Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 39
Arnfríður Guðmundsdóttir
guðfræðingur
Hvar er Guð þegar ég fínn til?
Mitt í þjáningunni finnst
okkur svo oft eins og Guð
sé órafjarri eða láti sig
þjáningu okkar engu varða.
„Hvar er Guð þegar ég finn
til?“ hafa svo ótal margir
spurt og spyrja enn. Það
getur verið mjög erfitt fyrir
fólk sem þjáist, líkamlega
eða andlega, að hafa á
tilfinningunni að Guð sé
fjarri. í Davíðssálmum Gamla
eftirfarandi ákall til Guðs í
Drottinn, heyr þú bæn mína og hróp mitt berist til þín.
Byrg eigi auglit þitt fyrir mér, þegar ég er í nauðum
staddur, hneig að mér eyra þitt, þegar ég kalla, flýt þér að
bænheyra mig. (Sl 102.2-3)
Spurningin um hæfileika Guðs til þess að auðsýna
umhyggju og huggun hefur lengi gegnt mikilvægu hlutverki
innan kristinnar hefðar. Guðfræðingar hafa ekki verið á eitt
sáttir um það hvernig raunveruleiki þjáningarinnar komi
heim og saman við boðskapinn um vald Guðs yfir hinu illa.
Fólk hefur spurt af hverju hið illa eigi sér stað, sé Guð
alvaldur. Og þó að hið illa hendi hina illu þá er ósvarað
spurningunni af hverju „gott“ fólk verði einnig fyrir barðinu
á hinu illa. Er það merki um valdaleysi Guðs andspænis
hinu illa, eða jafnvel áhugaleysi Guðs? Lætur almáttugur
Guð sig kannski þjáningu okkar engu varða? Getur
alvaldur Guð ekki sýnt umhyggju eða hluttekningu í mann-
legri þjáningu? Náskyld þessum spurningum er spurningin
um þjáningu Guðs. Getur Guð þjáðst? Ef svarið er nei,
hvað þá með krossinn?
Kross Krists hefur vissulega reynst kristnu fólki erfiður
allt frá fyrstu tíð. Það var erfitt fyrir þau sem höfðu fylgt
Jesú eftir að verða vitni að þjáningu hans og dauða.
Samtímafólk Jesú hafði vænst þess að sjá kraftmikinn
Messías, herkonung, er myndi sigra óvini Gyðinga og
stofna Guðsríki á jörðu. Þjáður Messías var ólíkur vonum
Gyðingaþjóðarinnar um herkonung. Þjónandi konungur
passaði illa við hefðbundnar hugmyndir um hinn valda-
mikla konung. Karlmaðurinn Jesús féll illa að hefðbundn-
um hugmyndum feðraveldisins um karlmenn og karl-
mennsku. Þversögn krossins hefur alltaf verið nátengd
hugmyndinni um hinn þjáða Guð.
Guðfræðingar hafa spurt um hæfileika Guðs til þess að
þjást. Þá hefur einnig verið spurt: Hvaða áhrif hefur það á
skilning okkar á Guði að Kristur hafi þjáðst og dáið á
krossi? Þjáðist Kristur kannski aðeins sem maður? Getur
Guð þjáðst í Kristi á krossinum og samt haldið áfram að
vera Guð?
Þrátt fyrir vitnisburð Biblíunnar um þjáningu og dauða
Krists á krossinum hafa margir kristnir guðfræðingar hikað
við að tala um þjáningu Guðs. Þeir hafa viljað standa vörð
um vald Guðs. Fyrir mörgum guðfræðingum hafa mögu-
leikarnir aðeins verið tveir: Annaðhvort er Guð hátt upp
hafinn yfir alla þjáningu vegna þess að Guð er fullkominn
og alvaldur eða þá að Guð er orðinn að hjálparlausu
fórnarlambi illskunnar. Guðfræði krossins bendir á þriðju
leiðina þar sem Guð, knúinn áfram af kærleika, velur að
ganga inn í þjáninguna og dauðann. Guðfræði krossins
gengur út frá því að aðeins hinn þjáði Guð sé fær um að
elska og flytja von inn í vonlausar aðstæður. Með því að
samsama sig þjáningu þeirra sem þjást gefur Guð von um
umbreytingu þjáningar og dauða fyrir tilstilli upprisunnar. í
samræmi við vitnisburð Biblíunnar um Guð sem gengur
inn í mannleg kjör sér guðfræði krossins viðbrögð Guðs
við þjáningu mannkyns í frásögunni af Jesú Kristi.
Oft hefur verið bent á að í tveimur af höfuðjátningum
kristinnar trúar, Níkeujátningunni og Postullegu trúar-
játningunni, sé ekki talað um neitt annað í lífi Jesú Krists
frá fæðingu og til dauða en pínu hans. Þjáning Krists
gegnir lykilhlutverki í frásögunni af holdtekningu Guðs,
þjáningin er tjáning á ótakmarkaðri samstöðu Guðs með
sköpun sinni. Þetta er í raun kjarni holdtekningarinnar,
fagnaðarboðskapur jólanna: Immanúel, Guð með oss.
Með því að taka á sig fullkomna mennsku, til þess að
verða einn af okkur, Guð með okkur, þá gekk Guð einnig
inn í þjáninguna og dauðann. Að Guð þjáðist er æðsta
túlkun á kærleika Guðs til okkar og gefur okkur von í okkar
eigin þjáningu og dauða. Þetta er einmitt boðskapur föstu-
dagsins langa. En frásagan af dauða Jesú verður aðeins
skilin í Ijósi upprisunnar. Aðeins í birtunni frá tómu gröfinni
sjáum við viðsnúning atburðarásarinnar á Golgata. Hver sá
sem ekki þekkir páskafrásöguna fyllist vonleysi og sann-
færist um merkingarleysi þjáningar og dauða Krists, líkt og
testamentisins lesum við
neyðinni:
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 5. tbl. 76. árg. 2000
279