Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. drg. 1994 Islandi þurfum við fleiri hjúkrunarfræðinga með meistarapróf og doktorspróf, fleiri hjúkr- unarfræðinga sem stunda rannsóknir og fleiri hjúkrunarfræðinga með hugsjónir sem láta sig stjórnmál þjóðarinnar varða. Við sem störfum að hjúkrunarkennslu berum ábyrgð á að mennta hjúkrunarfræðinga sem hafa það að keppikefli að láta gott af sér leiða á breiðari grundvelli en áður. Til þess að þetta megi verða þurfum við fjölbreyttan nemendahóp, af báðum kynjum, á ýmsum aldri og með ólíkan bakgrunn. 6. Hjúkrunarffæði og femínismi: Það eru til ýmsar útgáfur af femínisma. Sumar greinar femínisma finnst mér of öfgafullar, þar sem allt sem neikvætt er í samskiptum fólks, t.d. valdbeiting og drottnun, er karlkennt en allt sem er jákvætt, t.d. umfaðmandi og upp- byggjandi, kvenkennt. Þetta finnst mér vera ofureinföldun. Þetta þýðir að konur, sem ekki eru kærleiksríkar, eru flokkaðar sem „karlkon- ur“, en karlmenn sem ekki sýna „karlrembu" sem „mjúkir karlmenn“. Út frá öðrum hug- tökum, t.d. umhyggju og umhyggjuleysi, er hægt að meta fólk án þess að annað kynið sé notað til þess að auðmýkja hitt (sbr. „karl- kona“). Annars tek ég undir mikilvægi þess að hjálpa fólki að vaxa í stað þess að drottna yfir því. Alhæfingar um kynin tek ég hins vegar ekki undir, til þess hef ég kynnst of mörgum umhyggjusömum karlmönnum og umhyggjusnauðum konum. Ég lýsi ánægju minni með viðtalið við Patriciu Moccia og að fá tækifæri til að bregðast við ýmsu því sem þar kemur fram. Við þurfum að skiptast meira á skoðunum varðandi menntunarmál en verið hefur. Menntamál hjúkrunarfræðinga eiga ekki að vera einkamál okkar sem að hjúkrunarmenntun störfum. Til þess að hjúkrunarnám sé ávallt sem best þurfa sem flestir að leggja sitt af mörkum með mál- efnalegri gagnrýni og vel ígrunduðum tillögum til úrbóta. 41

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.