Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 10
aðferða við að hjálpa fólki að hætta að reykja. Nikótínlyfja- meðferð hefur mikið verið rannsökuð og olli tilkoma nikótlnlyfja straumhvörfum í árangri af meðferðar til reyk- leysis. Nikótínlyf ein og sér eru hins vegar ekki fullnægj- andi. Samhliða lyfjameðferðinni eru atferlismeðferð, heil- brigðisfræðsla, einstaklings- og hópráðgjöf mikilvægir þættir (Harris, Richmond og Neto, 1994; Wewers og Ahijevych, 1996; Fisher, Lichtenstein, Haire-Joshu, Morgan og Rehberg, 1993). í 10 ár hefur teymi undir stjórn Þorsteins Blöndals læknis þróað meðferð til reykleysis á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og hefur náð umtalsverðum árangri (Blöndal, Gudmundsson, Olafsdottir, Gustavsson og Westin, 1999; Blöndal, Franzon og Westin, 1997). Út frá meginforsend- um þessarar meðferðar hefur hjúkrunarfræðingur (DJ) þróað frekar þá meðferð sem hér er lýst. í þessari grein er ofangreindri meðferð lýst og greint frá niðurstöðum samanburðar, annars vegar á fyrrgreindri meðferð og hins vegar á meðferð sem veitt var í líkams- ræktarstöð þar sem skipulagðri líkamsrækt var bætt við þá meðferð. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknar- spurningar: 1. Er tölfræðilega marktækur munur á fjölda reyklausra þátttakenda í Meðferð 1 (veittri á lungna- og berkla- varnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur) og í Með- ferð 2 (veittri í líkamsræktarstöð) í lok eins árs með- ferðar? 2. Er tölfræðilega marktækur munur á þyngdarbreytingum hjá þátttakendum í Meðferð 1 og Meðferð 2 við lok eins árs meðferðar? Hefðbundna meðferðin, Meðferð 1, byggðist á nikótín- lyfjameðferð, heilbrigðisfræðslu, atferlismeðferð og einstaklings- og hópráðgjöf. í Meðferð 2 var fyrrgreindri meðferð fylgt en bætt við hana skipulagðri líkamsrækt. FRÆÐILEG UMFJÖLLUN Reykingar eru flókið fyrirbæri sem flokka má í líffræðilega, andlega, félagslega og efnahagslega þætti. Meginhvati reykinga er nikótínfíkn. Viss umhverfisáhrif verka hvetjandi á reykingar. Einnig hafa fíkn og hvetjandi umhverfisáhrif víxlverkun sem örvar reykingar. Reykingar tengjast einnig streitu og hefur verið sýnt fram á að tilfinningalegt uppnám er algengasta ástæða fyrir falli í reykbindindi (sjá Fisher o.fl., 1993; Russell, 1986). Áhrifum félagslegs umhverfis á reykingar og reykbindindi hefur oft verið lýst. Reykinga- venjur fjölskyldu og vina hafa mikil áhrif á hvort fólk byrjar að reykja og hvort það hættir því (sjá Fisher o.fl., 1993). Meðferð til reykleysis hefur tvo samhangandi þætti. Annars vegar er hjálp við að hætta að reykja og hins vegar er langtímameðferð til að halda reykbindindi, þ.e. að koma í veg fyrir afturhvarf til reykinga. Grundvallaratriði er að líta ekki á reykleysi sem afmarkaðan atburð heldur ferli sem tekið getur mörg ár (Fisher o.fl., 1993). Fjölbreytileiki 250 aðferða, sem notaðar eru í meðferð til reykleysis, hefur verulegt forspárgildi um árangur. Jafnframt hefur komið í Ijós að auknar líkur eru á því að fólk haldi reykbindindi ef meðferðin er löguð að einstaklingbundnum þörfum þátttak- enda, ef mikil samskipti eru milli meðferðaraðila og þátttakenda og ef þau samskipti eru persónuleg bæði hvað varðar einstaklinga og hópa. Langur meðferðartími eykur einnig líkur á að þátttakendur haldi reykbindindi (sjá Fisher o.fl., 1990). Nikótínlyfjameðferð hefur sannað gildi sitt sem meðferð við að hjálpa fólki til að hætta að reykja (sjá t.d. Tang, Law og Wald, 1994). Efast er um gildi nikótínlyfjameðferðar einnar og sér og hefur margsinnis verið sýnt fram á að hana þarf að veita samhliða hefðbundinni meðferð (sjá t.d. Fortmann og Killen, 1995). Nikótínlyfjameðferð dregur úr fráhvarfseinkennum nikótíns og gerir fólki auðveldara að breyta hugsun, hegðun og venjum sem tengjast reyking- um. Þegar það hefur tekist er tekist á við fráhvarfseinkenni með hægt minnkandi skömmtum af nikótínlyfi (Russell, 1986). Nikótínlyfjameðferð vinnur einnig gegn þyngdar- aukningu og eykur hvort tveggja líkur á reykleysi (sjá t.d. Doherty, Militello, Kinnunen og Garvey 1996; Fisher o.fl., 1993). Nikótínlyf þarf að nota reglulega, í nægilega stórum skömmtum og nægilega lengi. Lagt hefur verið til að nikótínlyf séu notuð í 6-18 mánuði eftir að reykingum er hætt (Blöndal o.fl., 1997). Mikilvægt er að nýta mismunandi eiginleika nikótínlyfja vegna margbreytileika nikótínfíknar- innar. Nikótínplástur losar nikótín hægt en stöðugt inn í bláæðablóðrásina og hefur notandinn ekki stjórn á verkun- inni. Nikótíntyggigúmmíi, nefúða, munnsogi og tungurótar- töflum getur notandinn betur stjórnað. Með þeim frásogast nikótín hraðar inn í blóðrásina. Þau henta vel þeim sem leita eftir skyndiáhrifum nikótíns (Stapleton, 1999; Russell, 1986; Tang o.fl., 1994). Fleiri ná að halda reykbindindi séu notuð tvö eða fleiri nikótínlyf í einu (sjá Blöndal o.fl., 1999). Þyngdaraukning í kjölfar reykbindindis er algengt áhyggjuefni. Almennt er talið að efnaskiptahraði hjá fólki sem reykir sé um 10% hraðari og að það sé léttara en það fólk sem ekki reykir (sjá Wolk og Rössner, 1995). í rannsókn Meyers o.fl. (1997) kom fram að þeir sem höfðu áhyggjur af þyngdaraukningu voru síður líklegir til að halda reykbindindi en þeir sem ekki voru haldnir slíkum áhyggj- um. Þeir fyrrnefndu voru léttari í upphafi og voru einnig síður líklegir til að þyngjast í kjölfar reykbindindis. Höfundar ályktuðu því að raunveruleg þyngdaraukning væri ekki góður mælikvarði á áhyggjur af þyndaraukningu og hún segði takmarkað til um hvort tækist að halda reykbindindi. í ýtarlegri úttekt Froom, Melamed og Benbassat (1998) kom fram að þeir sem hætta að reykja þyngjast að meðaltali um 5 til 6 kg eftir að reykingum er hætt. Klesges o.fl. (1997) báru saman þyngdaraukningu hjá 3 hópum: Fólki sem var alveg reyklaust eftir eitt ár, hafði reykt en reykti ekki þegar rannsókn var gerð, og hjá þeim sem Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.