Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 12
vegar á aö nikótínlyfjameðferð eigi skilyrðislaust að vera
þáttur í reykleysismeðferð nú um stundir (Griebel, Wewers
og Baker, 1998).
Flestar rannsóknir á meðferð til að hætta reykingum
byggjast á aðferðum sem þróaðar hafa verið af öðrum
faghópum en hjúkrunarfræðingum. Útfærslu á því, hvernig
samskiptum við þátttakendur er háttað, er yfirleitt ekki lýst.
í þeim tveim gerðum meðferðarforma, sem hér er lýst, var
byggt á þekkingu sem fyrir liggur um reykleysismeðferð en
auk þess lögð áhersla á myndun meðferðarsambands við
þátttakendur (Kozier, Erb, Blais og Wilkinson, 1995) og að
hagnýta eflingarmátt samskipta í hópum (Kaas og Richie,
1999). Meðferðarsamband einkennist af vitsmunalegum
og tilfinningalegum tengslum á milli hjúkrunarfræðings og
skjólstæðings þar sem athyglinni er beint að skjólstæð-
ingnum. Forsendur fyrir myndun þessa sambands eru að
hjúkrunarfræðingur og skjólstæðingur treysti, virði og
viðurkenni hvort annað og að hjúkrunarfræðingur ali önn
fyrir, vilji og geti hjálpað. Myndun meðferðarsambands á
þessum forsendum vísar til siðferðilegrar hugsjónar fremur
en að tileinka sér ákveðna hegðun og tækni í samskiptum.
Þessari siðferðilegu hugsjón er ætlað að hvetja til varð-
veislu og verndunar mannlegrar reisnar (Gadow, 1985).
AÐFERÐ
Framkvæmd og úrtak
Með aðlögðuðu tilraunasniði var borinn saman árangur
tveggja meðferðarforma til reykleysis, annars vegar á
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og hins vegar í líkams-
ræktarstöð. Námskeið til að hjálpa fólki að hætta að reykja
voru auglýst á hvorum stað og þátttakendur komu af
frjálsum og fúsum vilja og þeir greiddu fyrir námskeiðin.
Námskeiðið í líkamsræktarstöðinni var dýrara en hið fyrr-
nefnda. Meðferðin, sem stóð í eitt ár, var veitt í 10 hópum;
5 hópar fengu meðferð samkvæmt Meðferð 1 (n=34) og 5
hópar samkvæmt Meðferð 2 (n=33). Engir tveir hópar
byrjuðu samtímis en skörun varð á meðferðartímabilum
þannig að meðferð allra hópanna stóð í 17 mánuði. Fengin
voru leyfi fyrir rannsókninni hjá stjórn og siðanefnd Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur og hjá Tölvunefnd. Rannsóknin
var ekki styrkt af lyfjafyrirtæki eða öðrum hagsmunaaðilum.
Notað var þægindaúrtak kvenna og karla þar sem
þátttakendur komu að eigin frumkvæði. Lýðfræðileg ein-
kenni þeirra voru lík nema hvað varðar kynjaskiptingu en
konur voru fleiri í Meðferð 1 og öfugt í Meðferð 2 (sjá töflu
2). Nikótínfíkn þátttakenda var svipuð í báðum hópum.
Gagnasöfnun
Rannsóknargögnum var safnað í hvert skipti sem hjúkr-
unarfræðingurinn átti samskipti við þátttakendur. Byggt var
á áætlun sem starfsfólk á lungna- og berklavarnadeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur hefur þróað (Blöndal
o.fl., 1999; Blöndal o.fl., 1997). Ýtarlegasta gagnasöfnun
252
Tafla 2
Lýðfræðileg einkenni meðferðarhópa
Breytur Meðferð 1 Hefðbundin meðferð (n=34) Meðferð 2 Hefðbundin með líkamsrækt (n=33)
Kyn [%]* Karlar Konur 38,2 (n=13) 61,8 (n=21) 63,6 (n=21) 36,4 (n=12)
Meðalaldur [árj* Karlar Konur 43,5 (SD=11,9) 44.7 (SD=11,2) 42.8 (SD=12,6) 39,3 (SD=9,0) 39,5 (SD=9,8) 38,7 (SD=7,8)
Meðalgildi á kvarða Fagerström á nikótínfíkn (0-10)* 5,9 (SD=1,8) 5,8 (SD=1,5)
Meðalþyngd * [kg[ 73,6 (SD=13,3) 71,9 (SD=12,4)
* Tölfræðilega ekki marktækt við p=0,05.
var við upphaf og lok meðferðar. Aðalþættir gagnasöfn-
unar voru: líkamlegt ástand, áhugahvöt til að hætta að
reykja, nikótínfíkn samkvæmt kvarða Fagerström
(Heatherton, Kozlowski, Frecker og Fagerstöm, 1991),
reykingavenjur, samstarfsvilji við meðferðaraðila og hópinn,
þyngdarmæling, mæling á kolmónoxíði (CO) og áfengis-
notkun. í hvert skipti var athugað hvort eða hversu lengi
þátttakendur höfðu reykt.
Mat á árangri
Byggt var á tveimur viðmiðum: a) Hvort þátttakendur
hefðu verið algjörlega reyklausir frá upphafsdegi með-
ferðar, þ.e. í eitt ár, eða „lapse free abstinence time“
(LFAT). Ef þátttakendur höfðu reykt, hversu lítið eða
sjaldan sem það var á tímabilinu, tölust þeir reykja. b)
Líkamsþyngd var mæld af meðferðaraðilanum viku fyrir
fyrsta hópfund og af þátttakendum sjálfum heima hjá sér
við lok meðferðar.
Tölfræðiútreikningar
Reiknuð var tíðni lýðfræðilegra breyta og annarra megin-
breyta með kí-kvaðratprófi. Samanburður á reykleysi og
þyngdaraukningu á milli meðferðarhópa í lok meðferðar
var reiknuð með tvíhliða t-prófi. Marktæknimörk voru sett
við p=0,05. Hlutfallslíkur (odds ratio) voru einnig reiknaðar
á mismun á tíðni reykleysis á milli hópa í lok meðferðar.
Meðferð
Meðferð 1 - Hefðbundin meðferð
í hinni hefðbundnu meðferð fólst nikótínlyfjameðferð,
einstaklingsráðgjöf í eitt ár og hópráðgjöf í einn mánuð
með 5 fundum. Viku fyrir reykbindindi fékk hver einstakl-
ingur ýtarlega ráðgjöf og gagnasöfnun hófst. Ráðgjöf í
gegnum síma var veitt í fjögur skipti. Hún var veitt 3 vikum
eftir síðasta hópfund, 6 vikum eftir hann, 3 mánuðum síðar
og 6 mánuðum eftir það (einu ári eftir fyrsta dag reyk-
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000