Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Síða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Síða 46
Þankastrik 46 RáSgert er að Þankastrik verði fastur dálkur í blaðinu og að höfundur hvers pistils stingi upp á þeim nasta. / Þankastriki gefit hjúkrunarfrœðingum feeri á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlamir geta jjallað um ákveðin málefhi, sógur af kynnum við sjúklinga eða starfi- fólk, eitthvað sem hefur orðið höfimdum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist statfinu og hugmyndafrœði þess. í síðasta blaði reið dr. Kristín Bjömsdóttir á vaðið. Hún var beðin um að stinga upp á nxsta höfundi sem tók áskoruninni vel og deilir nú með okkur sínum hjartans vangaveltum. Næsti kafli Hildur Helgadóttir i fyrsta þankastriki hins nýja Tímarits hjúkrunarfræðinga, sem leit dagsins ljós seint á nýliðnu ári, gerir Kristín Björnsdóttir frásagnarhefð í hjúkrun að umræðuefni sínu. Þetta umræðuefni er þess- um þankastrikshöfundi einnig kært, ekki síst út frá kennslufræðilegu sjónarmiði. Þó er alls ekki meiningin að fjalla um það efni hér, heldur miklu fremur að taka undir með Kristínu og hnykkja á með því að fullyrða að frásagnir reyndra hjúkrunarfræðinga af atburðum sem standa upp úr fyrir einhverjar sakir, er eitt besta kennslutæki sem völ er á. Þegar svo Kristín kastaði boltanum til mín að rita spök orð kom ýmislegt upp í hugann. Fyrst af öllu merkisdagurinn 15. janúar 1994 þegar íslenskir hjúkrunarfræðingar sameinuðust ( eitt stórt og öflugt stéttarfélag. Stemmningin, sem skapaðist þann dag, var mögnuð og öllum þeim er hrifust með tilefni til bjartsýni og jafnframt góður grunnur að sterkri stéttarvitund hjúkrunarfræð- inga. Flin feikilanga kóngalína, sem myndaðist á Hótel íslandi um kvöldið og liðaðist um alla sali með nýkjörinn formann í broddi fylkingar, gaf fyrirheit um ... ja, hvaðeina gott sem við væntum af nýju félagi. En það er ekki bara nýja félagið og húllumhæið í kringum það, sem gefur tilefni til bjartsýni þessa dagana. Þrátt fyrir vaxandi fjársvelti í heilbrigðiskerfmu, sem ekkert lát virðist á, er hjúkrun- arstéttin í sókn. Faglegur metnaður hefur sjaldan verið meiri. Alls staðar eru hjúkrunarfræðingar að leita nýrra leiða til að veita betri þjónustu á sem hagkvæmastan hátt, ávallt með velferð skjól- stæðinganna í huga. Hjúkrunarnemar skynja þennan kraft, sogast með, verða kröfuharðari á læri- feður sína og á sjálfa sig og öðlast þannig sjálfstraust og djúpstæða virðingu fyrir hjúkrunarstarfinu í öllum sínum margbreytileika. Það er ekki vafi í mínum huga á, að tilkoma fjöldatakmarkana í námsbraut í hjúkrunarfræði á eftir að skila enn frekari árangri í þessa átt og vera til heilla. Það er næsta víst að komandi tímar verða að mörgu Ieyti erfiðir en jafnframt spennandi og hlaðnir ögrandi verkefnum. Nú þurfum við að skoða þætti sem hafa ekki verið mjög aðkallandi hingað til. Þá á ég við að skoða þætti eins og hvort hjúkrunarleyfi eigi að gilda ævilangt eða hvort eigi að gera ákveðnar kröfur um símenntun, verkefnaumsjón, rannsóknarvinnu eða aðrar þær mæli- stikur sem við kjósum að leggja við þróun í starfi. Einnig má nefna kröfur um færni hjúkrunar- fræðinga til að sinna verkefnum á borð við eftirlit með sjúklingum í öndunarvél, uppsetningu stuttra æðaleggja, blöndun og gjöf krabbameinslyfja, gifsun, hjartarafsjáreftirlit o.s.frv. eftir viður- kenndum gæðastöðlum áður en hjúkrunarstjórn viðkomandi stofnunar tekur að sér að bera loka- ábyrgð á störfum viðkomandi hjúkrunarfræðings. Þegar maður er glaður og ánægður þá á að njóta þess. En varast ber að njóta of lengi heldur halda vöku sinni og spyrja sífellt: „Hvað getum við gert betur og hvernig eigum við að fara að því?“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.