Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 17
Erla Dóris Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur og sagnfræðingur Þáttur kvenna í S'tofnm ]^AlíAspikAlAlA& Alexandrína drottning Danmerkur og íslands árnar Landspítala blessunar Þriðjudagurinn 15. júní er runninn upp. Þetta er árið 1926. Reykjavíkurborg skartar sínu fegursta. Hornsteinn að nýrri spítalabyggingu verður lagður í dag. Af því tilefni hefur mannfjöldi safnast saman við spítalabygginguna. Ef vel er að gáð má sjá dönsku konungshjónin, Kristján X. og Alexandrínu drottningu. Konungshjónin eru stödd á íslandi ásamt 26 ára syni sínum, Knúti prinsi. Athöfnin við Landspítalann hefst á því að Jón Magnús- son forsætisráðherra segir: Hús þetta - Landsspitalinn - var reistur fyrir fje, sem íslenskar konur höfðu safnað og Alþingi veitti á fjárlögum, til þess að Ll'KNA OG LÆKNA. Hennar hátign ALEXANDRÍNA, drottning vor, lagði homsteininn 15. dag júnimánaðar 1926, i viðurvist hans hátignar konungs vors KRISTJÁNS X. Ráðherrar voru þá: Jón Magnússon, Jón Þorláksson og Magnús Guðmundsson. Forsetar Alþingis: Jóhannes Jóhannesson, Halldór Steinsson og Benedikt Sveinsson. í spitaianefnd voru: Guðmundur Hannesson, Guðmundur Thoroddsen, Halldór Steinsson, Ingi- björg H. Bjarnason og Jón Hjaltalin Sigurðssonr Uppdráttinn gerði: Guðjón Samúelsson. ~r (Skjal þetta er afrit af skjali því sem liggur í hornsteini í austustu gluggakistu í kjallara Landspítalans. Þjóðskjalasafn íslands. Gögn frá embætti húsameistara ríkisins). Þegar Jón Magnússon forsætisráðherra hefur lokið lestrinum er skjal það, sem hann las upp úr, lagt í sink- hylki. Því næst er hylkið lóðað aftur og við því tekur Alexandrína drottning og leggur í holstein þann sem á að geyma það um aldur og ævi. Að því loknu árnar hún blessunar þeim störfum í þágu mannúðar og vísinda sem framkvæmdar verða innan Landspítalans (Gunnar M. Magnúss, 1981). Þessi athöfn átti sér stað fyrir 74 árum þegar hornsteinn var lagður að Landspítalanum. Þá var bygging spítalans nýhafin og nokkur ár liðu þar til hann var tekinn í notkun. Jón Magnússon forsætisráðherra les hér upp úr skjali því sem liggur í hornsteini Landspítalans hinn 15. júní árið 1926. Við hlið hans stendur Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins. Myndin er í eigu Ijósmyndasafns Þjóðminjasafns íslands. Markmiðið með þessari grein, sem verður í tveimur hlutum, er að varpa Ijósi á stofnun Landspítalans. Sú saga tengist að stórum hluta sögu kvenna á íslandi og sögu hjúkrunarstéttar í landinu. Þáttur kvenna í stofnun Landspítalans Upphafið að stofnun Landspítalans má rekja til ársins 1915. Á þeim merkisdegi 19. júní árið 1915 fengu konur, sem fæddar voru á íslandi eða höfðu átt hér lögheimili síðastliðin 5 ár og voru 25 ára er kosning fór fram, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis (Stjórnartíðindi fyrir ísland, 1915). f tilefni tímamótanna ákváðu fulltrúar kvenna tólf kvenfélaga í Reykjavík á fundi, sem haldinn var í 257 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 5. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.