Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 11
Tafla 1
Einkenni og árangur meðferðarforma til reykleysis sem stýrt var af hjúkrunarfræðingum
Höfundar Rannsóknaaðferð Meðferð Eftirfylgni Þátttakendur Árangur
Clark, Haverty og Kendall, 1990 Tilfellalýsing. Stutt meðferð: Ráðgjöf, heilbrigðisfræðs. eftirfylgni kolmónoxíðmæling, nikótínlyfjam. möguleg Lengd meðf: Ekki getið. 1 ár Líffræðileg mæling. Blandaðir. Aldur: 16-60 ár n=68 byrjun n=42 í lokin 17% reyklausir. 12% minnkuðu reykingar. 31 %> ein tilraun til að hætta. Marktækni ekki getið.
Taylor, Houston-Miller, Killen og DeBusk, 1990 Tilraunasnið: Slembiúrtak með tveimur hópum. Heilbrigðisfræðsla, einstaklingsráðgjöf, slökun, nikótínlyfjam. möguleg Lengd meðf.: 3 skipti og eftirfylgni í 6 mánuði. 1 ár Líffræðileg mæling. Hjartasjúklingar. Aldur: < 70 ár n=173 byrjun n=130 í lokin Tilraunah.: 71% reyklausir. Viðmiðunarh.: 45% reyklausir. Marktækt við p=0,003.
Stanislaw og Wewers, 1994 Tilraunasnið: Slembiúrtak með tveimur hópum. Heilbrigðisfræðsla, einstaklingsráðgjöf, slökun. Lengd meðf.: 3 skipti og eftirfylgni í 5 vikur. 7 vikur Líffræðileg mæling. Skurðsjúklingar. Aldur: > 19 ár n=26 Tilraunah.: 75% reyklausir. Viðmiðunarh.: 43% reyklausir. Marktækt við p=0,10.
Wewers, Jenkins og Mignery, 1997 Framvirk rannsókn, einn hópur, mælingar gerðar fyrir og eftir meðferð. Heilbrigðisfræðsla, einstaklingsráðgjöf, slökun. Lengd meðf.: 3 skipti og eftirfylgni í 5 vikur. 6 vikur Líffræðileg mæling. Sj. með lungna- krabbamein. Aldur: > 19 ár n=15 40% reyklausir. 93% > ein tilraun til að hætta.
Griebel, Wewers og Baker, 1998 Tilraunasnið: Slembiúrtak með tveimur hópum. Stutt meðferð: Heilbrigðisfræðsla, einstaklingsráðgjöf, slökun. Lengd meðf.: 1 skipti og eftirfylgni í 5 vikur. 6 vikur Líffræðileg mæling. Krabbameins- skurðsjúklingar. Aldur: > 19 ár n=36 byrjun n=28 í lokin Tilraunah.: 21% reyklausir. Viðmiðunarh.: 14% reyklausir. Samband ekki marktækt.
reyktu. Marktækur munur reyndist á milli hópanna allra
eða 5,9 kg, 3,04 kg og 1,09 kg. Þyngdaraukningin var
ójöfn á tímabilinu. Þeir sem höfðu ekkert reykt höfðu
þyngst um 5,4 kg fyrstu 6 mánuðina en um 0,46 kg
næstu 6 mánuði þar á eftir. Enginn kynjamunur kom fram.
Doherty o.fl. (1996) sýndu fram á að marktæk fylgni var á
milli þess magns af nikótínlyfi sem notað var og annars
vegar fjölda þeirra sem ekki reykti 90 dögum frá upphafi
reykbindindis og hins vegar þyngdaraukningar að sama
tíma liðnum. Af þeim sem voru reyklausir voru marktækt
færri sem notuðu lyfleysutyggjó (13,0%) í samanþurði við
þá sem notuðu 2 mg (29%) og 4 mg (31,8%) nikótín-
tyggjó. Eftir reykþindindi þyngdust þeir sem notuðu
lyfleysutyggjó um 3,7 kg, þeir sem notuðu 2 mg nikótín-
tyggjó um 2,1 kg og þeir sem notuðu 4 mg nikótíntyggjó
um 1,7 kg (marktækur munur á milli lyfleysutyggjós og 4
mg nikótíntyggjós). Niðurstöður rannsókna eru ekki
samhljóða um hvort eða hvenær þyngd kemst í sama horf
og fyrir reykbindindi. Þrátt fyrir það er álitið að þyngdar-
aukning sé mest fyrsta árið eftir að reykingum er hætt og
að síðan dragi úr henni.
Meðferðarúrræði önnur en nikótónlyfjameðferð til að
draga úr þyngdaraukningu í kjölfar reykbindindis hafa verið
reynd en ekki hefur tekist að sýna óyggjandi fram á
árangur þeirra (sjá Klesges o.fl., 1997). Froom o.fl. (1998)
skýrðu frá því að í 4 af 5 rannsóknum, sem þeir fjölluðu
um, dró líkamsrækt úr þyngdaraukningu í kjölfar reyk-
bindindis. Með allsherjargreiningu (meta-analysis) sýndu
Nishi, Jenicek og Tatara (1998) fram á að niðurstöður
rannsókna á áhrifum hóplíkamsræktar á reykbindindi
almennt væru ekki afgerandi vegna fárra rannsókna í
úrtaki höfunda og fárra þátttakenda í hverri rannsókn
(n=5). Engu að síður kom fram stöðug og jákvæð tilhneig-
ing í þeim rannsóknum sem höfundar fjölluðu um.
Að ofan hefur verið fjallað um rannsóknir á almenningi
sem fræðimenn úr ýmsum greinum heilbrigðisvísinda hafa
unnið. Rannsóknum, sem stjórnað er af hjúkrunarfræðing-
um, fer fjölgandi. Eins og fram kemur í töflu 1 eru rann-
sóknir þessar mestmegnis á veiku fólki. Veitt er einstakl-
ingsmeðferð í allt að þrjú skipti og fylgst með þátttak-
endum í gegnum síma í allt að 6 mánuði. Árangur þessara
meðferðarforma, er frá 17%-75% í tilraunahópum. Árang-
urinn er mældur með því að athuga hvort einstaklingurinn
er reyklaus á þeim tímaþunkti sem athugun er gerð í stað
þess að athuga hvort viðkomandi hefur verið algjörlega
reyklaus frá upphafi reykbindindis. Það er íhaldsamari
mæling en jafnframt mun áreiðanlegri mælikvarði á raun-
verulegan árangur meðferðar. Auk þess er nikótínlyfja-
meðferð ekki, eða einungis lítillega, notuð í þessum rann-
sóknum. Höfundar nýjustu rannsóknarinnar benda hins
251
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000