Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 35
Tímarit hj úkrunarfræðinga 1. tbl. 70. drg. 1994 að sama skapi. Hjúkrunarfræðinga, sem ekki fengu lengur vinnu á sjúkrahúsum, varð að endurmennta í heilsugæslu. Það er líka viss tilhneiging í átt að meiri verkþjálfun en áður var. í raun, ef sag- an er skoðuð, hafa hjúkrunarskólar sveiflast frá því að byggja nær eingöngu á verk- þjálfun nemenda yfir í það að bera ofurtraust til bóklegs náms. Núna er trú manna að bestu þjálfunina sé að finna einhvers staðar þarna mitt á milli. Við sem vinnum við að breyta áherslum í menntun hjúkrunarfræðinga verjum miklu af tíma okkar í að hjálpa kennurum háskólanna að aðlagast breytingunum, hjálpa þeim að fóta sig í kennslu úti í samfélaginu. Það er stefna Carol Lindemann að vera búin að funda með háskólakennurum allra fylkja Bandaríkjanna að hálfu öðru ári liðnu. í hnotskurn er verið að reyna að sjá hvernig æskilegast er að þjálfa nemendur með því að fylgjast með þeim að störfum. Þannig er áhersla lögð á að þjálfa hugs- andi vinnukraft (reflective practitioners) sem getur tekist á við óvæntar uppákomur og mismunandi aðstæður. Þessi áherslubreyting í námi hjúkrunarfræðinga er ekki bundin við það fag. Hana er að finna í öllum starfsmenntunarskólum. Hún kemur þó líklega skýrast fram í hjúkrun, hreint og beint vegna eðlis greinarinnar.“ National League for Nursing (NLN) er eins konar stofnun sem hjúkrunarfræðingar, sam- starfsmenn hjúkrunarfræðinga og áhugamenn um málefni hjúkrunar eiga aðild að. NLN er ætlað að samræma kröfur um hjúkrunarmenntun og þró- un hjúkrunar í öllum Banda- ríkjunum. Staða hjúkrunar í Bandaríkjunum Forsetafrú Bandaríkjanna stjórnar aðgerðum sem eiga að breyta áherslum í heil- brigðiskerfi Bandaríkjanna. Eftir því sem Patricia segir fer ekki á milli mála að áhrifa hennar gæti einnig á hjúkrun vestanhafs. 35 „Hillary Clinton, forsetafrú, er stórkostleg kona og hún hefur haft geysilega mikil áhrif á kvenímyndina í Bandaríkjunum. Fyrir tilstuðlan hennar hafa hjúkrun- arfræðingar verið hafðir með í ráðum við allar stefnumarkandi ákvarðanir varðandi mótun heilbrigðiskerfisins. Hjúkrunarfræðingar eru meira með en nokkru sinni áður. Samt sem áður voru það mikil vonbrigði að sjá þær tillögur sem liggja nú fyrir. Þar eru hjúkrunarfræðingar ekki einu sinni nefndir á nafn sérstaklega. Þeir eru þar flokkaðir með „öðrum starfsmönnum“ (alternative practitioners). Hjúkrunarfræðing- ar óskuðu eftir að fá reglugerð um að tryggingafélögin taki þátt í að greiða fyrir þjónustu hjúkrunarfræðinga. Það hefur ekki gengið eftir. Hins vegar eru þessar til- lögur alls ekki endanlegar og ekki loku fyrir það skotið að við eigum eftir að koma okkur inn með einhverjum hætti. Hins vegar tel ég að hjúkrun standi vel í Bandaríkjunum. Hjúkrunarfræðingar eru betur menntaðir en áður. Það er gróska í hjúkrunarrannsóknum, eins og nýleg hjúkrunarrannsóknastofnun (National Institute of Nursing Research) ber vott um og hjúkrunarfræðingar eru virkir þátttakendur í stjórnmálaumræðu. Ég trúi á mikilvægi fjölbreytni og að í lýðræðisþjóðfélagi skipti máli að það sé hægt að komast inn í háskóla eftir ýmsum leiðum. Með þessari umbyltingu á náms- skránni (curriculum revolution), sem ég minntist á, fáum við menningarlega fjöl- breytni sem var ekki áður til staðar. Af því leiðir að starfsvettvangur hjúkrunarfræð- inga og rannsóknir verða fjölbreyttari. Nú er verið að berjast við að viðhalda þessari fjölbreytni en það er afar erfitt. Áður var bara ein tegund af rannsóknum ráðandi og starfsvettvangurinn var að miklu leyti einskorðaður við heilbrigðisstofnanir. Við höfum færst frá ósveigjanleika í átt að fjölbreytni og sveigjanleika.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.