Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 18
Konungur Danmerkur og íslands, Kristján X., og
Alexandrína drottning á leið til athafnarinnar við
Landspítalann í júní árið 1926. Þau ganga frá húsi Jóns
Magnússonar forsætisráðherra og Þóru Jónsdóttur
eiginkonu hans, Hverfisgötu 21, en þar dvöldust
konungshjónin á meðan á heimsókn þeirra stóð.
Myndin er i eigu Ijósmyndasafns Þjóðminjasafns íslands.
Kvennaskólanum í Reykjavík, að stofna sjóð, „Landspítala-
sjóð íslands", sem verja skyldi til þess að stofna almennan
spítala í Reykjavík sem skyldi opinn öllum landsmönnum
er þurfti á spítalavist að halda (Gunnar M. Magnúss,
1981). Formaður „Landspítalasjóðs íslands" varð Ingibjörg
Hákonardóttir Bjarnason, skólastýra Kvennaskólans í
Reykjavík (Þjóðskjalasafn íslands, einkaskjalasafn).
Áður en lengra er haldið er athyglisvert að kanna
hvernig umhorfs var í heilbrigðismálum hér á landi á þess-
um tíma. Nokkrum litlum sjúkrahúsum hafði verið komið á
fót hér og þar um landið. Stærsta sjúkrahúsið var þá
Landakotssþítalinn í Reykjavík. Spítalinn, sem hafði verið
starfræktur frá árinu 1902, hafði á að skipa um 40 sjúkra-
rúmum og var rekinn af reglu heilags Jósefs (St. Jósefs-
systrum). Spítalinn var opinn öllum sjúklingum á landinu og
fljótlega eftir að hann tók til starfa kom í Ijós að hann var
ekki nægilega stór og bið sjúklinga eftir sjúkrahúsplássi
gat varað frá nokkrum vikum upp í mánuði. Engar
íslenskar hjúkrunarkonur unnu á spítalanum og unnu
nunnurnar öll hjúkrunarstörfin (Erla Dóris Halldórsdóttir,
2000).
Þegar konur stofnuðu „Landspítalasjóð íslands" var
enginn hjúkrunarskóli til á íslandi. Á Holdsveikraspítalanum
í Laugarnesi voru konur teknar í hjúkrunarnám en þar sem
hjúkrunarkennslan fólst aðallega í verklegri tilsögn þótti
hún of einhæf. Af þeim sökum höfðu yfirlæknir Holds-
veikraspitalans, Sæmundur Bjarnhéðinsson, og yfirhjúkr-
unarkonan, Christophine Mikkeline Jurgensen, hvatt nem-
ana að halda til Kaupmannahafnar til frekara hjúkrunar-
náms. Þar tók hjúkrunarnámið þrjú ár og fólst í bóklegri og
verklegri tilsögn. Á árunum 1902 til 1915 höfðu aðeins
tveir hjúkrunarnemar frá Holdsveikrasþítalanum haldið til
Kaupmannahafnar til frekara hjúkrunarnáms. Báðar luku
konurnar hjúkrunarnámi í Kaupmannahöfn en önnur
þeirra, Steinunn Ólafsdóttir, varð þar eftir og gifti sig en
hin, Sigrún Bergmann, kom aftur til íslands að námi loknu
og hóf að kenna hjúkrun í Kvennaskólanum á árunum
1909-1917 (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Þá ber að
geta þess að fimm aðrar íslenskar konur höfðu lokið
hjúkrunarnámi í útlöndum á þessum tíma. Þær snéru allar
heim að námi loknu og hófu að starfa hér sem hjúkrunar-
konur. Þetta voru þær Guðný Guðmundsdóttir og Kristín
Ingibjörg Hallgrímsdóttir sem báðar luku hjúkrunarnámi frá
Díakonissustofnuninni í Kaupmannahöfn árið 1898,
Ástríður Torfadóttir sem lauk hjúkrunarnámi frá Kommune-
hospitalet í Kaupmannahöfn árið 1903, Þóra J. Einarsson
frá The Royal Infirmary í Edinborg í Skotlandi árið 1903 og
Oddný Guðmundsdóttir frá Kommunehospitalet í Kaup-
mannahöfn árið 1914 (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996)
Eitthvað var um að danskar hjúkrunarkonur störfuðu við
hjúkrunarstörf hér á landi á þessum tíma en ekki er vitað
hversu margar þær voru.
í „Ávarpi til íslenskra kvenna“, sem gefið var út í júlí árið
1915 í tilefni af stjórnmálaréttindum kvenna, kom fram að
þar sem starfssvið kvenna hafi ævinlega verið bundið við
líknar- og mannkærleikastörf væri mælst til þess að konur
hösluðu sér þar völl (Þjóðskjalasafn íslands, einkaskjala-
safn). Að öllum líkindum hefur þessi viðburður haft þau
áhrif að konur fengu áhuga á hjúkrunarstörfum. Því til
staðfestingar luku 11 íslenskar konur hjúkrunarnámi í
útlöndum á árunum 1918-1922 og þær komu allar heim
og hófu að starfa við hjúkrun að námi loknu (Erla Dóris
Halldórsdóttir, 1996).
Á því merkisári 1915 hófu íslenskir læknar að láta
hjúkrunarkvennaskortinn til sín taka hér á landi. Árni Árna-
son, héraðslæknir í Dalasýslu, vakti fyrstur lækna athygli
stéttarbræðra sinna á hjúkrunarkvennaskortinum með
greinaskrifum í Læknablaðinu á fyrsta útgáfuári þess árið
1915. í greininni lýsir hann ánægju sinni með störf þessara
kvenna en skortur sé á hjúkrunarkonum til sveita. Til að
bæta svolítið úr hjúkrunarkvennaskortinum varpar Árni
fram þeirri spurningu hvort ekki sé rétt að gefa yfirsetu-
konum, sem lært hafa að hjúkra sængurkonum, kost á
námskeiði í hjúkrun með því að vinna mánaðartíma á
Landakotsspítala ef samningar um það tækjust við nunn-
urnar (Árni Árnason, 1915).
Viðbrögð Árna Árnasonar héraðslæknis sýna ef til vill
best þann vanda sem íslenskt heilbrigðiskerfi stóð frammi
fyrir. Það hafði vaxið hratt á fyrstu áratugum tuttugustu
aldar en skortur var á hjúkrunarkonum til starfa. Og til að
berja í brestina lagði Árni fram þessa tillögu. Árni Árnason
héraðslæknir var ekki einn um þessa tillögu heldur voru
aðrir læknar á svipaðri skoðun. Guðmundur Hannesson,
læknir og prófessor við læknadeild Háskóla íslands, var
einn þeirra sem lét sig málið varða. í grein, sem hann
258
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000