Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Blaðsíða 11
Tímarit h j úkr unarfræði nga 1. tbl. 70. árg. 1994 rekkjunauta að meðaltali á ævinni en konur, eða 12 á móti 6. Einnig hafa fleiri karlar en konur haft fleiri en 15 rekkjunauta yfir ævina, 28% á móti 8%, (fylgnistuðull 0,25). Einnig kom fram að hátt hlutfall langskólagengins fólks (9 ára skólaganga eða meira) eða 30,3% hefur haft fleiri en fimmtán rekkjunauta yfir ævina (p<0,001) á móti 14,2- 19,5% þeirra sem hafa styttri skólagöngu að baki. Karlar sem hafa haft kynmök við aðra karla Þátttakendur í könnuninni voru ekki spurðir beint um hvernig þeir skilgreina kynhneigð sína vegna þess að rannsóknarniðurstöður benda til að karlmenn, sem hafa bæði haft kynmök við karla og konur, skilgreina sig frekar sem gagnkynhneigða en sem tvíkynhneigða (Lever, Kanouse, Rogers, Cars- on og Hertz, 1992; Doll, Peterson, White, Johnson og Ward, 1992). Ákveðið var að kanna hlutföll kynhneigðar á þann hátt að spurt var um fjölda rekkjunauta og jafnframt beðið um að tilgreina fjölda karlkyns og kvenkyns rekkjunauta. Þannig reyndist unnt að fá tölur sem sýna hlutföll þeirra sem sýna gagnkynhneigða, samkynhneigða og tví- kynheigða hegðun. Tafla 2a sýnir að 91,4% karla, sem hafa haft kynmök, sýna eingöngu gagnkynhneigða hegðun. Tafla 2a. Hlutfall þeirra sem sýna gagnkynhneigða, samkynhneigða og tvíkynhneigða hegðun eftir kyni og aldri Karlar Konur 16-24 25-34 35-44 45-60 % % ára, % ára, % ára, % ára, % Aldrei haft kynmök 5,0 3,3 13,5 1,3 0,4 0,6 Sýna gagnkynhneigða hegðun 91,4 94,7 85,7 95,5 95,3 97,5 Sýna samkynhneigða hegðun 1,1 0,6 0,8 0,6 0,4 1,2 Sýna tvíkynhneigða hegðun 2,5 1,4 0 2,6 3,8 0,6 Hafa samrekkl sama kyni 3,6 2.0 0.8 3,2 4,2 1,8 Fjöldi 442 513 245 311 236 161 Karlar, sem sýna tvíkynhneigða hegðun, eru 2,5% og 1,1% þeirra sýna eingöngu samkynhneigða hegðun. Samtals hafa því 3,6% karla, sem svara, samrekkt öðrum körlum. Sé litið til hjúskaparstöðu f töflu 2b má sjá að hæsta hlutfall þeirra sem hafa samrekkt sama kyni er að finna meðal fráskilinna. Tafla 2b. Hlutfall þeirra sem sýna gagnkynhneigða, samkynhneigða og tvíkynhneigða hegðun eftir hjúskaparstöðu Giftir/ t' sambúð % I föstu sambandi % Ein- Frá- hleypir skildir % % Ekkjur/ ekklar % Aldrei haft kynmök 0 0 21,0 0 0 Sýna gagnkynhneigða hegðun 98,0 100,0 74,6 86,1 100,0 Sýna samkynhneigða hegðun 0,3 0 2,2 5,6 0 Sýna tvíkynhneigða hegðun 1,7 0 2,2 8,3 0 Hafa samrekkt sama kyni 2,0 0 4,4 13,9 0 Fjöldi 181 651 81 36 4 Vegna þess að mjög lágt hlufall karla í úrtakinu telst sýna samkynhneigða eða tvíkynhneigða hegðun er erfitt að draga miklar ályktanir af svörum þeirra. Til að það væri mögulegt þyrfti að skoða þá hópa sérstaklega. Skyndikynni Mynd 3 sýnir að hlutfall fólks, sem hefur haft skyndikynni undanfarna þrjá eða tólf mánuði, lækkar eftir því sem fólk verður eldra. (Spurning 20: Hversu margra skyndikynna (ef ein- hverra) stofhaðir þú til síðastliðna þrjá mánuði (þar af erlendis) og síðastliðna tólf mánuði (þar af er- lendis)? Skyndikynni voru skilgreind sem: „kynmök við einstakling sem þú ert hvorki með í fóstu sambandi né sambúð. Eftir skyndikynnin takiðþið ekki upp fast samband né sambúð. Þennan einstakling getur þú þekkt vel, kannast við eða þekkt alls ekki neitt (hitt fyrst stuttu fyrir kynmök). “) Aldur svarenda Mynd 3. Hlutfall þeirra sem hafa haft skyndikynni sl. 3 og sl. 12 mánuði, eftir aldri svarenda. Skyndikynni undanfarna þrjá og tólf mánuði eru algengust meðal ungs fólks í tveimur yngstu aldurshópunum. í 16-19 ára aldurshópnum hafa 22,1% haft skyndikynni undanfarna þrjá mánuði en 42,3% undanfarna tólf mánuði. Hafa verður í huga að hlutfall skyndikynna meðal yngsta aldurs- hópsins vegur hér þyngra en hlutfall skyndikynna 11

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.