Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Page 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Page 23
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. drg. 1994 Tafla 4. Fylgni (r) ýmissa þátta Heildar- þekking Almenn þekking á verkjum Þekking á verkjalyfjum Þekking á kostum reglulegrar verkjalyfjagjafar Aldur -0,34* -0,19* -0,35* -0,19* Starfsaldur -0,30* -0,15* -0,31* -0,18* Fjöldi sjúkl. hjúkr.0,34* 0,17* 0,37* 0,18* * p < 0,0001 F-próf leiddu í ljós marktækan mun (p=0,0001) á heildarþekkingu og þekkingu á klín- ískri notkun verkjalyfja einstakra hópa hjúkrunar- fræðinga eftir aldri, árafjölda í starfi og fjölda sjúkl- inga sem þeir höfðu hjúkrað (p=0,0001) síðastliðið ár. Jafnframt var marktækur munur (p=0,0001) milli hópa eftir því hversu mikla fræðslu í verkja- meðferð í klukkustundum svarendur höfðu fengið sl. 3 ár. F-próf leiddu enn fremur í ljós að þeir hjúkrunarfræðingar, sem sögðust myndu sækja fræðslu um verki og verkjameðferð, höfðu yfir að ráða marktækt meiri heildarþekkingu og þekkingu á klínískri notkun verkjalyfja (p=0,0001) en þeir sem sögðust ekki myndu sækja fræðslu eða svöruðu „veit ekki“. Tafla 5 sýnir samanburð á svarendum eftir bú- setu/starfsvettvangi. Fljúkrunarfræðingar, sem starfa á höfuðborgarsvæðinu, reyndust yngri (p=0,01) og höfðu marktækt skemmri starfsaldur (p=0,003). Þeir reyndust hafa yfir ívið meiri þekkingu að ráða, sérstaklega hvað varðar almenna þekkingu á verkj- um, en um marktækan mun reyndist ekki vera að ræða. Ekki reyndist heldur marktækur munur á milli hópanna hvað varðaði fjölda sjúklinga með krabbamein sem hjúkrunarfræðingarnir höfðu hjúkrað sl. ár. Tafla 5. Samanburður á hjúkrunarfræðingum eftir búsetu/starfsvettvangi Hjúkrunarfr. Hjúkmnarfr. í Reykjavík utan R.víkur Markt. M SD M SD t-gildi (df) P Aldur 38,8 9,1 41,4 9,5 -2,52 (454) 0,01 Starfsaldur 13,4 8,1 16,3 9,3 -3,03 (447) 0,00 Heildarþekking 19,2 5,0 18,3 5,4 1,59 (469) 0,11 -almenn 6,1 1,3 5,8 1,5 2,16 (469) 0,03 -verkjalyf 6,2 3,0 6,0 2,7 0,69 (469) 0,49 -verkjameðferð 6,0 2,1 5,7 2,5 1,19 (469) 0,23 Fjöldi sjúklinga m. krabbamein hjúkrað 1,9 0,9 1,8 0,6 0,50 (449) 0,62 M=Meðaltal S D=S taðal frávi k Umfjöllun um niðurstöður Niðurstöður könnunarinnar varpa ljósi á íslenskar aðstæður varðandi þekkingu hjúkrunarfræðinga á títtnefndum sviðum. Gera má ráð fyrir að niður- stöður hafi talsvert alhæfingargildi vegna stærðar og tegundar úrtaks og þess hversu hátt svarhlutfall var. Þó kann ákveðin valhneigð (selection bias) að vera til staðar, þ.e. að svarendur séu þeir af mögulegum þátttakendum sem búi yfir mestri þekkingu á þeim sviðum sem rannsóknin nær til. Þess má geta að nokkrum mánuðum áður en rannsóknin fór fram var gert átak í meðferð verkja á Borgarspítalanum og einn mánuður tileinkaður verkjameðferð. í tengslum við það átak var haldin námsstefna íyrir heilbrigðisstarfsmenn þar sem hjúkrunarfræðingurinn Margo McCaffery hélt fyr- irlestra um verki og verkjameðferð. A sama tímabili var einnig mikil umræða í gangi á Landspítala um meðferð sjúklinga með krabbamein. í hnotskurn er útkoma þessarar könnunar sú að íslenska hjúkrunarfræðinga skortir líkt og er- lenda hjúkrunarfræðinga grundvallarþekkingu á verkjum og verkjameðferð með morfínskyldum lyfjum. Verður það að teljast nokkuð alvarlegt að aðstæður séu þannig nú rúmlega 20 árum eftir að tímamótagrein þeirra Marks & Sachar (1973) birtist, en þar var bent afdráttarlaust á þekkingar- skort heilbrigðisstarfsmanna og áhrif þess á verkja- meðferð sjúklinga. Innan þátttakendahópsins má þó finna hjúkrunarfræðinga sem hafa yfir að ráða staðgóðri þekkingu og ættu þeir að geta miðlað þeirri þekkingu til kollega sinna. Af niðurstöðum má ráða að þeir þættir, sem einkenna hjúkrunarfræðinga sem ráða yfir meiri þekkingu varðandi verki af völdum krabbameins og meðferð þeirra, eru að þeir eru yngri, hafa verið skemur í starfi, hafa fengið meiri fræðslu um verkjameðferð og hafa hjúkrað fleiri sjúklingum með krabbamein. Því má e.t.v. segja að þekkingin sé til staðar þar sem hennar er mest þörf. Rétt eins og meðal erlendra hjúkrunarfræðinga var þekking á klínískri notkun verkjalyfja lökust (Vortherms, Ryan & Ward, 1992; McCaffery, Ferrell, O'Neil- Page, Lester & Ferrell, 1990). Þegar svör við einstökum spurningum eru skoðuð er ýmislegt sem kemur á óvart og vekur jafnvel ugg. Sem dæmi má nefna að einungis tæp- 23

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.