Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 með stjórnunarstörfum við háskóla sem ég vann við. Síðast fékk ég þessa vinnu hjá Bandaríska hjúkrunarsambandinu (National League for Nursing) sem gefur út blöð og bækur, framleiðir sjónvarpsefni og setur viðmið (standards) fyrir hjúkrunarkennslu um öll Bandaríkin og hefur eftirlit með því að hjúkrunarnám í mismunandi skólum standist þau. Hjá Bandaríska hjúkrunarsambandinu, sem á 100 ára afmæli um þessar mundir, starfa um 130 manns undir minni stjórn. Það var ekki takmark hjá mér að fá þetta starf en það er samt sem áður draumastarf. Innan vébanda NLN get ég komið hug- myndum mínum um ný viðmið í námi hjúkrunarfræðinga á framfæri. Eg lít á það sem forréttindi að eiga möguleika á að hafa áhrif. Það er dásamlegt að eiga kost á því að tala við hjúkrunarfræðinga um öll Bandaríkin og um allan heim og heyra viðhorf þeirra.“ Patricia Moccia: Hefur birt fjölda greina, tekið þátt í gerð myndbanda um hjúkrun og ritstýrt bókum, núna síðast ásamt Margaretha Styles, formanni ANA, bók- inni „On nursing“, um bók- menntir hjúkrunarfræðinga. Tveir íslenskir hjúkrunarfræð- ingar eiga þætti í bókinni, Regína Stefnisdóttir og Ný viðmið Patricia segir að í hjúkrunarnámi í Bandaríkjunum sé nú lögð höfuðáhersla á að taka kröfur almennings inn í myndina. Það er verið að reyna að draga fram hvaða þörf almenningur telur sig hafa fyrir heilbrigðisþjónustu þannig að hjúkrunarnámið taki meira mið af því heldur en þörfum hinna ýmsu stofnana sem hjúkrunarfræð- ingar starfa við. „Það eiga sér nú stað miklar breytingar á menntun hjúkrunarfræðinga í Banda- ríkjunum. Menntastefnan er að breytast. Þetta er kallað námsskrárbyltingin (curric- 34 ulum revolution). Aður voru fyrir fram ákveðin markmið í öllum fögum. Þeir sem aðhyllast nýjar hugmyndir telja að þessi fyrir fram ákveðnu markmið byggist á stig- skiptu valdi og drottnun kennaranna. Nú er stefnan að setja ekki slík markmið ein- hliða í byrjun. Nemendurnir eiga að vera virkir þátttakendur í mótun markmiðanna og samband kennara og nemenda á að vera á grundvelli jafnréttis þar sem hug- myndir nemendanna um það hvað þeir vilja fá út úr náminu eru jafnmikilvægar og það sem kennaranum finnst mikilvægast að nemandinn tileinki sér undir hand- leiðslu hans. Það verður að taka tillit til reynslu nemendanna þannig að hún spinn- ist inn í námsferli þeirra. Þessar hugmyndir eiga að vísa til og leggja grunninn að því hvernig verðandi hjúkrunarfræðingar nálgast skjólstæðinga sína í framtíðinni. Þannig á sambandið milli nemandans og kennarans að vera fyrirmynd að sambandi hjúkrunarfræðingsins og skjólstæðings hans í framtíðinni. í ljósi þessara hugmynda verður námsferlið mikilvægara en ákveðin útkoma. Liður í þessu er að færa háskólann meira út í þjóðfélagið þannig að nemandinn sé undir handleiðslu við ýmis störf, t.d. í grunnskólum, í verslunarmiðstöðvum og á götuhornum. Hjúkrunarfræðingar hafa til dæmis boðið fólki upp á aðstoð við slök- un, blóðþrýstingsmælingar o.s.frv. Carol Lindemann, forseti Bandaríska hjúkrunar- sambandsins, hefur beitt sér fyrir herferð til að opna augu fólks fyrir þessum mögu- leikum og hugsjón hennar er að hjúkrunarskólar framtíðarinnar opnist meira út í samfélagið á þennan hátt. Fyrir nokkrum árum ríkti mannekla í störfum hjúkrunarfræðinga. Núna er öld- in önnur. Skýringa má leita í efnahagskerfmu. Útþensla sjúkrastofnana hafði verið of mikil og of hröð. Þegar alltof dýrt og erfitt reyndist að reka slíkar stofnanir var mörgum deildum lokað og þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum minnkaði Steinunn Eyjólfsdóttir. ►

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.