Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Qupperneq 28
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. drg. 1994
28
Gögnum var safnað 1991. Kostur gefst á að bera
niðurstöður saman við aðrar íslenskar rannsóknir
með því að endurtaka hér spurningar úr þeim og
skoða breytingar sem orðið hafa á ákveðnu tímabili.
Vísað er til fyrri greina um þessa rannsókn
varðandi ítarlegri upplýsingar um lýðfræðilegar
breytur og starfsskipulag (Ásta Thoroddsen, Jóna
Siggeirsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir, 1992;
Ragnheiður Haraldsdóttir, Ásta Thoroddsen, Jóna
Siggeirsdóttir, 1992).
Markmið þessa hluta rannsóknarinnar voru:
1. Kanna hvaða þættir vega þyngst við mælingar
á starfsánægju íslenskra hjúkrunarfræðinga.
2. Athuga samspil starfsánægju og starfsaldurs,
aldurs, menntunar, starfsvettvangs og stöðu-
heita.
3. Varpa ljósi á tengsl starfsánægju og festu og
mannaskipta í hjúkrun.
4. Kanna fylgni starfsánægju og ýmissa þátta á
starfsvettvangi hj úkrunarfræðinga.
5. Bera saman starfsánægju íslenskra hjúkrunar-
fræðinga og kollega þeirra erlendis.
Aðferð og framkvæmd
Þýði rannsóknarinnar var allir íslenskir hjúkrunar-
fræðingar sem höfðu hjúkrunarleyfi og voru félags-
menn í Hjúkrunarfélagi Islands eða Félagi háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga (alls 2319 hjúkrun-
arfræðingar). Urtak 1100 hjúkrunarfræðinga úr
báðum félögum var valið af handahófi með hjálp
tilviljunartöflu. Endanlegt úrtak 935 einstaklinga
var notað þar sem margir voru búsettir erlendis,
brottfluttir eða ekki tókst að ná sambandi við af
öðrum ástæðum. Þetta var lýsandi könnun með
þverskurðar- og fylgnisniði.
Notaður var spurningarlisti með leyfi höfunda,
sem að stærstum hluta er þýðing á Mueller
McCloskey Satisfaction Scale (MMSS) (Mueller og
McCloskey, 1990). Listinn var þýddur og staðfærð-
ur. Undirflokkar MMSS mælitækisins eru: Laun og
hlunnindi: ánægja með ytri umbunarþætti eins og
laun, orlof og ýmis hlunnindi; Vinnutími: Ánægja
með þætti eins og sveigjanleika í vinnuskýrslu,
tækifæri til að vinna reglubundinn vinnutíma,
fjölda fríhelga í mánuði og sveigjanleika þeirra,
launaálag vegna vakta; Fjölskylda/vinna: ánægja
með þætti eins og möguleika á hlutastarfi, barns-
burðarleyfi, dagvistun barna; Samstarfsmenn:
ánægja með þætti eins og samstarf við hjúkrun-
arfræðinga og lækna; Samskipti: ánægja með þætti
eins og skipulagsform hjúkrunar sem notað er á
vinnustað, tækifæri til persónulegra samskipta við
samstarfsfólk í vinnu, eftir vinnu og faglegra sam-
skipta til aðrar starfsstéttir; Fagleg tækifæri: ánægja
með þætti eins og að hafa áhrif á menntun hjúkr-
unarfræðinga, taka þátt í nefndastörfum á vinnu-
stað, hjúkrunarrannsóknum og greinaskrifum um
hjúkrunarfræði; Hrós/viðurkenning: ánægja með
þætti eins og næstu yfirmenn, viðurkenningu frá
yfirmönnum, samstarfsfólki, hvatningu og jákvæða
svörun; Sjálfræði og ábyrgð: ánægja með þætti eins
og að bera ábyrgð, hafa áhrif á aðstæður í starfi og
taka þátt í ákvarðanatöku á stofnuninni (Mueller
og McCloskey, 1990). Þetta er 5-punkta Likert-
skali og er fimm hæsta stig ánægju.
Þáttagreining (Exploratory Factor Analysis) var
notuð til að greina áhrifaþættina. Átta slíkir þættir
(subscales) komu í ljós, en atriðin voru 31. MMSS
hefur verið notað með góðum árangri í Bandaríkj-
unum, bæði til rannsókna og einnig sem mælitæki
til að greina ánægju/óánægju á vinnustöðum. Is-
lenskur sérfræðihópur (panel of experts) yfirfór list-
ann til að tryggja að innihald hans væri í samræmi
við íslenskar aðstæður. Forpróf listans meðal noltk-
urra íslenskra hjúkrunarfræðinga leiddi til smávægi-
legra breytinga. Listinn var þýddur aftur á ensku af
utanaðkomandi aðila til að tryggja réttmæti þýð-
ingarinnar. Reyndist gott samræmi vera þar á milli.
Einnig var bætt við nokkrum spurningum um
starfsánægju úr eldri, íslenskum könnunum.
Við framkvæmd var fylgt Dillmann-aðferð,
Total Design Method (TDM), við framsetningu
listans, útsendingu og ítrekanir (póstkort). Einnig
var þátttaka ítrekuð með símhringingum. Svarhlut-
fall var 66 % eða 620 þátttakendur frá báðum hjúkr-
unarfélögum. Hjá hvoru félagi var hlutfall þeirra sem
fengu listann sendan og svöruðu 73 % frá FHH og
31% frá HFÍ. Meðalaldur þeirra sem svöruðu var
38,4 ár og meðalstarfsaldur í hjúkrun 12,8 ár.
Tæplega 77 % svarenda bjuggu á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu og rúm 22 % úti á landi (tafla 1).