Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 45
523. Hlutfallsleg svörun frá þessum 23 er eins og áður sagði 69,0% en það samsvarar 16 einstaklingum. Þessum 16 einstaklingum var bætt við þá 203 sem svöruðu póstlistakönnuninni og var því heildarsvörunin 219 úr 522 manna úrtaki eða 42,0%. Samanburður á þátttakendum og þýði starfandi hjúkrunar- fræðinga Til að leggja mat á hversu raunsanna mynd þeir sem svöruðu spurningalistunum gefa af þýði starfandi hjúkr- unarfræðingum voru eftirtaldar lýðfræðilegar upplýsingar um hópana bornar saman: aldur, kyn, starfshlutfall og menntun. Aldur [ könnuninni var spurt um aldur þátttakenda og svöruðu 217 þátttakendur (99,1%) þeirri spurningu. Þegar svör þátttakenda eru borin saman við aldur íslenskra hjúkrunar- fræðinga eins og hann birtist í félagaskrá Fíh árið 1999 kemur í Ijós að meðalaldur hópanna er nær því sá sami, en meðalaldur svarenda var 43,1 ár og meðalaldur þýðisins 42,8 ár árið 1999 þegar gagnaöflunin fór fram. Eins og sjá má af mynd 1 er aldursdreifing þýðisins og þeirra sem svöruðu spurningalistanum mjög áþekk. Kí- kvaðratpróf sýnir að ekki er tölfræðilega marktækur munur á milli aldursdreifingar þýðisins og svarenda (x2 =2,52; df=7; 0,96>p>0,2). Kyn Samkvæmt skrá Fíh yfir starfandi hjúkrunarfræðinga er fjöldi karla, sem starfa við hjúkrun, 25 eða 1,1%. Af þeim 217 (99,1%) þátttakendum, sem svöruðu spurningu um kyn, voru 3 karlar eða 1,4%. Þó hér sé um lágar tölur að ræða má segja að könnunin gefi raunsanna mynd af kynjaskiptingu íslenskra hjúkrunarfræðinga. Starfshlutfall Tvö hundruð og þrettán (97,3%) þátttakenda svöruðu spurningu um starfshlutfall og var meðalstarfshlutfall þeirra 82,4% (SD=18,3). Samkvæmt félagaskrá Fíh er meðal- starfshlutfall starfandi hjúkrunarfræðinga 75,5 % (SD=23,26). Samkvæmt þessu hefur starfshlutfall áhrif á svörun á þann hátt að því lægra sem starfshlutfallið er því minni verður svörunin (mynd 2). Aðeins 2,3% þeirra sem svöruðu spurningalistanum vinna 45% eða minna starfs- hlutfall við hjúkrun samanborið við 10,1% allra starfandi hjúkrunarfræðinga. Þegar starfshlutfallið verður meira en 76% fjölgar svarendum hlutfallslega. Með öðrum orðum, svarhlutfall þeirra sem vinna fullt starf eða nærri fullt starf við hjúkrun er til muna hærra en svarhlutfall þeirra sem hafa hjúkrun að hlutastarfi. Kí-kvaðratpróf leiðir í Ijós að tölfræðilega er marktækur munur á milli starfshlutfalls þýðisins og svarenda (x2 =25,53; df=3; p<0,001). Mynd 1 Aldursdreifing hjúkrunarfræðinga ■ Þýði ■ Svarcndur 4 |_ vz ■ to i msm n i i i i m i i i i i 21-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60 ára ára ára ára ára ára ára ára og eldri Mynd 2 Starfshlutfall hjúkrunarfræðinga ■ Þýði ■ Svarendur Menntun Eins og sjá má á mynd 3 endurspegla þátttakendur í könnuninni ágætlega menntun starfandi hjúkrunarfræð- inga. Að einu leyti er hópur þátttakenda þó ólíkur hópi starfandi hjúkrunarfræðinga því hjúkrunarfræðingar, sem lokið hafa sérskipulögðu námi í hjúkrun og hafa því tvöfalt hjúkrunarpróf, eru mun líklegri til að svara. 9% þátttak- enda hafa lokið sérskipuiögðu námi samanborið við 5% starfandi hjúkrunarfræðinga. Kí-kvaðratpróf sýnir að munurinn á milli menntunar þýðisins og svarenda nálgast að vera tölfræðilega marktækur við marktæknimörk 0,05 (X2 =7,65; df=3; 0,1 >p>0,05). Ef hjúkrunarfræðingar, sem lokið hafa sérskipulögðu námi, eru undanskildir er nær enginn munur á menntun hópanna (x2 =0,28; df=2; 0,9>p>0,8). Greining niðurstaðna Svör við spurningalistanum voru greind með eftirfarandi bakgrunnsbreytum: aldri, starfsaldri, námi, starfshlutfalli, stofnun, stöðu. Þar sem aðeins 3 af 216 þáttakenndum eru karlar verða niðurstöður ekki greindar eftir kyni. 285 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.