Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Side 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Side 18
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 Hrund Sch. Thorsteinsson og Elín J.G. Hafsteinsdóttir Þekking íslenskra hjúkrun- arfræðinga á verkjum, verkjalyfjum og verkja- meðferð sjúklinga með krabbamein Niðurstöður úr „Meðferð verkja af völdum krabba- meins: Könnun á þekkingu, viðhorfum og reynslu íslenskra hjúkrunarfræðinga". Skilað til tímarits 10/2 '94 Skilað lesinni til höfundar 25/2 '94 Samþykkt 24. 4 '94 Könnuð var þekking íslenskra hjúkrunarfrœðinga á verkjum af völdum krabbameins og meðferð þeirra, með 84-atriða spurninga- lista. Tilviljunarúrtak 743 hjúkrunarfræðinga var valið til þátt- töku í könnuninni, svarhlutfall var 68%. Samtals störfuðu 84,5% svarenda við „beina hjúkrun“. I Ijós kom að 62%> höfðu 18 hjúkrað a.m.k. einum sjúklingi með krabbamein árið áður en rannsóknin var gerð, en 16,7%) höfðu hjúkrað fleiri en 20 sjúkl- ingum með krabbamein á sama tímabili. Að meðaltali svöruðu hjúkrunarfrœðingarnir 19 (SD 5,2) af 32 þekkingarspurningum rétt eða 59%. Einungis 8,7% þátttakenda svöruðu meira en 80% spurninganna rétt. Rétt svör við einstökum þekkingarspurningum voru á bilinu 17,6%o til 96,4%o. Mest vanþekking var á klínískri notkun verkjalyfja. Niðurstöður gáfu til kynna að ýmsar rang- hugmyndir eru enn við lýði og jafnframt að svarendur virtust ekki geta gert upp við sig hvort þeir trúa sjúklingum sem kvarta um verki. Af niðurstöðum má ráða að hjúkrunarfrœðingar, sem eru yngri, hafa verið skemur í starfi, hafa fengið meiri frœðslu um verkjameðferð eða hafa hjúkrað fleiri sjúklingum með krabba- mein, búa yfir meiri þekkingu varðandi verki af völdum krabba- meins og meðferð þeirra. Hrund Sch. Thorsteinsson: B.Sc. próf frá námsbraut í hjúkrunarfræði HÍ 1982, M.S. próf í hand-og lyflækningahjúkrun frá University of Wisconsin- Madison 1990, lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði frá 1990. Elín J.G. Hafsteinsdóttir: B.Sc. próf frá námsbraut í hjúkrunarfræði HÍ 1982, stundar nú meistaranám í hagfræði við Háskóla íslands. Aukin þekking og færni til að lina sársauka hef- ur leitt til þess að nú er nánast hægt að útrýma verkjum um 90% krabbameinssjúklinga (Liebes- kind & Melzack, 1988). Samt sem áður er fjöldi heimilda fyrir því að sjúklingar fá ekki verkjameð- ferð við hæfi og þjást því að óþörfu vegna verkja (Bressler, Hange & McGuire, 1986; Daut & Cleeland, 1982; Donovan & Dillon, 1987; Foley, 1985; Hill, 1990; Marks & Sachar, 1973). Niðurstöður erlendra rannsókna gefa til kynna að helstu ástæður þessa séu vanþekking lækna og hjúkrunarfræðinga ásamt íhaldssömum viðhorfum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.