Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 33
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 Þorgerður Ragnarsdóttir Breytt menntastefna - „námsskrárbylting" Viðtal við Patriciu Moccia, framkvæmdastjóra og varaformann National League for Nursing Þegar námsbraut í hjúkrunarfrœði hélt upp á tuttugu ára afmœli sitt 20. nóvember síðast liðinn voru margir merkir gestir við- staddir. Fáir munu samt hafa komið jafnlangt að eins og Patricia Moccia, varaformaður NLN í Bandaríkjunum. Eftir að hafa haldið fyrirlestur í Háskólabíó fyrir afmœlisgesti og borðað stað- góðan íslenskan fiskrétt kom hún sér fyrir með rjúkandi kaffibolla í Norrœna húsinu, tilbúin að segja svolítið frá starfi sínu og hug- myndum. Patricia Moccia: Lauk B.S. prófi í hjúkrunar- fræði 1970 frá NY Univ., M.A. prófi í hjúkrunarkennslu á sviði heilsugæslu 1975 og doktorsprófi frá sama skóla 1980 með verkefni um sam- band hugmyndafræði og starfs. Hefur starfað sem heilsugæslu- hjúkrunarfræðingur, hjúkrunar- kennari við marga skóla í NY og Columbiaháskóla í Banda- ríkjunum. Leiðbeinandi dr. Kristínar Björnsdóttur fyrir doktorsritgerð hennar. Bakgrunnur Patricia Moccia er fædd og uppalin í New York borg. Hún er af '68 kynslóðinni og segir að eins og hjá öðrum ungmennum á sjöunda áratugnum hafi vaknað hjá sér mikill áhugi á réttindabaráttu minnihlutahópa. „Mamma hafði áhyggjur af mér því að ég tók þátt í alls kyns mótmælagöngum og fundum þar sem stundum sló í brýnu milli andstæðra fýlkinga. Hún lagði til að ég virkjaði fremur áhuga minn með því að afla mér menntunar til að starfa að almannaheill, velja mér starfssvið þar sem ég gæti haft áhrif á samfélagið. Eg held að það hafi beint mér inn á hjúkrunar- brautina.“ Patricia hefur fjölbreyttan náms- og starfsferil að baki sem smám saman leiddi til þess að hún tók við því starfi sem hún gegnir nú. „Alveg frá því ég var í grunnnámi í hjúkrun hefur mér fundist að hjúkrunarfræðingar eigi að vinna þar sem fólkið er. Þeir eiga ekki að vera innilokaðar í einhverjum heilbrigðismusterum. Þeir eiga að fara og leita uppi hvar er þörf fyrir þá. Þess vegna byrjaði ég að starfa við heilsugæslu. Þetta vatt síðan upp á sig. Ég byrjaði að halda fræðsluerindi og vinna fræðsluefni fyrir samstarfs- fólk mitt og skjólstæðinga. Svo fannst mér það of þröngur hópur. Mig langaði að ná til fleira fólks með hugmyndir mínar og fannst ég fá tækifæri til þess með því að gerast kennari. Enn vildi ég breikka áheyrendahópinn og gafst tækifæri til þess 33 •SY \ |

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.