Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Page 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Page 24
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 lega helmingur svarenda vissi að sársaukaþröskuldur sjúklinga með langvarandi verki hefur tilhneigingu til að lækka með tímanum (McCaffery & Thorpe, 1989). Stór hluti svarenda eða 205 hjúkrunarfræð- ingar voru ósammála eða mjög ósammála þeirri fullyrðingu. Slík vanþekking hlýtur að teljast alvar- leg og kann að hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir þá fjölmörgu einstaklinga sem þjást af lang- varandi verkjum af ýmsum toga. Vanmat hjúkrunarfræðinganna á því hlutfalli verkja af völdum krabbameins sem hægt er að stilla með viðeigandi meðferð, hlýtur enn fremur að teljast nokkuð alvarlegt. Einungis rúmlega helming- ur taldi að hægt væri að stilla verki í 80% tilfella eða meira, þrátt fyrir ítrekaða umfjöllun í fagtíma- ritum. Hugsanlegt er að slíkt vanmat leiði til þess að hjúkrunarfræðingum finnist ásættanlegt að draga úr verkjum í stað þess að stilla þá. Nokkur óvissa virtist ríkjandi varðandi klíníska notkun sterkra verkjalyfja, ef marka má fjölda þeirra sem svöruðu „veit ekki“ eða kusu að sleppa spurningum í þessum hluta. Dæmi um slíkt sést 24 glöggt þegar spurt er um tíðni sjálfsvíga með of- skammti verkjalyfja sem ávísað er vegna verkja af völdum krabbameins. Þar er það tæplega helmingur sem kýs að svara „veit ekki“. Sama er uppi á ten- ingnum þegar spurt er um tíðni ávanabinding- ar/fíknar (addiction) við „eðlilega“ notkun sterkra verkjalyfja. Einungis 89 hjúkrunarfræðingar vissu að hættan á ávanabindingu væri afar lág eða minni en 1% (er f raun minni en 0,001% ( Marks & Sachar, 1973; Melzack, 1990), en um þriðjungur svarenda ofmat verulega hættuna. Sú hræðsla við sterk verkjalyf, sem þessi vanþekking endurspeglar, er einnig mjög áberandi meðal leikra og lærðra í Bandaríkjunum (Morgan, 1989). Það kom mjög á óvart að einungis tæplega þriðjungur svarenda vissi að eina aukaverkunin, sem aldrei dregur úr við langvarandi notkun sterkra verkjalyfja, er hægðatregða, en slík vitneskja hlýtur að teljast algjör grundvallarþekking. Annað sem kom á óvart var að nærri 70% svarenda taldi, ranglega, að verkir minnkuðu alltaf ef dregið væri úr þunglyndi eða kvíða (Abu-Saad & Tesler, 1986). Fjöldi þeirra sem vanmat kosti þess að gefa lyf reglulega samanborið við það að gefa lyf eftir þörfum olli nokkurri undrun. Þegar svör við þess- um spurningum eru skoðuð í samhengi virðist þekkingin í sumum tilfellum rista nokkuð grunnt. Ein af þeim ranghugmyndum, sem virðist lífseig hér á landi sem annars staðar, varðar notkun lyfleysu (placebo) við mat á því hvort sjúklingur hafi raunverulega verki. Ríflega 14% eða 71 hjúkr- unarfræðingur töldu að hægt væri að skera úr um verki með þessum hætti. Þótt e.t.v. megi segja að hlutfallið sé ekki hátt er um afar alvarlega vanþekk- ingu að ræða og langt er síðan svörun sjúklinga við lyfleysu var útskýrð með öðrum hætti. Þegar svör við spurningum eru skoðuð í sam- hengi kemur í ljós að ekki er alltaf samræmi milli svara þátttakenda. Til að mynda töldu allflestir að sá sem best gæti metið verki sjúklings væri hann sjálfur, en þó nokkuð færri voru sammála því að verkir væru einstaklingsbundnir og því bæri að trúa mati þess sem verkinn hefur. Einungis rúmlega fjórðungur svarenda var hins vegar ósammála því að sjúklingur, sem hefði hag af verkjum, ýkti þá, en 63,1% (319 hjúkrunarfræðingar) voru ranglega sammála þeirri fullyrðingu. Nokkur hluti svarenda taldi ekki algengustu ástæðu þess að sjúklingur, sem bæði um meiri verkjalyf, hefði aukna verki, heldur að annarra skýringa væri að leita. Svarendur virð- ast sem sagt ekki geta gert upp við sig hvort trúa beri sjúklingum eða ekki. Með því að trúa sjúkl- ingum alltaf, má segja að einhver hætta sé á þvf að einhver fái lyf sem ekki þarfnast þess, en sjúklingar verða a.m.k. ekki fyrir því að verða neitað um verkjalyf þegar þeir eru með verki (McCaffery & Thorpe, 1989). Melzack (1990) telur það fyrirgef- anlegt að sjúklingar fái ekki úrlausn verkja sem ekki er hægt að stilla, en segir ekki hægt að fyrirgefa það að sjúklingar fái ekki lausn þeirra verkja sem hægt er að ráða við. IMotagildi niðurstaðna Niðurstöður þessar eru mikilvægar þar sem þær gefa til kynna hver þekking íslenskra hjúkrunarfræðinga er og hvaða þekkingu er helst ábótavant. Hægt er að styðjast við niðurstöður við gerð fræðsluefnis, sem miðar að úrbótum í verkjameðferð, með áherslu á þá þætti þar sem vanþekkingin er mest, sjúklingum til hagsbóta. Jafnframt ætti að vera hægt að beina fræðsluefni sérstaklega til þeirra hópa sem niðurstöður benda til að þarfnist fræðslunnar mest.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.