Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Side 29
^frí-t'tír {rÁ 'S'SlN-vÁðs tt{vuAnni
sem haldin var í Helsíngfors 21 .-22. október 1999
Samstarf hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) hélt
ráðstefnu í Helsingfors í Finnlandi dagana 21 .-22. október
1999. Á ráðstefnunni var litið fram á veginn og fjallað um
„Heilsu fyrir alla á 21. öld" (HFA 21). Rætt var um hvernig
hjúkrunarfræðingar geti stuðlað að þessu markmiði og
hlutverk þeirra í heilbrigðisáætlun landa sinna. Alls sátu um
60 manns ráðstefnuna. Fulltrúar Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga voru Herdís Sveinsdóttir formaður, Erlín
Óskarsdóttir 1. varaformaður, Aðalbjörg J. Finnbogadóttir,
Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur, landlæknis-
embættinu og dr. Kristín Björnsdóttir, dósent. Fulltrúar
hjúkrunarstúdenta voru Ólöf Ásdís Ólafsdóttir og Halla
Dröfn Þorsteinsdóttir úr námsbraut í hjúkrunarfræði við H.l.
Auk þessara fulltrúa íslands var dr. Auðna Ágústsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri, gestur SSN en Auðna flutti
erindi á ráðstefnunni.
Á ráðstefnunni voru fluttir fyrirlestrar og vinnuhópar störfuðu.
Anita Simoens-Desmet, aðalráðgjafi félagsmála-, heil-
brigðis- og umhverfismálaráðuneytisins í Belgíu, fjallaði um
þýðingu heilbrigðisáætlunarinnar HFA 21 fyrir félög hjúkr-
unarfræðinga á Norðurlöndum og væntingar til innleggs
þeirra eða þátttöku í að framfylgja áætluninni. Jette Soe,
formaður danska hjúkrunarfélagsins og SSN, kynnti
stefnumörkun evrópsku hjúkrunardeildarinnar innan WHO
varðandi HFA 21 áætlunina og síðan kynntu formenn
félaga hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum hvað félögin
legðu áherslu á varðandi heilbrigðisáætlunina hver í sínu
landi. Þá var skoðað hlutverk menntunar hjúkrunarfræð-
inga í tengslum við HFA 21.
Dr. Auðna Ágústsdóttir flutti fyrirlestur um hjúkrun
byggða á rannsóknum (Evidence based nursing) og hvernig
félögin gætu hagnýtt sér og stutt við þá þróun. Erindi Auðnu
hlaut mjög góðan hljómgrunn hjá ráðstefnugestum.
Að lokum var þátttakendum skipt í 6 hópa sem fengu
það verkefni að fjalla um hvaða áhrif HFA 21 áætlunin
hefði á klíníska hjúkrun, hjúkrunarrannsóknir, hjúkrunar-
menntun og heilbrigðisþjónustu og hvernig SSN getur
unnið áfram með niðurstöðurnar.
Hóparnir skiluðu síðan niðurstöðum sem teknar voru
saman í eins konar ályktun ráðstefnunnar. Þessi ályktun
var síðan send stjórn SSN.
Nýtt hlutverk hjúkrunarfræðinga í tengslum við HFA 21
SSN bendir á að hjúkrunarfræðingar gegni afgerandi
hlutverki í heilbrigðisáætluninni HFA 21.
SSN væntir þess að áætlunin styðji við rannsóknir á
heilsueflingu og fyrirbyggjandi aðgerðum.
SSN væntir þess að hjúkrunarfræðingar fái viðhlítandi
menntun á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar til að ná
markmiðum heilbrigðisáætlunarinnar HFA 21.
Heilbrigðisáætlunin HFA 21 leggur sérstaka áherslu á
hlutverk hjúkrunarfræðinga í heilsueflandi og fyrirbyggjandi
aðgerðum. Hjúkrunarfræðingurinn lítur á einstaklinginn
sem hluta af fjölskyldu og samfélagi. Nýtt hlutverk
hjúkrunarfræðingsins gerir ráð fyrir að aukin áhersla sé
lögð á fjölskyldu sjúklingsins og hans nánasta umhverfi
bæði í heilsugæslunni og á sjúkrastofnunum.
í menntun hjúkrunarfræðinga verði lögð áherslu á þá
þekkingu sem hægt er að nota til að leiðbeina sjúklingum
og fjölskylda hans til að koma í veg fyrir ýmiss konar
áhættuhegðun og breyta lífsstíl sínum eftir þörfum til að
bæta heilsuna. Gert er ráð fyrir að hjúkrunarstörf hjúkr-
unarfræðinga grundvallist á þekkingu byggðri á rann-
sóknum.
Heilbrigðisáætlunin HFA 21 gerir ráð fyrir að heilsu-
gæslan þróist frekar. Fleiri hjúkrunarfræðinga þarf að ráða
til heilsugæslunnar þar sem þeir hafa mikilvæga innsýn og
yfirsýn yfir heilbrigðisvandamál þjóðarinnar sem nýtast vel
til að ná fram markmiðum HFA 21 áætlunarinnar.
Aðalbjörg Finnbogadóttir.
Aðalfundur fagdeildar
hjúkrunarfræðinga
Á krA(7bAw.dn5^uíði
Fagdeild hjúkrunarfræðinga á krabbameinssviði minnir á
aðalfund fagdeildarinnar sem verður haldinn 9. febrúar
2000 kl. 20:00 í fundarsal Fíh að Suðurlandsbraut 22.
Venjuleg aðalfundarstörf og stjórnarkjör. Kosinn for-
maður og 3 stjórnarmenn. Sendið tilnefningar til Nönnu
Friðriksdóttur, s. 560 1000/nannafri@rsp.is, eða Birnu
G. Flygenring, s. 525 4984/bgf@hi.is”.
Tímarit hjúkrunarfræðinga
5. tbl. 75. árg. 1999
317