Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Page 9
Ávörp frá hátíðarfagnaði á Kjarvalsstöðum 6. nóvember 1999
Herdís Sveinsdóttir, for-
maður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga
Heilbrigöisráðherra, Ingibjörg
Pálmadóttir, landlæknir, Siguröur
Guðmundsson, kæru hjúkrunar-
fræöingar og aðrir góðir gestir.
Til hamingju með daginn. Það er
ástæða til að fagna því að nú í nóvember eru áttatíu ár
liðin frá því að sex hjúkrunarkonur stofnuðu Félag íslenskra
hjúkrunarkvenna. Þessar konur voru, eins og tíðkast
meðal frumherja, stórhuga og framsýnar. Frumkvöðull að
stofnun félagsins var Christophine Bjarnhéðinsson en hún
mun hafa verið fyrsta fulllærða hjúkrunarkonan sem réðst
til starfa á íslandi. Hún hóf störf tuttugu og einu ári fyrir
stofnun félagsins eða árið 1898. Það segir okkur að á
hundrað og einu ári hefur lærðum hjúkrunarkonum á
fslandi fjölgað þrjúþúsundfalt. Og dugir þó ekki til í sam-
félagi nútímans.
Menntunarmálin voru eitt veigamesta stefnumál félags-
ins frá upphafi. íslenskar hjúkrunarkonur skyldu hljóta
bestu menntun sem völ var á. Að sjálfsögðu til hagsbóta
fyrir þá sjúklinga sem þeim var falið að annast. Strax var
lagt upp með þriggja ára nám í hjúkrun, tvö ár hér heima
og reyndar átján mánuði í Danmörku. Hjúkrunarkonur,
sem ekki höfðu lokið tilskildu námi, hlutu að öllu jöfnu ekki
inngöngu í félagið. Marla Pétursdóttir greinir frá því í bók
sinni Hjúkrunarsaga að þegar árið 1921 hafi eftirspurn eftir
hjúkrunarkonum verið meiri en framboð. Var því samþykkt
í félaginu að útskrifa svokallaðar héraðshjúkrunarkonur til
bráðabirgða með tveggja ára námi sem Ijúka skyldi hér
heima með fullnaðarprófi. Héraðshjúkrunarkonur höfðu
ekki rétt til að starfa á stærri sjúkrahúsum né til að kenna
hjúkrunarnemum. Þessi tilraun gafst ekki vel. Einungis fáar
hjúkrunarkonur útskrifuðust á þennan hátt og óskuðu
margar eftir að fá að fullnuma sig til að öðlast full réttindi.
Það er og hefur verið afar sterkur þáttur í sjálfsmynd
íslenskra hjúkrunarfræðinga að hljóta bestu menntun.
Kristín Björnsdóttir hefur í doktorsritgerð sinni fært rök
fyrir því að íslenskar hjúkrunarkonur á fyrri hluta aldarinnar
hafi margar hverjar verið sannkallaðar heimskonur. Þær
hlutu tækifæri til að vinna erlendis, fara í námsferðir,
ferðast um önnur lönd og lifðu lífi sem fæstum konum
stóð til boða. Það sem gerði íslensku hjúkrunarkonurnar
að sönnum heimskonum, að mínu mati, var að þær sóttu
stefnur og strauma til annarra þjóða, hlustuðu á reynslu
þeirra með opnum hug og beittu sér svo í þágu skjólstæð-
inga sinna hér heima. Eitt allra merkasta verk íslenskra
hjúkrunarkvenna (og annarra kvenna með þeim) á þessari
öld er stofnun og rekstur Hjúkrunarfélagsins Líknar.
Stjórnun og rekstur Líknar var ávallt í höndum kvenna þó
Ijóst sé að stuðningur áhrifamanna hafi verið nauðsynlegur
fyrir félagið. Markmið Líknar var að veita fátækum ókeypis
hjúkrunarþjónustu heima fyrir og veita sjúklingunum og
fjölskyldum þeirra fræðslu um heilbrigða lifnaðarhætti og
hvernig berjast mætti gegn útbreiðslu sjúkdóma. Ung-
barnaeftirliti og mæðravernd var enn fremur komið á á
vegum félagsins. Þarna var lagður hornsteinn að því
heilsuverndar- og forvarnastarfi sem er ríkjandi í heil-
brigðiskerfinu í dag og kemur fram í stefnu Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar um heilbrigði fyrir alla árið 2100.
Bein tengsl voru á milli Líknar og þeirrar hugmyndafræði
sem ríkjandi var innan Félags íslenskra hjúkrunarkvenna
og sést það best á því að driffjöðrin í stofnun Líknar og
formaður félagsins um árabil var Christophine Bjarn-
héðinsson sem fyrr er getið. Sigríður Eiríksdóttir, sem var
formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna um 36 ára
skeið og helsti frumkvöðull okkar í fag- og félagsmálum,
tók við formennsku í Líkn af Christophine og gegndi þar
formennsku í 26 ár.
í stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar-
og heilbrigðismálum, sem gefin var út árið 1997, kemur
einnig fram að hugmyndafræði forvarna er rík meðal okkar
hjúkrunarfræðinga.
Vöxtur í sjúkraþjónustu er mikill á síðari hluta þessarar
aldar. Landspítalinn hefur vaxið og dafnað, Borgarspítalinn
var stofnaður og fjórðungssjúkrahús á landsbyggðinni.
Hjúkrunarforstjórar hafa alls staðar verið ráðnir að sjúkrahús-
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999
297