Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 31
hjúkrunarfræðingar eru hins tilbúnir til að velta fyrir sér ýmsum flötum á þessu máli og benda má á að félagið hefur m.a. hvatt hjúkrunarfræðinga til að gera samninga um yfirborganir umfram kjarasamninga og hjálpað þeim að verja þau kjör. Stærstu viðsemjendur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru ríkið og Reykjavíkurborg. Félagið gerir einnig nokkra aðra kjarasamninga við einkaaðila og sjálfseignastofnanir sem reknar eru að mestu fyrir fjármagn úr ríkissjóði. Félagið hefur stundum náð fram heldur betri samningum við aðra aðila en rfki og Reykjavíkurborg en sá róður hefur verið heldur þungur. Jafnvel þó sjálfseignastofnanir séu sjálfstæðir lögaðilar og eigi að vera með sjálfstæðan rekstur þá þrýstir ríkið á um að þessar stofnanir geri ekki kjarasamninga við stéttarfélög sem eru betri en sá samningur sem viðkomandi stéttarfélag hefur gert áður við ríkið. Síðan hefur það jafnvel bæst við að félagsmenn hafa verið mjög óánægðir með það að kjarasamningar skuli ekki vera eins á öllum vinnustöðum hjúkrunarfræðinga. Eitt ákvæði í kjarasamningi félagsins má þó segja að sé skref í þá átt að færa launaákvarðanir nær vinnustöðum hjúkrunarfræðinga. Það kveður á um að 30% almennra hjúkrunarfræðinga hafa möguleika á að sækja um sérstakar stöður sem gefa 3-6% hærri laun á grundvelli sérstakrar hæfni eða hæfileika. Hjúkrunarstjórnendur ákveða hvaða hjúkrunar- fræðingar fá þessar stöður en félagið hefur, í samráði við vinnuveitendur, ákveðið og sett niður reglur um forsendur fyrir veitingu á þessum stöðum. Félagið fylgist síðan með því að á hverjum tíma séu allar þessar stöðu setnar. Þetta ákvæði kom inn í kjarasamninga árið 1994 og var hugsað sem möguleiki fyrir hjúkrunarstjómendur til að umbuna góðu starfsfólki innan ramma kjarasamningsins. Þetta hefur reynst mjög vel og félagið hefur áhuga á að halda áfram á þessari braut. Lokaorð I þessu erindi hef ég sett fram ýmsar hugmyndir sem lúta að kjarasamningum og launaákvörðunum hjúkrunarfræðinga ásamt því að lýsa að nokkru aðstæðum hér á landi hvað þetta varðar. í þessum málum er ekki til neinn einn sannleikur. Aðstæður á hverjum stað og á hverri stund hljóta að ráða því hvaða leiðir er skynsamlegast að fara. Það er hins vegar alltaf gagnlegt að vega og meta með opnum huga mismunandi hugmyndir sem settar hafa verið fram um þessi efni. Á þessari ráðstefnu gefst okkur kostur á að hlusta á og ræða um mismunandi sjónarmið og reynslu í kjara- og samningamálum hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum. Það mun án efa hjálpa okkur við að meta reynslu fortíðar og nútíðar til þess að við getum tekið heillarík skref inn í framtíðina og farið þær leiðir sem árangursríkastar eru til að bæta kjör og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.