyrir. Stofnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var í raun yfirlýsing um það að hjúkrunarfræðingar vilja vinna saman. En samvinna skiptir ekki aðeins máli í samfélagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, heLdur einnig á alheimsvísu og þverfaglega. Á ráðstefnu um klíníska hjúkrun komu tveir gestir utan úr heimi. Slíkar heimsóknir gefa íslenskum hjúkrunarfræðingum tækifæri til að hugsa stærra og skoða stöðu sína í víðara samhengi. Sagan um blindu mennina sex á víða við. Sama gildir um hjúkrun og til að vegur hennar verði sem mestur og bestur skulum við hjálpast að og vera tilbúin til að skoða viðfangsefni okkar út frá mismunandi forsendum. Það gerir okkur hæfari til að greina samhengi þeirra og umfang, allt í því skyni að bæta þá þjónustu sem við látum í té. Tímarit hjúkrunarfræðinga er síðan upplagður vettvangur fyrir þá sem vilja taka þátt í slíkri sam- vinnu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.