Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Qupperneq 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Qupperneq 9
AR ÞEKKINGU SINNI OG REYNSLU Á FRAMFÆRI? tímarit. Þessar niðurstöður Estabrooks og félaga hennar eru samhljóma fyrri niðurstöðum þeirra og samræmast einnig fjölmörgum öðrum rannsóknum sem gerðar hafa verið í ýmsum löndum. Þekking í hjúkrunarstarfinu byggist á reynslu í starfi, þekkingu á sjúklingi, sem fæst með samskiptum við hann, og þekkingu sem fæst í samræðum við aðra hjúkrunarfræðinga og samstarfsfólk. Oft er talað um að hefðin í hjúkrun sé munnleg en ekki skrifleg og að þekking verði til og berist milli kynslóða í samtölum. Segja má að Florence Nigthingale hafi lagt þann grunn að hjúkrunarstarfinu þótt hún væri sjálf afkastamikill penni og léti best að tjá sig í rituðu máli (Kristín Björnsdóttir, 2005). Nightingale taldi að hjúkrun væri list sem fyrst og fremst væri hægt að læra í nánu samneyti við reynda hjúkrunarfræðinga. Því væri mikilvægasti þátturinn í hjúkrunarnámi reynslan sem ætti sér stað er neminn fylgdist með og tæki þátt í störfum fulllærðra hjúkrunarkvenna. Frá miðri tuttugustu öld hafa verið gerðar margar tilraunir til að breyta þessari hefð og fá hjúkrunarfræðinga til að miðla og nema þekkingu í gegnum fræðilegt nám, tímarit og bækur. Sú viðleítni hefur þó ekki gengið alls kostar vel og um allan heim er talað um hina óbrúanlegu gjá á milli fræðanna og starfsins. Fyrir vikið hafa fjölmargir vísindamenn innan hjúkrunarfræðinnar reynt að finna leiðir til að auka þátt hinnar fræðilegu þekkingar í hjúkrun. Útfærsla stefnunnar um gagnreynda starfshætti og notkun klínískra leiðbeininga innan hjúkrunar er þar ágætt dæmi. Undir lok tuttugustu aldar komu fram ný sjónarmið um þekkingu í hjúkrun. Hér vísa ég auðvitað til Patriciu Benner og félaga hennar sem lýstu því hvernig þekking mótast og eflist samhliða reynslu í starfi (Benner, 1984; Benner og Tanner, 1987; Benner o.fl., 1992; Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 7

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.