Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 8
Tímarit hj úkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 skilgreina og rökstyðja hvaða áherslur henta meðal ólíkra aldurshópa í grunn- og framhaldsskólum við námsefnisgerð í kynfræðslu. Á undanförnum árum hafa farið fram kyn- lífskannanir á þekkingu, viðhorfum og hegðun (Knowledge, Attitude and Practice studies - K.A.P. studies) í Evrópu og Bandaríkjunum (Melbye og Biggar, 1992; Leigh, Temple og Trocki, 1993; Træen, 1990). Slíkar kannanir þykja best henta í byrjun forvarnarstarfs til að athuga nauðsynlegar áherslur í fræðslu og greina markhópa með tilliti til fræðsluþarfa. Enn fremur nýtast slíkar kannanir til að greina breytingar á þekkingu, hegðun og viðhorfum meðal almennings ef kannanirnar eru endurteknar með nokkurra ára millibili (WHO Regional Publications Series, No. 36, 1990). Þann- ig má til dæmis greina breytingar á kynlífsviðhorf- um og hvort kynþroskaaldur breytist. Kynþroski hefur færst neðar í aldri um fjóra mánuði á hverjum tíu árum síðastliðin 100 ár („secular trend“) og hefur þessarar þróunar gætt um allan heim (Hertoft, 1987; Money og Ehrhardt, 1982). í rann- 8 sókn á vegum Krabbameinsfélags íslands hefur til dæmis komið fram að meðalaldur fyrstu blæðinga hefur færst neðar í aldri um 3,6 mánuði á hverjum tíu árum síðan í byrjun aldarinnar. Meðalaldur fyrstu blæðinga meðal íslenskra kvenna virðist hafa haldist óbreyttur við 13,5 ára aldur hjá konum sem fæddar eru eftir 1950 (Laufey Tryggvadóttir, Hrafn Tulinius og Marta Kristín Lárusdóttir, 1994). Sam- kvæmt Laufeyju Tryggvadóttur o.fl. (1994) bendir ýmislegt til að þessi þróun stöðvist þegar lífskjör hafi náð ákveðnu marki og hafi þess einnig gætt í öðrum löndum, til dæmis í Noregi og á Englandi. Lesendur eru beðnir að hafa í huga að hugtakið áhættuhegðun er afstæð og verður að skoða tölur, sem eru birtar í greininni um tíðni kynhegðunar, með þeim fyrirvara. Til dæmis skiptir hjúskapar- staða máli í því sambandi. Það sem meðal annars hefur verið talið hafa áhrif á útbreiðslu alnæmis er fjöldi rekkjunauta, aðferðir við kynmök, smit af völdum annarra kyn- sjúkdóma, samfarir án smokks, fjöldi skyndikynna og kynmök við einstaklinga sem sprauta sig með fíkniefnum í æð eða stunda vændi. Hér verður greint frá tíðni þessara áhættuþátta auk þess sem birtar verða tölur um meðalaldur fyrsta kelerís, meðalaldur fyrstu kynmaka, reynslu af kynmökum, tíðni mismunandi kynhneigðar og viðhorf til smokksins en þessir þættir tengjast útbreiðslu sjúk- dómsins með óbeinum hætti. I nýlegum rannsóknum, þar sem bein og óbein áhættuhegðun varðandi kynsjúkdómasmit hefur verið til athugunar, kemur eftirfarandi í ljós. Með lækkandi kynþroskaaldri og tilkomu öruggari getn- aðarvarna má gera ráð fyrir fjölgun ungs fólks sem hefur reynslu af kynmökum. Samtfmis fjölgar þeim árum sem ungt fólk hefur til að leita fyrir sér í nánum kynnum. Meðal kanadískra mennta- og há- skólanema á aldrinum 16-24 ára hafa 74,3% karla og 68,9% kvenna haft kynmök að minnsta kosti einu sinni (MacDonald o.fl., 1990). I Noregi hafa 64% 17-19 ára ungmenna reynslu af kynmökum (Træen, 1990). Dönsk rannsókn sýnir að í aldurs- hópnum 18-19 ára segjast 70% karla og 86% kvenna hafa haft kynmök og þessi tala jókst í 98,5% fyrir bæði kynin eftir þrítugt (Melbye og Biggar, 1992). Því fleiri sem rekkjunautarnir eru því meiri lfkur eru á að kynmök við HlV-smitaðan einstakling eigi sér stað (Rinehart (ritstjóri), 1989). Erlendar rannsóknir á fjölda rekkjunauta sýna að hjá Dön- um er flesta rekkjunauta yfir ævina að finna í ald- urshópnum 30-34 ára meðal karla, eða um átta rekkjunauta að meðaltali, og um sjö að meðaltali meðal kvenna á aldrinum 25-29 ára (Melbye og Biggar, 1992). í bandarískum könnunum er mestan meðalfjölda rekkjunauta frá 18 ára aldri að finna í aldurshópnum 40-49 ára eða um tíu (Smith, 1991). I sömu bandarísku könnunum kemur einnig fram að í aldurshópnum 18-24 ára hafði meirihluti ungs fólks eða 61% einungis einn rekkjunaut undanfarna tólf mánuði (Greeley, Michael og Smith, 1991). Skyndikynni hafa verið skilgreind sem áhættu- hegðun fyrir kynsjúkdómasmit og rökin yfirleitt verið þau að þá þekki viðkomandi lítið til rekkju- nautarins og hans fyrri hegðunar. I norskri rann- sókn fundu Træen og Lewin (1992) að 45% stráka og 25,3% stelpna á aldrinum 17-19 ára höfðu einhvern tímann haft skyndikynni. Kynmök meðal karla hafa verið nefnd sem sér- stök áhættuhegðun í sambandi við HlV-smit. Tölur frá Frakklandi, Norðurlöndunum og Bandaríkjun- um gefa til kynna að 2,0%-6,0% karla hafi haft

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.