Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 36
im fœ&ÍHAAX'- oa {oxdÁxAoÁo^
Hinn 9. maí 2000 voru samþykkt á Alþingi ný lög um fæö-
ingar- og foreldraorlof er faka til réttinda foreldra á inn-
lendum vinnumarkaði. Gildistaka þeirra er frá og með 1.
janúar 2001.
Þá var einnig skrifað undir samkomulag milli Bandalags
háskólamanna, BSRB og Kennarasambands íslands
annars vegar og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Reykja-
víkurborgar og launanefndar sveitarfélaga hins vegar um
tiltekin atriði er varða réttindi starfsmanna í ofangreindum
samtökum, auk Félags íslenskra leikskólakennara. Sam-
komulagið tekur gildi frá og með 1. janúar 2001.
Hér á eftir verður gerð stuttlega grein fyrir fæðingar- og
foreldraorlofinu annars vegar og samkomulagi um rétt-
indamálin hins vegar. Þess ber að sjálfsögðu að gæta, að
hægt er að nálgast hvort tveggja í heild sinni á vef Banda-
lags háskólamanna í gegnum heimasíðu Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga www.hjukrun.is.
Lög um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000
Lög um fæðingar- og foreldraorlof taka til réttinda for-
eldra á innlendum vinnumarkaði.
Markmið laganna er að tryggja barni samvistir bæði við
föður og móður og þeim er ætlað að gera bæði konum og
körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
Fæðingarorlofssjóður skal annast greiðslur til foreldra
sem réttinda njóta til greiðslu í fæðingarorlofi.
Fæðingar- og foreldraorlof samkvæmt lögum þessum
er leyfi frá launuðum störfum sem stofnast við: a. fæðingu,
b. frumættleiðingu barns yngra en átta ára eða c. töku
barns yngra en átta ára í varanlegt fóstur.
Foreldrar eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að
þrjá mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar
eða töku barns í varanlegt fóstur. Auk þess eiga foreldrar
sameiginlegan rétt á þremur mánuðum til viðbótar sem
annað foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar skipt með
sér. Réttur til fæðingarorlofs fellur niður er barnið nær 18
mánaða aldri.
Þegar starfsmaður hyggst nýta sér rétt til fæðingar-
orlofs skal hann tilkynna það vinnuveitanda eins fljótt
og kostur er og í síðasta lagi átta vikum fyrir áætlaðan
fæðingardag barns.
Starfsmaður skal eiga rétt á að taka fæðingarorlof í
einu lagi. Með samkomulagi við vinnuveitanda er starfs-
manni þó heimilt að haga fæðingarorlofi á þann veg að
276
það skiptist niður á fleiri tímabil og/eða það verði tekið
samhliða minnkuðu starfshlutfalli.
Mánaðarleg greiðsla fæðingarorlofssjóðs til starfs-
manns í fæðingarorlofi skal nema 80% af meðaltali heildar-
launa og skal miða við 12 mánaða samfellt tímabil sem
lýkur tveimur mánuðum fyrir upphafsdag fæðingarorlofs.
Fæðingarorlof reiknast til starfstíma við mat á starfs-
tengdum réttindum, svo sem rétti til orlofstöku og lenging-
ar orlofs samkvæmt kjarasamningum, starfsaldurshækk-
ana, veikindaréttar, uppsagnarfrests og réttar til atvinnu-
leysisbóta.
Foreldrar eiga sameiginlegan rétt á lengingu fæðingar-
orlofs um þrjá mánuði fyrir hvert barn umfram eitt.
Foreldri skal eiga rétt á foreldraorlofi í 13 vikur til að
annast barn sitt. Foreldraorlofi fylgir ekki réttur til greiðslu
launa úr fæðingarorlofssjóði. Ákvæði um foreldraorlof veita
foreldrum barna, sem fædd eru, ættleidd eða tekin í
varanlegt fóstur 1. janúar 1998 eða síðar, rétt til töku
foreldraorlofs.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði um fæðingarorlof
koma til framkvæmda 1. janúar 2001. Sjálfstæður réttur
föður til fæðingarorlofs skal vera einn mánuður frá og með
1. janúar 2001, tveir mánuðir frá og með 1. janúar 2002
og þrlr mánuðir frá og með 1. janúar 2003.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000