Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 9
Tímarit hj úkrunarfræðinga 1. tbl. 70. drg. 1994 kynmök við aðra karlmenn (Melbye og Biggar, 1992; Spira o.fl., 1992; Smith, 1991; Leigh o.fl. 1993). Slímhúð í endaþarmi er viðkvæm og því er meiri hætta á að smitast af alnæmisveirunni ef smitað sæði fer inn í endaþarm. A Vesturlöndum eru endaþarmsmök milli karlmanna ekki eins algeng og áður vegna þess að ástundun hættuminna kyn- lífs („safer sex“) hefur aukist (Global Programme on Aids, 1993). Smitleið HlV-veirunnar er sú sama og hjá öðrum kynsjúkdómum. Tíðni annarra kynsjúk- dóma getur því gefið vísbendingar um hverjir eru í hættu á að smitast af HlV-veirunni. Til dæmis er ldamydía algengasti kynsjúkdómur hérlendis meðal ungs fólks á tvítugs- og þrítugsaldri (Ólafur Stein- grímsson, Jón Hjaltalín Ólafsson, Karl G. Kristins- son, Kristín E. Jónsdóttir og Anna Sigfúsdóttir, 1991). Smit af völdum annarra kynsjúkdóma, sér- staklega þeirra sem valda sárum á kynfærum svo sem kynfæraáblástur og sárasótt, getur enn fremur aukið líkur á HlV-smiti (Berezin, 1992) en árið 1991 greindust 95 einstaldingar með kynfæraáblástur á húð- og kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur (Heilsugæslan í Reykjavík, 1992). Niðurstöður tveggja kannana, sem gerðar voru 1987, sýndu þá að um 7,5% íslendinga töldu sig hafa breytt hegðun sinni vegna alnæmis eða 7,9% karla og 7,0% kvenna (Sigurður Guðmundsson o.fl., 1989). Sömu kannanir greindu frá því að 19,2% fráskilinna, 19,1% ógiftra, 4,1% giftra og 10,4% fólks á aldrinum 18-39 ára töldu sig hafa breytt hegðun sinni (sama, 1989). Aðferð Tekið var 1500 manna tilviljunarúrtak fólks á aldr- inum 16-60 ára úr þjóðskrá, af öllu landinu. Spurn- ingalistar voru sendir út, að undangenginni forpróf- un, 27. apríl 1992. Þegar upplýsingaöflun lauk í september sama ár höíðu borist 975 gild svör eða 65%. Svarprósentan var mest, um 70%, meðal yngstu aldurshópanna í úrtakinu en lægst í efsta aldurshópnum (51,0%). Mælitæki Spurningalistinn innihélt 34 spurningar um þekkingu á smitleiðum alnæmis, viðhorf til HIV- jákvæðra og kynhegðun og sumar spurningarnar voru í nokkrum liðum (Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, 1994). Fyrst var spurt um ýmis lýðfræðileg atriði eins og aldur, kyn, hjúskaparstöðu, menntun og búsetu. Einnig var spurt um starfsvettvang, vinnutíma og ferðalög erlendis. Spurt var um þekkingu á smitleiðum HlV-veirunnar, öruggara kynlífi, hvar fólk hefði fengið upplýsingar um sjúk- dóminn alnæmi og á hvaða þætti í fræðslu um alnæmi hefði verið lögð mest og minnst áhersla að mati svaranda. Spurt var um viðhorf til HIV- jákvæðra og hvort viðkomandi ætti vin, kunningja eða einhvern nákominn sem væri HlV-smitaður. Spurt var um smokkanotkun, viðhorf til smokka- notkunar, fjölda rekkjunauta, fjölda skyndikynna, fjölda sambanda, reynslu af kynmökum, notkun áfengis- og vímuefna við kynmök, hvað viðkomandi hefði gert, ef nokkuð, til að draga úr hættunni á að smitast af alnæmisveirunni, hvort viðkomandi hefði farið að eigin frumkvæði í mót- efnamælingu og við hverja viðkomandi hefði rætt um kynferðismál. Frekari upplýsingar um fram- kvæmd könnunarinnar er að finna í fylgiriti nr. 2 við heilbrigðisskýrslur (Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, 1994). Tölfræðileg úrvinnsla I úrvinnslunni voru íylgibreyturnar („dep- endent variables“) greindar á einfaldan hátt, til dæmis hvort munur væri á fjölda rekkjunauta eftir aldri. Frumbreyturnar („independent variables“), sem voru notaðar, voru í flestum tilfellum kyn, aldur og hjúskaparstaða. Reiknað var út hvort munur á hópum væri tölfræðilega marktækur með kí-kvaðrat eða F-prófi eftir því sem við átti. I þeim töflum, þar sem unnið var með meðaltöl, var jafnframt reiknað út hve mikið frumbreytan skýrði dreifingu fýlgibreytunnar með Eta í öðru veldi. I öðrum töflum var reiknuð út fylgni milli frum- og fylgibreytanna með Tau-b, Tau-c eða Lambda eftir því sem við átti í hverju tilfelli. Ef skýrða dreifingin eða fylgnin var hærri en 0,10 var styrkurinn, ásamt upplýsingum um hvaða íýlgnistuðull var notaður, birtur neðan við viðkomandi töflu. 9

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.