Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 20
Guðrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, MS, verkefnisstjóri Geðræktar, gudrun@lydheilsa.is ÞAÐ ER ENGIN HEILSA ÁN GEÐHEILSU Verkefnið Geðrækt er forvarna- og fræðsluverkefni um geðheilsu og áhrifaþætti hennar. Geðrækt er ætlað að fræða fólk um geðheilbrigði og geðræn vandamál, um forvarnir og eflingu geðheilbrigðis og draga úr fordómum. Frá fyrsta september 2004 hefur verkefnið fallið undir starfsemi Lýðheilsustöðvar og tilheyrir málaflokknum geðheilbrigði. Verkefnisstjóri Geðræktar er Guðrún Guðmundsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, MS. Allir hafa geðheilsu og því koma geðheilbrigðismál öllum við. Því má halda fram, með haldbærum rökum, að góð geðheilsa og líðan séu undirstaða allrar lífsfyllingar og að með aukinni áherslu á geðheilbrigði öðlist fólk meiri lífsfyllingu og geðheilbrigði þjóða batni í heild sinni, þar með talið einstaklinga með geðræn vandamál og þeirra sem annast þá (WHO, 2005a). Það er þjóðfélagsins alls að láta sig þetta varða. í greininni er lauslega greint frá starfsemi Lýðheilsustöðvar og hvert hlutverk hennar er. Þá verður sagt frá sérstöku kynningarátaki Lýðheilsustöðvar á geðorðunum 10 og geðræktarkassanum sem hefur það markmið að efla geðheilbrigðisvitund landsmanna. Að lokum er kynnt sérstaklega verkefnið Vinir Zippý eða „Zippy's Friends", sem er alþjóðlegt forvarnaverkefni á sviði geðheilsu fyrir ung börn og er að hefjast hjá Lýðheilsustöð. Þar er um að ræða námsefni ætlað 6-7 ára börnum sem notað hefur verið með góðum árangri víða um heim (http://www.partnershipforchildren. org.uk/index.html). Hvað er lýðheilsa? Á undanförnum áratugum hafa aðgerðir, sem beinast að því að koma í veg fyrir sjúkdóma, tekið miklum breytingum. Þannig beindust fyrri aðgerðir fyrst og fremst að því að hafa áhrif á ýmislegt sem einstaklingar gátu lítil áhrif haft á, s.s. að sjá til þess að fólk fengi drykkjarhæft vatn, og við tóku aðgerðir sem beinast að því að hafa áhrif á hegðan og lifnaðarhætti fólks (Breslow, 1999). Núna er algengt að nefna í sömu andrá forvarnir til að koma í veg fyrir sjúkdóma og heilsueflingu. Fyrsta stigs forvarnir snúast um að koma í veg fyrir sjúkdóma og annars stigs forvarnir að koma í veg fyrir að ástand versni. Augljóslega vilja flestir vera færir um að komast hindrunarlaust leiðar sinnar, vera færir um að njóta unaðssemda lífsins, láta sér líða vel, njóta góðs matar og kynlífs, hafa gott minni og vera umvafðir fjölskyldu og vinum (Breslow, 1999). Til þess að við getum notið slíkra lífsgæða þarf að vinna að því að koma í veg fyrir bráða og langvinna sjúkdóma því þeir geta veikt möguleika okkar á því að lifa þessu æskilega lífi. Beita þarf víðtækum aðgerðum til að hafa áhrif á viðhorf fólks þannig að það sjálft finni þörfina til að tileinka sér heilsusamlegt líferni og viðhalda því. Heilsuefling eru aðgerðir sem miða að því að hafa áhrif á lífshætti fólks og gera því kleift að lifa heilsusamlegu lífi við heilnæmar aðstæður. Með heilsueflingu er leitast við að efla heilbrigði með því að skapa fólki félagslegar, menningarlegar og efnahagslegar aðstæður og umhverfi sem gera einstaklingum og samfélaginu í heild kleift að auka hreysti og efla vitund og vilja til að viðhalda heilbrigði. Hvað felst þá í hugtakinu lýðheilsa? Lýðheilsa er hugtak sem nær yfir heilsu og líðan þjóðar eða tiltekna hópa hennar. Lýðheilsa snýr að því að viðhalda og bæta heilsu, líðan og aðstæður þjóða og þjóðfélagshópa með almennri heilsuvernd, heilsueflingu, heilbrigðisþjónustu og samfélagslegri ábyrgð. Lýðheilsustarf byggist á víðtækri samvinnu fjölmargra fagstétta og snertir m.a. félagsleg, umhverfisleg og efnahags- leg málefni (Beaglehole o.fl., 2004). Verkefnið Geðrækt Geðrækt var sett á laggirnar árið 2000 fyrir tilstuðlan notenda geðheilbrigðis- þjónustunnar og var upphaflega ætlað að vera tímabundið verkefni til þriggja ára þar sem sameinaðir væru kraftar notenda geðheilbrigðisþjónustunnar, heilbrigðis- kerfisins og atvinnulífsins. Verkefnið fékk nafnið Geðrækt sem er nýyrði í íslensku og stendur fyrir það sem á ensku er kallað „mental health promotion" og skilgreint sem „allt það sem byggir upp og hlúir að geðheilsu". Geðrækt er því heilsuefling. Með heilsu- eflingu beinir fólk sjónum að heilbrigði og hvernig megi styrkja eigin heilsu og annarra. Með geðrækt er lögð áhersla á að góð geðheilsa er mikilvægur þáttur í almennu heilsufari. Á árinu 2004 hlaut verkefnið viðurkenningu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 18 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.