Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Síða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Síða 15
Tímarit h j úkr u nar fræð i nga 1. tbl. 70. væri hægt að kanna hvort aldur við fyrsta kelerí og fyrstu kynmök haldi áfram að lækka eða verði óbreyttur. Sú spurning vaknar einnig hjá höfundi greinarinnar hvort kynfræðsla þurfi í auknum mæli að snúast um tilfinningalegar og félagslegar hliðar kynferðismála ef tilfinningalegur og félagslegur þroski unglinga þróast ekki samhliða lækkandi meðalaldri við líkamlegan kynþroska. Sú rannsókn, sem hér um ræðir, er takmörkuð að því leyti að hún mælir ekki alla þá huglægu, tilfinningalegu og félagslegu þætti sem skipta máli um það á hvaða aldri viðkomandi á sín fyrstu kynmök. Nægir að nefna öruggari getnaðarvarnir líkt og gerðist með tilkomu getnaðarvarnapillunnar í byrjun sjöunda áratugarins. Samanborið við erlendar kannanir (Spira o.fl., 1992; Leigh o.fl., 1993; Melbye og Biggar, 1992) eru tölurnar um fjölda þeirra sem sýna samkyn- hneigða hegðun mjög áþekkar erlendum tölum um fjölda þeirra sem hafa haft kynmök við sama kyn. Hérlendis líkt og erlendis hafa áherslur í for- varnarstarfi alnæmis beinst að því að ráðleggja fólki að fækka rekkjunautum, forðast skyndikynni og nota smokkinn við kynmök. Allir, þar með talið ungt fólk, hafa verið settir undir sama hatt eins og gengið sé út frá að þeir séu upp til hópa fjöllyndir og gefnir fyrir skyndikynni. Slík afstaða, ef hún byggir ekki á rannsókn, gefur bjagaða og óraunsæja mynd af kynlífi ungs fólks. Samkvæmt tölum um fjölda rekkjunauta virðist fjöllyndi ekki vera „norm- ið“ meðal íslenskra ungmenna. í umræðu um fjöl- lyndi hefur einnig vantað að sameiginlegur skiln- ingur ríki um skilgreiningu hugtaksins. Sé fjöllyndi skilgreint sem það að hafa haft fleiri en 15 rekkju- nauta yfir ævina er einungis lítill hluti ungs fólks fjöllyndur. íslensk ungmenni skera sig ekki úr samanborið við norska jafnaldra sína í sambandi við fjöllyndi sé áðurnefnd skilgreining á hugtakinu höfð til hliðsjónar. Ekki er mikill munur á fjölda íslenskra og norskra ungmenna sem hafa haff fleiri en fimmtán rekkjunauta yfir ævina eða 3,6% á móti 2,9% (Træen og Lewin, 1992). Þegar tekið er mið af framansögðu um fjölda rekkjunauta sést að fjöllyndi er ekki eins algengt og af er látið meðal ungs fólks. Tölurnar benda enn fremur til þess að ráðleggingar um að fækka rekkjunautum gætu frekar höfðað til karla en kvenna fyrst konur hafa yfirleitt færri rekkjunauta en karlar þegar til lengri tíma er litið. Hefur verið reynt að útskýra þennan mun á fjölda rekkjunauta efdr kynjum þannig að karlar bæti við fjölda sinna rekkjunauta en konur gefi ekki upp alla sína rekkjunauta (Smith, 1991). Aðrar skýringar gætu verið þær að karlar hafi í meira mæli en konur fengið kynlífsreynslu sína erlendis eða haldi oftar fram hjá en konur. Þessi munur á fjölda rekkjunauta eftir kynjum vekur engu að síður þá spurningu hvort ástæða sé til að höfða sérstaklega til karlmanna í forvarnarstarfi alnæmis. Rökin fyrir hugsanlegri sérstöðu karla sem markhóps verða líka háværari þegar litið er til þess að þeir sem segjast hafa haft kynmök við einstakling sem stundar vændi erlendis eru nær undantekning- arlaust karlkyns. Þá benda niðurstöður um fjölda rekkjunauta til að ástæða sé til að kanna nánar þann hóp sem er langskólagenginn með tilliti til kynsjúk- dómasmits vegna þess hversu hátt hlutfall lang- skólagengins fólks hefur haft fleiri en fimmtán rekkjunauta yfir ævina. I makaleit eru stutt kynni eða skyndikynni algeng og þau þurfa í sjálfu sér ekki að vera merki um óábyrga hegðun. Þau kynni, sem standa stutt yfir og leiða ekki til fasts sambands, eru oftast nær hluti af eðlilegri lífsreynslu ungs fólks, að minnsta kosti meðal gagnkynhneigðra, en sambúð eða vígð sambúð samkynhneigðra para er almennt ekki við- urkennd af samfélaginu. Það væri vert að kanna hvort þessi mismunandi viðhorf hafi áhrif á sam- bandsmynstur og sambúðarform meðal samkyn- hneigðra. Skyndikynni eru stundum nefnd sem óbeinn áhættuþáttur hvað varðar útbreiðslu kyn- sjúkdóma vegna þess að rekkjunautarnir þekkja lítið hvor til annars. Það að „þekkja einhvern“ er þó auðvitað engin trygging fyrir því að viðkomandi sé ekki smitaður af kynsjúkdómi nema að beinlínis sé tekin kynlífssaga af væntanlegum rekkjunaut. I spennu og rómantík nýrra kynna setjast fæstir niður með sínum tilvonandi rekkjunaut og spyrja hann eða hana spjörunum úr í sambandi við fyrri kyn- lífsreynslu og áhættu í því sambandi. Ungu fólki hefur verið gefið í skyn að trygging sé fólgin í því að þekkja einhvern en samtímis hefur ekki verið skilgreint hvenær maður þekkir einhvern nægilega vel til að vera viss um að smitast ekki af kynsjúk- dómi við náin kynni. í okkar fámenna samfélagi, 15

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.