Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 9
Dagmar Jónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri lungna- og berklavarnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, og Helga Jónsdóttir, dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands og stoðhjúkrunar- fræðingur á Landspítala-Vífilsstöðum: JJ.kAms'fœkA, -til oíðbó-tAr uið ktf&buhAha Y'Oj klwíi^íneáferð: Áhrif á reykbindindi og þyngdaraukningu* Lykilorð: Reykleysismeðferð, reykingar, þyngdaraukning, hjúkrun ÚTDRÁTTUR Reykingar halda áfram að vera stærsti áhættuþáttur sjúk- dóma, og svo stór skaðvaldur heilsu manna að sú stað- reynd ein og sér er ógnvænleg. Hjúkrunarfræðingar þurfa að láta sig tóbaksvarnir varða mun meira en þeir hafa gert hingað til. Þeir eru í lykilhlutverki við að fyrirbyggja tóbaks- notkun og við að hjálpa fólki, sem ánetjast hefur tóbaki, að hætta því. Á lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur hefur um árabil verið veitt eins árs meðferð til reykleysis. í þessari grein er fjallað um meðferð sem hjúkrunarfræðingur (DJ) hefur veitt þar (Meðferð 1) og árangur þeirrar meðferðar borinn saman við árangur sömu meðferðar sem veitt var á líkamsræktarstöð (Meðferð 2). Rannsóknasniðið var aðlagað tilraunasnið með þæginda- úrtaki. Meðferðin var veitt í hópum og fengu alls 10 hópar meðferð, 5 samkvæmt Meðferð 1 (n=34) og 5 samkvæmt Meðferð 2 (n=33). Niðurstöður sýna að einu ári eftir að meðferð lauk var ekki marktækur munur á fjölda reyklausra sem höfðu verið í Meðferð 1 og hinna sem höfðu verið í Meðferð 2. Munur á þyngdaraukningu á milli meðferðarforma var heldur ekki tölfræðilega marktækur. Þegar reyklausir og reykjandi voru bornir saman innan hvors meðferðarforms um sig kom í Ijós að þeir sem voru reyklausir höfðu þyngst marktækt meira en þeir sem reyktu í Meðferð 2, en í Meðferð 1 var munurinn ekki tölfræðilega marktækur. Alhæfingargildi rannsóknarinnar takmarkast af litlu úrtaki sem auk þess var þægindavalið. Ofangreind meðferð til reykleysis bygg- ist á mörgum meðferðarleiðum og hún er veitt um töluvert langan tíma. Hvort tveggja eru höfuðatriði í árangursríkri meðferð samkvæmt erlendum rannsóknum. INNGANGUR Skaðsemi reykinga, mikilvægi þess að byrja ekki að reykja og ávinningur þeirra sem hætta því eru vel þekkt fyrirbæri. Reykingar halda áfram að vera stærsti áhættuþáttur sjúkdóma og svo stór skaðvaldur heilsu manna að sú staðreynd ein og sér er ógnvænleg. Viðhorfsbreytingar er þörf meðal hjúkrunarfræðinga á hlutverki þeirra í tóbaks- vörnum og stórefla þarf tóbaksvarnir í víðri merkingu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skorið upp herör gegn reykingum (http://www.who.int/) og hefur forseti samtakanna, Gro Harlem Brundtland (1999), sérstaklega beint orðum sínum til hjúkrunarfræðinga og hvatt þá til að taka frumkvæði í eflingu tóbaksvarna. Einnig má minna á ályktun ráðstefnu um Hlutverk heilbrigðisstarfsmanna í tóbaksvörnum á Egilsstöðum árið 1998. Þar segir m.a.: „Öll þjónusta taki mið af því að reykingar séu óæskilegt frávik frá eðlilegu líferni". Auk þess er lögð áherslu á tóbaksvarnir í Drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2010 (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2000). Margar rannsóknir hafa verið gerðar á árangri ólíkra Dagmar Jónsdóttir, hjúkrunardeild- arstjóri lungna- og berklavarnadeild- ar Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur. Hún hefur einnig starfað við meðferð gegn reykingum í fyrirtækj- um á Stór-Reykjavíkursvæðinu og við kennslu á heilsugæslustöðvum við meðferð gegn reykingum. Helga Jónsdóttir lauk doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum í Minnesota árið 1994. Hún er dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands og verkefnastjóri á Landspítala-Vífilsstöðum. * Ritrýnd grein Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.