Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Side 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Side 16
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 þar sem allir þekkja alla, væri ráðlegra að hvetja til smokkanotkunar við hver einustu ný kynni, burt- séð frá því hvað viðkomandi þekkir rekkjunautinn mikið eða lítið. Þótt reynsla af skyndikynnum sl. þrjá og tólf mánuði sé algengust meðal ungs fólks segir það ekkert til um tíðni skyndikynna. Tölur um fjölda rekkjunauta árið 1991 gefa ekki tilefni til að ætla að ungt fólk stofni til margra skyndikynna. Ef líta má á skyndikynni eða stutt kynni sem eðlilega reynslu í lífi ungs fólks og að þorri einstaklinga á þessum aldri hafi fáa rekkjunauta verður að varast að senda þau skilaboð í fræðslu að allt ungt fólk sé lauslátt og að skyndikynni séu varasöm. Raunhæf- ara væri að leggja áherslu á upplýsingar sem koma því á framfæri að líkur á kynsjúkdómasmiti séu mestar með hverjum nýjum rekkjunaut og hvernig megi draga úr líkum á smiti við þess konar aðstæður. Tölur um kynsjúkdómasmit staðfesta líka að mikilvægt sé að ná til ungs fólks á aldrinum 16- 24 ára með fýrirbyggjandi aðgerðum og fræðslu um alnæmi. 16 Hætta á HlV-smiti er talin aukast við það að fá smitað sæði í munn eða endaþarm við kynmök. Hvað telst áhættusamt atferli í kynlífi er afstætt og fer m.a. eftir hjúskaparstöðu, hvort um er að ræða kynhegðun sem teldist áhætta með nýjum rekkju- naut í skyndikynnum eða kynhegðun sem telst hættulaus með maka í (trúföstu) sambandi. Rann- sóknin sýnir til dæmis að konur eru í yfirgnæfandi meirihluta þegar litið er til fjölda þeirra sem hafa fengið sæði í endaþarm við endaþarmsmök og sem hafa fengið sæði í munn við munnmök. Astæða væri til að athuga hvort ekki sé um að ræða konur í hjúskap eða sambúð sem hafa munn- og enda- þarmsmök sem tilbreytingu í sínu kynlífi frekar en konur sem sýna þessa hegðun við kynmök í skyndi- kynnum. Einnig er ástæða til að kanna með sama hætti karla sem eru móttakandi aðilar við enda- þarmsmök og sem hafa fengið sæði í munn við munnmök. Er það oftar við kynmök í skyndikynn- um en í sambúð tveggja karla? Þar sem smokkurinn er sú vörn, sem ver bæði gegn kynsjúkdómasmiti, þ.m.t. HlV-smid, og ótímabærum getnaði, verður að reyna að gera smokkinn sjálfsagðari í augum ungs fólks. Stórum hluta fólks finnst smokkurinn spilla kynlífsánægj- unni og þyrfti að kanna betur hvort það viðhorf hafi afgerandi áhrif á smokkanotkun. Athyglisvert er að meirihluti karla og kvenna segist vera ósam- mála því að erfitt sé að biðja afgreiðslufólk að selja sér verjur. Flestir eru enn fremur ósammála þeirri fullyrðingu að erfitt sé að ræða við rekkjunautinn um notkun smokksins. Þessar upplýsingar um við- horf fólks til smokksins mætti nota þegar smokkar eru auglýstir og geta þannig átt þátt í að bæta ímynd smokksins sem sjálfsagðs hlutar í kynmök- um, sérstaklega meðal ungs fólks. Niðurstöður um smokkanotkun í skyndikynnum sýna enn fremur að ef til vill þurfi að kynna betur fyrir almenningi þær ástæður sem réttlæta mótefnamælingu gegn al- næmisveirunni. Það eru uppörvandi niðurstöður að verulegur hluti einhleypra, fráskilinna og þeirra sem eru komnir í fast samband hafi tileinkað sér hættu- minna kynlíf eða hyggist gera það. Því er mikilvægt að kanna eftir nokkur ár hvort enn gæti aukinnar ástundunar hættuminna kynlffs meðal áðurnefndra hópa. Sérstakar þakkir fær Karl Sigurðsson hjá Félags- vísindastofnun fyrir aðstoð við tölfræðiúrvinnslu. Enn fremur fá dr. Sölvína Konráðs, sálfræðingur, Sigríður Haraldsdóttir, landfræðingur hjá Landlæknisembættinu, og Jón Hjaltalín, yfirlæknir húð- og kynsjúkdómadeildar, þakkir fyrir veitta aðstoð. Abstract In 1992 the General Directorate of Health and the National Committee on Aids carried out a nation-wide study among 1500 randomly selected Icelanders aged 16-60 years. Responses were obtained from 65.0% (N=975). The main purpose was to map sexual behaviour in order to assess the risk of HlV-infection and other sexually transmitted diseases (STD) and to gather information to achieve better defined strategies regarding prevention efforts. The article describes main results regarding the incidence of sexual behaviour that can directly and indirecdy increase the risk of HIV- infection and what behavioural changes the general population has made to decrease the risk of HlV-transmission. The mean age at the time of first sexual intercourse was 15.3 years for young people in the age group 16-19 years but 18.1 years for people in the oldest age group, showing a difference of nearly three

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.