Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 9
AR ÞEKKINGU SINNI OG REYNSLU Á FRAMFÆRI? tímarit. Þessar niðurstöður Estabrooks og félaga hennar eru samhljóma fyrri niðurstöðum þeirra og samræmast einnig fjölmörgum öðrum rannsóknum sem gerðar hafa verið í ýmsum löndum. Þekking í hjúkrunarstarfinu byggist á reynslu í starfi, þekkingu á sjúklingi, sem fæst með samskiptum við hann, og þekkingu sem fæst í samræðum við aðra hjúkrunarfræðinga og samstarfsfólk. Oft er talað um að hefðin í hjúkrun sé munnleg en ekki skrifleg og að þekking verði til og berist milli kynslóða í samtölum. Segja má að Florence Nigthingale hafi lagt þann grunn að hjúkrunarstarfinu þótt hún væri sjálf afkastamikill penni og léti best að tjá sig í rituðu máli (Kristín Björnsdóttir, 2005). Nightingale taldi að hjúkrun væri list sem fyrst og fremst væri hægt að læra í nánu samneyti við reynda hjúkrunarfræðinga. Því væri mikilvægasti þátturinn í hjúkrunarnámi reynslan sem ætti sér stað er neminn fylgdist með og tæki þátt í störfum fulllærðra hjúkrunarkvenna. Frá miðri tuttugustu öld hafa verið gerðar margar tilraunir til að breyta þessari hefð og fá hjúkrunarfræðinga til að miðla og nema þekkingu í gegnum fræðilegt nám, tímarit og bækur. Sú viðleítni hefur þó ekki gengið alls kostar vel og um allan heim er talað um hina óbrúanlegu gjá á milli fræðanna og starfsins. Fyrir vikið hafa fjölmargir vísindamenn innan hjúkrunarfræðinnar reynt að finna leiðir til að auka þátt hinnar fræðilegu þekkingar í hjúkrun. Útfærsla stefnunnar um gagnreynda starfshætti og notkun klínískra leiðbeininga innan hjúkrunar er þar ágætt dæmi. Undir lok tuttugustu aldar komu fram ný sjónarmið um þekkingu í hjúkrun. Hér vísa ég auðvitað til Patriciu Benner og félaga hennar sem lýstu því hvernig þekking mótast og eflist samhliða reynslu í starfi (Benner, 1984; Benner og Tanner, 1987; Benner o.fl., 1992; Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.