Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Page 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Page 31
Tímarit hj úkrunarfræðinga 1. tbl. 70. drg. 1994 Tafla 10. Starfsánægja þeirra sem hyggjast hætta að starfa við hjnkrun Hyggjast hætta í hjúkrun Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi Já 3,02 0,50 35 Nei 3,35 0,44 426 Veit ekki 3,09 0,48 145 Heildarmæling 3,26 0,47 606 Ályktanir Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna glöggt að íslenskir hjúkrunarfræðingar eru í heildina nokkuð ánægðir í störfum sínum. Hjúkrunarfræðingum úr FHH fellur þó starfið heldur síður en kollegum þeirra úr HFÍ og gildir það jafnt um óánægju með starfið almennt og þegar spurt er um ánægju með starf. Þó eru hjúkr- unarfræðingar, sem bætt hafa við sig framhaldsnámi á háskólastigi, sáttastir við hjúkrunarstarfið. Mælitækið Mueller McCloskev Satisfaction Scale reyndist vera nothæft fyrir íslenska hjúkrun- arfræðinga og gefur notkun þess tækifæri til sam- anburðar við bandaríska kollega (Mueller og Mc- Closkey, 1990). Þegar á heildina er litið eru íslensk- ir hjúkrunarfræðingar álíka sáttir við störf sín og þeir bandarísku, en töluverður munur kemur í ljós þegar skoðaðir eru einstakir þættir. Þar munar mestu um viðhorf hérlendra til kjara sinna, en óánægja með laun og önnur hlunnindi er mjög al- menn meðal hjúkrunarfræðinga og vegur raunar þyngst þegar spurt er um hvaða starfstengda þætti þátttakendur eru óánægðastir með. Athugun á fylgni starfsánægju og ýmissa þátta leiðir í ljós að hjúkrunarfræðingar meta mikils góð- an stuðning við starfsfólk á vinnustað, góða sam- vinnu starfshópa, stjórnun á deild og upplýsinga- streymi svo nokkur mikilvæg dæmi séu tekin. Þessir þættir, sem hjúkrunarfræðingum finnst skipta veru- legu máli, eru allir hluti af samskiptum á vinnustað og má því oft hafa áhrif á þá með stjórnunarað- gerðum. Þegar litið er til mismunandi starfssviða hjúkr- unar eru þeir sem starfa við stjórnun ánægðastir í starfi, og þegar skoðuð er fylgni milli stöðuheita og starfsánægju reynast hjúkrunarstjórar, verkefnastjór- ar og fræðslustjórar ánægðastir. Athygli vekur að þeir sem starfa við fæðingarhjúkrun eru afar ósáttir við störf sín og kemur sú afstaða einnig í ljós þegar litið er til menntunar og starfsánægju því þeir sem lokið hafa prófi úr Ljósmæðraskóla íslands eru óánægðastir allra íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þegar niðurstöður MMSS-mælitækisins eru bornar saman við starfshlutfall og vinnutíma kemur í ljós að þeir sem eru í fullu starfi í dagvinnu eru ánægðastir. Fram kemur að 35 hjúkrunarfræðingar eru staðráðnir í að hætta að starfa við hjúkrun og eru þeir mjög óánægðir með hjúkrunarstarfið. Litlu ánægðari eru 145 einstaklingar sem eru á báðum áttum um áframhald starfa og veldur sú háa tala áhyggjum. I heildina má segja að mælingar á starfsánægju íslenskra hjúkrunarfræðinga leiði í ljós skýra sam- svörun við niðurstöður svipaðra erlendra kannana °g því gefur rannsóknin gott tækifæri til saman- burðar milli þjóðlanda. Fyrirhugað er að greina frekar ýmsa undirþætti starfsánægju og skoða sérstaklega þá hópa sem óánægðastir eru í störfum. Þá væri forvitnilegt að meta breytingar á starfsánægju á yfirstandandi um- brotatímum í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þessi athugun á starfsánægju er hluti af stærri rannsókn þar sem skoðuð eru m.a. viðhorf til menntunarmála og starfstengdrar streitu og væri fróðlegt að skoða tengsl starfsánægju við þá þætti. Rannsóknin var styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla íslands, Hjúkrunarfélagi íslands og Félagi háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga. Þessi hluti var styrktur af Vinnueftirliti ríkisins í tilefni af vinnu- verndarári. Abstract These are some of the results of a study made on Icelandic nurses and their attitude towards work and education in the year of 1991. The goal of this part of the study was, in the first place, to survey which factors have greatest importance when measuring the Iceland- ic nurses' job satisfaction, secondly, to examine the interaction of job satisfaction and various factors characterizing nurses themseives and their environment, and at last to compare the job satisfaction of Icelandic nurses with that of their colleagues in USA. For col- lection of data the Mueller McCloskey Satisfaction Scale was trans- lated and applied. The results show that Icelandic nurses are rather satisfied with their profession which is comparable with what has been found in American studies. Most satisfied with their jobs are graduated nurses and administrators. Least satisfied, on the other hand, are those who have graduated from the Icelandic midwifery school. 31

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.