Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Page 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Page 14
Tímarit hj úkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 ar smokksins við kynmök í hjónabandi eða fastri sambúð, við kynmök á föstu og við kynmök í skyndikynnum. Fast samband var skilgreint sem: „hafa kynmök reglulega við einstakling sem þú býrð ekki með“.) Þá sést að tæplega 10% karla og 7% kvenna nota smokkinn alltaf eða oftast við kynmök í skyndikynnum síðastliðna tólf mánuði. Ekki er marktækur munur á smokkanotkun við kynmök í skyndikynnum meðal þeirra sem hafa farið í mót- efnamælingu og meðal þeirra sem hafa ekki farið í slíka mælingu. Þeir sem hafa breytt hegðun sinni vegna alnæmis nota oftar smokkinn við kynmök í skyndikynnum en þeir sem telja sig ekki þurfa að breyta hegðun sinni vegna alnæmis og mælist þessi munur marktækur (p<0,001). 14 Vidhorf til smokksins Þátttakendur voru spurðir um hversu öfluga vörn þeir telja smokkinn vera gegn alnæmissmiti. Meirihluti fólks eða 93,7% karla og 95,0% kvenna eru sammála um að slíkar verjur séu öflug vörn gegn alnæmissmiti. Tengsl mælast milli aldurs og þess að vera sammála um gildi smokksins sem varnar gegn alnæmi (p<0,01). Hæsta hlutfall þeirra sem eru sammála um gildi smokltins sem varnar gegn alnæmissmiti er að finna meðal ungs fólks 25- 29 ára (98,1%), einhleypra (97,3%), fráskilinna (94,9%) og meðal þeirra sem sýna samkynhneigða hegðun (100%). Fleiri karlar (63,1%) en konur (40,4%) telja sig vera sammála þeirri fullyrðingu að smokkurinn spilli kynlífsánægjunni og er munurinn marktækur (p<0,001). Með hækkandi aldri fjölgar þeim sem eru á þessari skoðun. Fleiri meðal fráskilinna (55,3%) og fólks sem er í föstu sambandi (60,5%) en meðal einhleypra (41,5%) eru sammála því að smokkar trufli kyn- lífsánægjuna. Talsvert fleiri karlar (36,0%) en konur (25,0%) eru sammála því að óþægilegt sé að biðja afgreiðslu- fólk um að selja sér smokka og er munurinn mark- tækur (p<0,001). Um 30% allra sem svara eru sam- mála þessari fullyrðingu og ekki mælist marktækur munur á afstöðu fólks hvað varðar aldur, hjúskap- arstöðu eða lengd skólagöngu. Athyglisvert er að einungis 7,1% alls úrtaks er sammála þeirri fullyrðingu að erfitt sé að tala við rekkjunaut um notkun smokksins. Færri konur en karlar, 5,5% á móti 9%, eru sammála fullyrðing- unni (p<0,05). Hátt hlutfall fráskilinna er hins vegar sammála þessari fullyrðingu eða 21,1% (p<0,001). Umfjöllun Fræðsla um kynferðismál, þar með taldar kynsjúk- dómavarnir, er í verkahring heilbrigðis- og uppeld- isstétta (Lög nr. 25/1975; Menntamálaráðuneytið, 1989). Til að hægt sé að vinna að bættri kynfræðslu er nauðsynlegt að gerðar séu íslenskar kannanir sem þessar til að bæta þekkingu áðurnefndra starfsstétta á kynhegðun, viðhorfum og þekkingu í kynferðis- málum. Þessi rannsókn er skref í þá átt og benda niðurstöður þær, sem hér hafa komið fram, til að ástæða sé til að endurskoða áherslur í fræðslu og forvörnum sem ætlað er draga úr útbreiðslu alnæm- is og annarra kynsjúkdóma. Samanborið við norskar, franskar og bandarísk- ar kannanir er meðalaldur íyrstu kynmaka meðal íslenskra ungmenna rúmlega tveimur árum lægri en meðal ungs fólks í Noregi og einnig lægri en meðal franskra og bandarískra ungmenna (Træen, 1990; Spira o.fl., 1992; Ehrhardt, 1992). Samanborið við áðurnefndar kannanir um fjölda þeirra sem hafa reynslu af kynmökum virðast íslensku og dönsku tölurnar vera sambærilegar en fleiri íslensk ung- menni hafa reynslu af kynmökum en ungt fólk á svipuðum aldri í Noregi og Kanada. Upplýsingar um þennan mun á meðalaldri fyrstu kynmaka og hlutfallslegan fjölda, sem hefur reynslu af kynmök- um meðal ungmenna í ólíkum samfélögum, geta m.a. haft þýðingu fyrir gerð námsefnis í kynfræðslu en úrbætur í kynfræðslu grunnskólamema hérlendis eru byggðar á bandarfsku námsefni (Þorvaldur Örn Árnason, 1990; Stefán Bergmann, 1993). I nýlegri samantekt Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar á 35 rannsóknum um áhrif kynfræðslu á kynhegðun unglinga kemur fram að niðurstöður bendi til að almenn kynfræðsla skili mestum árangri ef hún fer fram áður en unglingar byrja að hafa kynmök (WHO Press, 1993; Aggleton, Baldo og Slutkin 1993). Með áframhaldandi rannsóknum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.