Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 15
mismunandi tíma frá upphafi reykbindindis og mældu einungis hvort þátttakendur voru reyklausir á þeim degi sem mæling var gerð. Flestar þessara rannsókna voru á sjúklingum og áttu upphaf sitt á sjúkrahúsi eða á göngu- deild. Þegar árangur þeirra rannsókna er borinn saman við niðurstöður þessarar rannsóknar er Ijóst að árangur hennar er verulegur. Styrkleikar þeirra meðferðarforma, sem hér eru borin saman, liggja m.a. í því hversu fjölþætt þau eru. Byggt er á þeim þáttum sem mikilvægastir eru taldir í reykleysis- meðferð, þ.e. nikótínlyfjameðferð, heilbrigðisfræðslu, atferlisbreytingu og einstakings- og hópmeðferð, auk þess sem líkamsrækt er bætt við í Meðferð 2. Einnig var tekið mið af einstaklingsbundnum þörfum þátttakenda með því að leggja áherslu á myndun meðferðarsambands ásamt því að virkja eflingarmátt hópa auk þess að veita meðferðina í töluvert langan tíma eða í eitt ár. Með áherslu á myndun meðferðarsambands við þátttakendur og virkjun eflingarmáttar hópa eru viðurkenndar einstaklings- bundnar þarfir fólks við eflingu eigin heilbrigðis. Einnig var nikótínlyfjameðferðin löguð að þörfum hvers og eins. Með því að aðlaga meðferðina einstaklingsbundnum þörfum þátttakenda aukast vonir um betri árangur en það veikir um leið rannsóknina frá strangasta sjónarhorni tilrauna- sniðsins. í þessari rannsókn voru meðferðarleg áhrif og hópeflisáhrif ekki mæld en þau eru verðug rannsóknarefni í framtíðinni. Engu að síður er afar mikilvægt að hjúkrunar- fræðingar starfi á forsendum eigin faggreinar og grundvalli hjúkrunina á mannlegum samskiptum og viðurkenni mis- munandi þarfir einstaklinga en láti ekki staðlaða hegðun eða tæknilegar úrlausnir á flóknum heilsufarsvandamálum ná yfirhöndinni. Aðalveikleiki þessarar rannsóknar er lítill fjöldi þátttak- enda, notkun þægindaúrtaks og ekki nægilega nákvæmar mælingar á líkamsþyngd. Hins vegar hefur Meðferð 2 verið hætt og því er frekari samanburður ómögulegur. Þar sem niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að líkams- rækt samhliða hefðbundinni reykleysismeðferð sé mikil- væg þá munu þátttakendur Meðferðar 1 í framtíðinni verða hvattir á skipulegan hátt til þess að stunda reglulega líkamsrækt á meðan þeir taka þátt í meðferðinni (og að sjálfsögðu eftir að henni lýkur). Þannig er frekari saman- burður á forsendum þessarar rannsóknar úr sögunni en mikilvægt er að halda áfram rannsóknum á gagnsemi fjölmargra þátta reykleysismeðferðar. Það að hætta að reykja og að halda reykbindindi er langt, flókið og krefjandi ferli. Reykingar eru fíkn og til að vinna bug á henni þarf fólk aðstoð og stuðning. Nú orðið er til staðar mikil þekking á því hvernig hægt er að hjálpa fólki til reykleysis. Sú meðferð, sem hér hefur verið fjallað um, er einungis brot af henni. Aðrar áherslur í meðferð geta hentað betur við aðrar aðstæður. Engu að síður á það að vera hjúkrunarfræðingum kappsmál að tileinka sér þessa þekkingu og þróa meðferð sem hentar skjólstæð- ingum þeirra. Þakkir Höfundar vilja þakka Þorsteini Blöndal yfirlækni, Jóni Guð- mundssyni íþróttafræðingi, Arnóri Guðmundssyni félags- fræðingi og Mörtu Jónsdóttur félagsfræðingi fyrir aðstoð og stuðning við framkvæmd þessarar rannsóknar. Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur er einnig þakkaður fjár- hagsstuðningur við gagnaúrvinnslu. SUMMARY Tobacco use is considered the single most preventable cause of premature morbidity and mortality. Nurses are ip a key position to help people to quit smoking. The purpose of this quasi-experimental study was to compare outcomes of two nurse-managed one-year group smok- ing cessation treatments. Treatment 1 (n=34) was provi- ded at a health care center and consisted of nicotine replacement therapy, health education, behavioral modifi- cation and individual and group counseling. In Treatment 2 (n=33), provided in a health club, physical exercise was added to the treatment provided in 1. A non-significant difference in lapse free abstinence time at 1 year was demonstrated between Treatment 1 and Treatment 2. The difference in weight gain between treatment groups was also non-significant. Within treat- ment comparison between abstinent participants and smokers showed that abstinent participants had gained significantly more weight than smokers in Treatment 2, but in Treatment 1 the difference was non-significant. Small sample size and non-random selection of participants detracts from the significance of the findings. The inter- ventions were composed of multiple treatment modalities and were provided over an extensive period of time, both of which are key aspects in successful smoking cessation programs. Heimildir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (31. maí 1999). Alþjóðatóbaksvarnar- dagurinn [Fréttatilkynning]. Genf: Sviss. Heimasíða: http://www.who.int/. Banks, L.J. (1992). Counseling. í G.M. Bulechek og J.C. McCloskey (ritstjórar), Nursing Inten/entions. Essential Treatments (2. útgáfa) (bls. 279-291). W.B. Saunders Comp., Philadelphia. Blöndal, T., Franzon, M., og Westin, A. (1997). A double-blind randomized trial of nicotine nasal spray as an aid in smoking cessation. Europian Respiratory Journat, 70,1585-1590. Blöndal, T., Gudmundsson, L.J., Olafsdottir, i., Gustavsson, G., og Westin, A. (1999). Nicotine nasal spray with nicotine patch for smoking cessation: randomised trial with six year follow up. British Medical Journal, 318, 285-288. Brundtland, G.H. (1999). WHO's Vision for Health. Erindi flutt á ráð- stefnunni „International Council of Nurses Centennial Conference" í London 30. júní. Clark, J.M., Haverty, S., og Kendall, S. (1990). Helping people to stop smoking: A study of the nurse's role. Journal ofAdvanced Nursing, 16, 357-363. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.