Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 18
Konungur Danmerkur og íslands, Kristján X., og Alexandrína drottning á leið til athafnarinnar við Landspítalann í júní árið 1926. Þau ganga frá húsi Jóns Magnússonar forsætisráðherra og Þóru Jónsdóttur eiginkonu hans, Hverfisgötu 21, en þar dvöldust konungshjónin á meðan á heimsókn þeirra stóð. Myndin er i eigu Ijósmyndasafns Þjóðminjasafns íslands. Kvennaskólanum í Reykjavík, að stofna sjóð, „Landspítala- sjóð íslands", sem verja skyldi til þess að stofna almennan spítala í Reykjavík sem skyldi opinn öllum landsmönnum er þurfti á spítalavist að halda (Gunnar M. Magnúss, 1981). Formaður „Landspítalasjóðs íslands" varð Ingibjörg Hákonardóttir Bjarnason, skólastýra Kvennaskólans í Reykjavík (Þjóðskjalasafn íslands, einkaskjalasafn). Áður en lengra er haldið er athyglisvert að kanna hvernig umhorfs var í heilbrigðismálum hér á landi á þess- um tíma. Nokkrum litlum sjúkrahúsum hafði verið komið á fót hér og þar um landið. Stærsta sjúkrahúsið var þá Landakotssþítalinn í Reykjavík. Spítalinn, sem hafði verið starfræktur frá árinu 1902, hafði á að skipa um 40 sjúkra- rúmum og var rekinn af reglu heilags Jósefs (St. Jósefs- systrum). Spítalinn var opinn öllum sjúklingum á landinu og fljótlega eftir að hann tók til starfa kom í Ijós að hann var ekki nægilega stór og bið sjúklinga eftir sjúkrahúsplássi gat varað frá nokkrum vikum upp í mánuði. Engar íslenskar hjúkrunarkonur unnu á spítalanum og unnu nunnurnar öll hjúkrunarstörfin (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000). Þegar konur stofnuðu „Landspítalasjóð íslands" var enginn hjúkrunarskóli til á íslandi. Á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi voru konur teknar í hjúkrunarnám en þar sem hjúkrunarkennslan fólst aðallega í verklegri tilsögn þótti hún of einhæf. Af þeim sökum höfðu yfirlæknir Holds- veikraspitalans, Sæmundur Bjarnhéðinsson, og yfirhjúkr- unarkonan, Christophine Mikkeline Jurgensen, hvatt nem- ana að halda til Kaupmannahafnar til frekara hjúkrunar- náms. Þar tók hjúkrunarnámið þrjú ár og fólst í bóklegri og verklegri tilsögn. Á árunum 1902 til 1915 höfðu aðeins tveir hjúkrunarnemar frá Holdsveikrasþítalanum haldið til Kaupmannahafnar til frekara hjúkrunarnáms. Báðar luku konurnar hjúkrunarnámi í Kaupmannahöfn en önnur þeirra, Steinunn Ólafsdóttir, varð þar eftir og gifti sig en hin, Sigrún Bergmann, kom aftur til íslands að námi loknu og hóf að kenna hjúkrun í Kvennaskólanum á árunum 1909-1917 (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Þá ber að geta þess að fimm aðrar íslenskar konur höfðu lokið hjúkrunarnámi í útlöndum á þessum tíma. Þær snéru allar heim að námi loknu og hófu að starfa hér sem hjúkrunar- konur. Þetta voru þær Guðný Guðmundsdóttir og Kristín Ingibjörg Hallgrímsdóttir sem báðar luku hjúkrunarnámi frá Díakonissustofnuninni í Kaupmannahöfn árið 1898, Ástríður Torfadóttir sem lauk hjúkrunarnámi frá Kommune- hospitalet í Kaupmannahöfn árið 1903, Þóra J. Einarsson frá The Royal Infirmary í Edinborg í Skotlandi árið 1903 og Oddný Guðmundsdóttir frá Kommunehospitalet í Kaup- mannahöfn árið 1914 (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996) Eitthvað var um að danskar hjúkrunarkonur störfuðu við hjúkrunarstörf hér á landi á þessum tíma en ekki er vitað hversu margar þær voru. í „Ávarpi til íslenskra kvenna“, sem gefið var út í júlí árið 1915 í tilefni af stjórnmálaréttindum kvenna, kom fram að þar sem starfssvið kvenna hafi ævinlega verið bundið við líknar- og mannkærleikastörf væri mælst til þess að konur hösluðu sér þar völl (Þjóðskjalasafn íslands, einkaskjala- safn). Að öllum líkindum hefur þessi viðburður haft þau áhrif að konur fengu áhuga á hjúkrunarstörfum. Því til staðfestingar luku 11 íslenskar konur hjúkrunarnámi í útlöndum á árunum 1918-1922 og þær komu allar heim og hófu að starfa við hjúkrun að námi loknu (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Á því merkisári 1915 hófu íslenskir læknar að láta hjúkrunarkvennaskortinn til sín taka hér á landi. Árni Árna- son, héraðslæknir í Dalasýslu, vakti fyrstur lækna athygli stéttarbræðra sinna á hjúkrunarkvennaskortinum með greinaskrifum í Læknablaðinu á fyrsta útgáfuári þess árið 1915. í greininni lýsir hann ánægju sinni með störf þessara kvenna en skortur sé á hjúkrunarkonum til sveita. Til að bæta svolítið úr hjúkrunarkvennaskortinum varpar Árni fram þeirri spurningu hvort ekki sé rétt að gefa yfirsetu- konum, sem lært hafa að hjúkra sængurkonum, kost á námskeiði í hjúkrun með því að vinna mánaðartíma á Landakotsspítala ef samningar um það tækjust við nunn- urnar (Árni Árnason, 1915). Viðbrögð Árna Árnasonar héraðslæknis sýna ef til vill best þann vanda sem íslenskt heilbrigðiskerfi stóð frammi fyrir. Það hafði vaxið hratt á fyrstu áratugum tuttugustu aldar en skortur var á hjúkrunarkonum til starfa. Og til að berja í brestina lagði Árni fram þessa tillögu. Árni Árnason héraðslæknir var ekki einn um þessa tillögu heldur voru aðrir læknar á svipaðri skoðun. Guðmundur Hannesson, læknir og prófessor við læknadeild Háskóla íslands, var einn þeirra sem lét sig málið varða. í grein, sem hann 258 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.