Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 32
Fríöa Proppé Börnin leita í sívaxandi mæli til skólahjúkrunarfræðinga: Allt frá plástri upp í ofbeldi af ýmsum toga Þeim ber ekki síöur aö leita uppi og „finna" börn sem eiga í erfiðleikum. Skólahjúkrunarfræöingarnir, sem rætt er viö, taldir frá vinstri: Stefanía, Margrét og Bergljót. Starf skólahjúkrunarfræöinga meö börnum á grunnskólaaldri hefur breyst gífurlega á undanförnum árum. Aukin áhersla er lögö á andlega og félagslega þætti en dregið hefur úr líkamlegum skoöunum. Umfang starfsins hefur aukist með lengri skóladegi, lengra skólaári og vegna stefnu menntamálayfirvalda um skóla án aðgreiningar. Tengsl heilsugæslunnar eru vöröuö í gegnum mæöravernd, ungbarnavernd, leikskóla og grunn- skóla, auk heföbundinna heilsugæslustarfa. Meö breyttri þjónustu skólahjúkrunarfræðinga og lengri viöveru barna í skólanum má gera ráö fyrir aö ofbeldismál gagnvart börnum komi oftar inn á þeirra borö. Viö ræddum nýverið viö þrjá skólahjúkrunarfræöinga, þær Stefaníu Arnardóttur og Margréti Héðinsdóttur, heilsugæslu- hjúkrunarfræöinga í Árbænum, og Bergljótu Þorsteinsdóttur, heilsugæsluhjúkrunarfræðing í Grafarvogi. Það kom fram í upphafi viðtalsins að hjúkrunarfræðingarnir eru í náinni samvinnu við aðrar fagstéttir bæði innan skólanna, heilsugæslustöðvannaogannarrastofnana. Nemendaverndarráð skólanna taka ákvarðanir í alvarlegum málum og unnið er þver- faglega að lausn þeirra. Skólahjúkrunarfræðingum ber ekki einungis að sinna þeim málum sem koma upp hverju sinni, þeirra hlutverk er ekki síður að leita uppi og „finna“ börn sem eiga í erfiðleikum eða eiga á hættu að Ienda í erfiðleikum. ! Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.